Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 36
ur þó því miður ekki borið tilætlaðan árangur, fyrst og fremst vegna hinnar öru uppbyggingar sjúkrarýmis ,,acut“ sjúkrahúsa, sem hefur yfir- stigið vinnustundafjölda hjúkrunarstarfsliðsins jafnóðum. Bóklegt hjúkrunarnám er ráðamönnum ærið áhyggjuefni vegna hins mikla skorts sérlærðra hjúkrunarkennara í landinu. Samtímis þessu eru alþjóðlegar menntunarkröfur á hendur hjúkr- unarstéttinni sífellt að aukast og óbreytt stefna því vaxandi vandamál hérlendis. Háskólarektor, Magnús Már Lárusson, taldi Háskóla fslands ekki sem stendur geta tekið að sér einn að sjá fyrir þeirri framhaldsmenntun á sviði hjúkrunar, sem til umræðu var af hálfu nefndarinnar, heldur áleit hann, að skipta yrði því hlutverki meðal Hjúkrunarskóla Islands og Háskólans. Eftirfarandi námsgreinar taldi rektor að mætti e. t. v. kenna hjúkrunarstúdentum innan Háskóla Islands: sem fram úr skaraði við ýmsa sérskóla, þar á meðal Hjúkrunarskóla fslands, en þótt háskóla- rektor hafi þegar verið falið af hálfu ráðherra að gjöra tillögur þessu að lútandi, verður málið síðar að koma til afskipta löggjafans, Alþingis. Rektor vill mæla með, að núverandi hjúkrunar- grunnnám frá Hjúkrunarskóla fslands verði virt til jafns við 2 háskólastig og reiknist til góða, ef reiknað yrði til hluta af kröfum til B. A. eða B. S. prófs innan Háskóla Islands, þannig að til viðbótar kæmu þá 3 háskólastig, t. d. í hjúkr- unar- eða þjóðfélagsfræðum, sem öðlast mætti við Háskólann. f bréfi, sem háskólarektor ritaði nefndinni um þessi mál, segir hann: „Mun ég óhikandi fyrir mitt leyti beita mér fyrir því í háskólaráði, þar eð ég tel, að hjúkrunarnám sé svo mikilvægt þjóðhagslega, að menn, sem leggja á sig viðbót- arnám, fái maklega viðurkenningu, auk þess sem nauðsynlegt er að laða til þess náms.“ (Sbr. bréf sent nefndarritara 1. 6. 1971 ásamt ódag- settu bréfi til nefndarinnar). Sálarfræði Félagsfræði Uppeldisfræði Líffræði Lífeðlisfræði Eðlisfræði í tengslum við Kennaraháskólann í Raunvísindadeild H. I. Efnafræði í læknadeild H. I. Tölfræði Hagfræði St j órnunarf ræði í þjóðfélagsfræðideild H. f. (þ. e. innan viðskiptadeildar) Forspjallsvísindi í heimspekideild H. f. Auk þess að gera ráð fyrir, að Hjúkrunarskóli fslands gæti annazt kennslu í öllum hjúkrunar- fræðigreinum, taldi háskólarektor, að styrkja bæri aðstöðu Hjúkrunarskólans til að annast einnig kennslu í eftirtöldum greinum: Meinafræði Heilbrigðisfræði Lyfjafræði Líffærafræði Háskólarektor taldi fjárskort hamla starfs- getu Háskóla íslands mjög verulega og benti á ýmis dæmi þar að lútandi, engu að síður var af- staða hans gagnvart hugsanlegu hjúkrunar- námi afar jákvæð. Hann lagði áherzlu á, að auk þess að skapa stúdentum aðstöðu til hjúkrunarnáms við Háskóla Islands væri æski- legt að rýmka inntökuskilyrði fyrir námsfólk, f stórum dráttum hafa fengizt upplýsingar frá erlendum heimildum, er bera þess vott, að háskólanám í hjúkrun er að ná síaukinni fót- festu víðast hvar í heiminum, en einna lengst mun þróun þessara mála vera komin meðal Kanadamanna og í Bandaríkjunum. f þessum löndum er síaukin áherzla lögð á, að þar sem hjúkrunarfræðsla fer fram innan háskóla, skuli athyglinni beint að hjúkrun og hjúkrunarmennt sem vísindalegu viðfangsefni og aðalfagi þess verðugu, að veitt sé fyrir það sérstök háskóla- gráða. Þar er námstíminn, sem þarf til að öðlast B.S.N. gráðu, oftast rúm 4 ár, eða minnst 2 ár til viðbótar, ef nemandi hefur lokið 3ja ára grunnnámi við skóla hliðstæðan Hjúkrunarskóla íslands, áður en háskólanám hefst, þannig að þá tekur námið minnst 5 ár. Á Bretlandseyjum er sú stefna fremur ríkj- andi ennþá, að nemendur öðlast háskólagráðu í t. d. þjóðfélagsfræði eða sálarfræði með hjúkr- unarpróf að auki á vegum háskólans (t. d. S. R.N. Honors degree in Sociology or Psychology - eða S.R.N. B. Sc. Human Biology) og tek- ur námið þar um 4(4 til 5 ár. Á Norðurlöndum er enn eigi hægt að stunda hjúkrunarnám og vinna til háskólagráðu sam- tímis, en mikill áhugi er fyrir að hrinda slíku í framkvæmd, svo sem m. a. kemur fram í nefndartillögum frá 5. júní 1969 varðandi end- urskipulagningu á hjúkrunarfræðslu við fremsta hjúkrunarskóla Finna. I nefndarskjölum má sjá, 26 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.