Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 37
að Ráðgjafanefnd Hjúkrunarskóla Helsingfors fer fram á, að menntamálaráðuneytið finnska láti kanna, hvort breyta megi skóla þessum í háskóla eða leita annarra leiða, er opni nem- endum Hjúkrunarskóla Helsingfors möguleika á að stunda akademískt nám í hjúkrun. Einnig er lagt til, að ráðuneytið skipi nefnd til að gera tillögur um framkvæmd náms af þessu tagi. Ráögjafanefndin telur, aö til kennslu- og stjórn- unarstarfa á sviöi hjúkrunar þurfi aö mennta hjúkrunarkonur til jafns við fil. kand., þar sem aöalnámsgrein væri HJÚKRUN. Slíkt nám álítur Ráögjafanefndin aö eigi aÖ byggja ofan á lægra akademískt 'próf, sem felur í sér hjúkr- unargrunnnám. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skipaði nefnd sem skilaði niðurstöðu þess eðlis, að nauðsyn- legt sé að auka menntun hjúkrunarstéttarinn- ar og að æskilegt verði, að hjúkrunarfræðslan tengist háskólakerfinu svo fljótt sem verða má í hverju landi fyrir sig. (WHO skýrsla V, 1966) III. NiöurstaÖa nefndarinnar. 1. Nefndin hefur orðið sammála um, að mjög nauðsynlegt sé að koma á fót hjúkrunarmennt- un á háskólastigi hérlendis, þar eð hjúkrun er sérgrein, sem krefst forystu háskólamenntaðra einstaklinga. 2. Starf lækna og annarra samstarfshópa hjúkrunarstéttarinnar er í grundvallaratriðum svo háð hæfni þeirra einstaklinga, er skipu- leggja, stjórna og annast hjúkrunarstörf, að heilbrigðisþjónusta þjóðfélagsins hefur ekki til frambúðar efni á að vera án þeirrar háskóla- greinar, er að hjúkrun lýtur. 3. Hjúkrunarstéttin er fyrst og fremst kvennastétt, og til muna örðugra reynist fyrir konur en karla að sækja háskólanám erlendis vegna fjölskylduástæðna. 4. Islenzkar hjúkrunarkonur hafa orðið að leita framhaldsmenntunar erlendis, en slíkt verður æ erfiðara með hverju árinu sökum þess, hversu aðsókn heimamanna viðkomandi landa fer vaxandi í þá skóla, sem einna helzt hafa verið sóttir af Islendingum. Auk þessa eru kröfur um stúdentsmenntun (eða hliðstæða) að verða æ algengari sem inntökuskilyrði, en slík- an grundvöll skortir mikinn meiri hluta ís- lenzkrar hjúkrunarstéttar í dag. 5. Duglegasta námsfólkið, sem lýkur mennta- skólanámi, leitar því miður hlutfallslega of lítið inn á svið hjúkrunar, og mikilvægt atriði í framtíðinni er því, að reynt verði að laða þessa aðila að hjúkrunarnámi með ráðum og dáð. 6. Sé þjóðarhagur hafður í huga virðist hæp- ið að kosta stórfé til háskólamenntunar annarra stétta umfram þjóðarþörf, á sama tíma og Háskóla Tslands væri synjað um fjárveitingu til nauðsynlegrar hj úkrunarmenntunar. 7. Stúdentar, sem útskrifast eftir 3ja ára nám við Hjúkrunarskóla Islands, en sækjast síðan eftir frekara hjúkrunarnámi innan Há- skóla Islands, þarfnast námsbrautar í Háskól- anum, sem óhjákvæmilega verður að vera nokk- uð frábrugðin þeirri, sem ætluð yrði háskóla- stúdentum í hjúkrunargrunnnámi. Hinir fyrr- nefndu gætu þurft að stunda 2ja ára háskóla- nám í hjúkrun, sem jafngildi 4 háskólastigum, en hinir síðarnefndu yrðu að afla sér 8 háskóla- stiga á 4 árum (sbr. að á 3 árum er hægt að afla sér 6 stiga til B. A. prófs í þjóðfélagsfræð- um). 8. Nefndin telur eðlilegt að hjúkrunarnáms- braut við Háskóla Tslands miði að B.S. prófi. IV. Tillögur nefndarinnar. Nefndin leggur til, að nemendur í hjúkrunar- fræðum hljóti innritun í Háskóla Islands eigi síðar en haustið 1972. Að þeir njóti þar kennslu í öllum greinum, sem þeim verður ætlað að læra, nema í hjúkrunarfræðum, en þar myndi Hjúkrunarskóli Tslands taka að sér kennslu (sbr. frumdrög nefndarinnar að námsskrá). Um verklegt nám hjúkrunarstúdenta gæti farið á líkan hátt og með verklegt nám lækna- stúdenta. Nefndin harmar, að Háskóli Tslands skuli ekki hafa aðstöðu til að takast nú þegar á hend- ur alla kennslu fyrir hjúkrunarstúdenta. Þar sem ljóst er, að mjög erfitt verður að koma þessu námi á hér, leggur nefndin eindregið til, að leitað verði aðstoðar Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar til þess að fá sérfræðing, sem dveldist hér eitt til tvö ár til að skipuleggja háskólanám í hjúkrun og koma því áleiðis. Það er álit nefndarinnar, að vinda þurfi bráðan bug að útvegun slíks sérfræðings og að á þessu hausti beri að skipa starfsnefnd, er falinn yrði undirbúningur og framkvæmd í samvinnu við slíkan sérfræðing, sem geri kleift, að nám þetta hefjist við Háskóla Islands á tilskildum tima. V. Frumdrög nefndarinnar aö námsskrá. Nefndin vill leggja áherzlu á, að námið allt beinist að hjúkrun sem sjálfstæðu fagi á grund- velli heilsuverndar og sjúkrahjúkrunar. I aðalatriðum gæti námsskráin á hjúkrunar- námsbraut orðið sem hér segir: TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.