Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 10
Arni Björnsson. FITUE YÐANDI SKURÐAÐGERÐIR Árni Björnsson læknir viö Landspítalann. Barátta gegn offitu er eitt af einkennum þjóðfélags, þar sem flestir eða allir hafa nóg að bíta og brenna. 1 þjóðfélögum, þar sem skortur ríkir, er þessu öðru- vísi farið, en þar getur verið stöðutákn að vera holdugur. Svo mun hafa verið á Islandi, er al- menningur svalt heilu og hálfu hungri og að deyja úr ófeiti þótti vart í frásögur færandi. Fyrirmenn þeirra tíma og kon- ur þeirra áttu því að vera feit, sbr. orð þau, sem Nóbels- skáldið Halldór Laxness leggur Magnúsi jungkæra í Bræðra- tungu í munn, er hann ræðir við konu sína Snæfríði Islands- sól, álfakroppinn mjóa, en hann segir: „Matrónur hér í Bræðra- tungu hafa ævinlega verið feit- ar, móðir mín var feit, en hafði sál að auki“. Meðal frumstæðra þjóðflokka er fita talin frjósemistákn, og hjá slíkum velja menn sér eig- inkonur eftir líkamsþunga. Holdafar er háð tízkusveifl- um, og undanfarin ár hefur sveiflan á Vesturlöndum verið í átt til megurðar. Konur eiga helzt að vera svo grannvaxnar, að telja megi í þeim rifin, og jöfnuður kynjanna á m. a. að koma fram í svipuðum vexti karla og kvenna. Ekki þarf ann- að en að líta í tízkublað til að sannfærast um réttmæti þessa. Tízkan hefur ávallt verið sterk, en sennilega aldrei sterkari en nú. Seljendur hennar hafa af- not af fjölmiðlum, sem höfða bæði til sjónar og heyrnar. Fyr- irmyndirnar blasa við á síðum dagblaða, tízkublaða og skerm- um sjónvarpstækjanna, og sú kona, sem ekki stenzt mál tízku- seljendanna, þorir vart að láta sjá sig á mannamótum, hvað þá á nektarmótum baðstrand- anna, sem nú eru allra manna- móta vinsælust. En offita er ekki aðeins vandamál frá útlitssjónarmiði. Sá feiti á erfiðara með hreyf- ingar, er hættara við ýmsum sjúkdómum en þeim granna, og ef fitusöfnun fer úr hófi, skap- ast önnur vandamál, bæði heilsu- farsleg og félagsleg, sem öllum eru kunn og óþarfi að ræða hér nánar. Barátta gegn offitu er rekin á mörgum vígstöðvum og bar- áttuaðferðir fjölbreytilegar. Snjallir fjáraflamenn hafa hér séð sér leik á borði og „kvap- eyðingarstöðvar" hafa sprottið upp eins og gorkúlur. Þá eru megrunarlyf, mismunandi gagn- leg og einnig mismunandi skað- leg, orðin óteljandi. Tiltölulega lítið hefur verið ritað um skurðaðgerðir við of- fitu af hálfu ábyrgra aðila, nema í þröng fagtímarit. Þær upplýsingar, sem almenningur hefur fengið um aðgerðir þess- ar í blöðum og tímaritum, hafa oftast verið skrifaðar af aðilum með takmarkaða fagþekkingu og gæði ritsmíðanna verið eftir því, svo og áreiðanleiki. Bæði læknar og hj úkrunarkonur munu oft vera spurð um þessar aðgerðir, og verður því að telja ástæðu til að birta um þær nokkrar upplýsingar, þ. e. a. s. um hvers konar aðgerðir er að ræða, hvers árangurs sé af þeim að vænta og hvaða hættur eru þeim samfara. Skurðaðgerðum við offitu má skipta í tvo aðalflokka. Annars vegar eru aðgerðir, sem miða að því að nema burt staðbundna fitusöfnun eða fjarlægja húð- poka eða fellingar, sem mynd- ast á feitu fólki og verða oft meira áberandi með aldrinum, þegar húðin slaknar, svo og við megrun. Verður rætt um þess- ar aðgerðir hér. Hins vegar eru aðgerðir, sem miða að því að breyta meltingu fæðunnar, þannig að fitan nýtist ekki. Að- gerðir þessar eru enn á tilrauna- stigi og flestar ekki hættulaus- ar. Þær geta haft í för með sér efnaskiptatruflanir, sem verða varanlegar, og tel ég ekki á þessu stigi málsins ástæðu til að ræða þær hér. Tilhneiging til að safna fitu getur verið bundin við einstaka staði á líkamanum, brjóst, læri o. s. frv., en oftast er það fólk, sem leitar læknis í þeim tilgangi að fara fram á, að framkvæmd sé á því fitueyðandi aðgerð, al- mennt feitlagið, þótt fitusöfn- unin kunni að vera meiri á ein- um stað líkamans en öðrum. Hjá þessu fólki er skurðaðgerð að- 4 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.