Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 42
4) Þá geta ýmiss konar lyf valdið sárum, t. d. verkjalyf, gigtarlyf og
steroidar.
5) Einnig er talið, að fólki, sem er í blóðflokknum 0, sé hættara við
magasári en öðrum, vegna þess að það hefur fleiri saltsýrumynd-
andi frumur í magaslímhúðinni, og getur því tilhneiging til maga-
sársmyndunar verið arfgeng.
KIVRKWI S.H KI>Ó\1SI\S:
1) Staðbundnir verkir milli processus ensiformis (neðsti hluti brjóst-
beins) og nafla, og aukast þeir yfirleitt, þegar maginn er að tæmast.
2) Sultarverkir, en þeir eru algengari við pylorus- eða skeifugarnar-
sár en magasár.
3) Aukin sýrumyndun, einkum við sár á pylorus, og getur þessi aukna
sýrumyndun ert vefinn og orsakað bjúg, svo að neðra magaop lokast.
4) Tæmingartregða, sem kemur af fyrrnefndum ástæðum, þannig að
maginn tæmir sig jafnvel ekki á 8—12 tímum, en eðlilega er mag-
inn tómur ca. 4 klst. eftir máltíð. Af þessu geta orsakazt uppköst,
og léttir þá sjúklingi við að kasta upp.
5) Súrir ropar og nábítur.
6) Hægðatregða, sem orsakast t. d. af því, að sjúklingur kastar upp
miklum vökva.
7) Occult blóð í hægðum er algengt, en þó ekki að staðaldri.
8) Melena (svartar, tjörulitaðar hægðir) koma ekki nema um mikla
blæðingu sé að ræða, geta einnig stafað af öðrum sjúkdómum.
9) Hæmoglobin lækkar yfirleitt.
10) Hæmatemesis (blóðug uppköst) stafa af blæðandi magasári.
11) Lystarleysi og sjúklingur horast.
II.I I KItl'.V SJKKKIMÍA MEll MAGASÁK:
Eftir að tekin hefur verið sjúkrasaga, eru gefin fyrirmæli um rann-
sóknir og aðra meðferð. Hjúkrun þessara sjúklinga byggist aðallega á:
sérfæði, lyfjameðferð og andlegrí aðhlynningu. Hjúkrunin er breytileg í
hinum ýmsu tilvikum eftir því, hversu alvarleg- þau eru.
Þessir sjúklingar þurfa að hafa rólegt í kringum sig, og fótaferð er
ákveðin hverju sinni, því að hún getur verið mjög misjöfn. Þeir sjá um
sína persónulegu hirðingu sjálfir, nema tilfellið sé því alvarlegra.
I fyrstu eru þeir settir á fljótandi fæði og rjómabland, eða e. t. v. mjólk
eða undanrennu í staðinn. Á meðan teknar eru hægðaprufur, eru sjúkl-
ingar á blóðlausu fæði. Þegar sjúklingar eru farnir að þola matinn betur,
er hægt að reyna maukfæði og síðan létt fæði. Bezt er að prófa sig áfram
varðandi fæðuval, fylgjast með, hvaða fæðutegundir hæfa hverjum sjúkl-
ingi, en jafnframt þarf að gæta að því, að líkaminn fái öll þau efni, sem
honum eru nauðsynleg. Æskilegt er, að máltíðirnar séu litlar, en tíðar,
og gott er að gefa rjómabland milli mála. Einnig er sjúklingum þessum
gefinn aukabiti á kvöldin, en aldrei skal þó vekja þá til þess.
Umbúnaður þessara sjúklinga er mjög misjafn, en miðast hverju sinni
við það, að sem bezt fari um sjúklinga og að þeir verði fyrir sem minnstu
hnjaski.
Andleg aðhlynning þeirra þarf að vera mjög góð, því að oft eru þetta
sjúklingar, sem daglega eru skyldum og erfiði hlaðnir. Við þurfum þvi
að umgangast þá með rólegri og traustvekjandi framkomu og reyna að
grennslast eftir því, hvort eitthvað sérstakt sé, sem valdi þeim áhyggj-
um, og ef svo er, þá reyna að bæta úr því, sem við getum. Æskilegt er,
að félagsráðgjafi sé við sjúkrahúsið.
Venjulega dveljast þessir sjúklingar á sjúkrahúsi í 4—6 vikur.
32 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS