Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 3
UöM Mji • • I LOG HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 1. gr. Nafn félagsins er Hjúkrunarfélag ís- iands. 2. gr. Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. 3. gr. Tilgangur félagsins er: 1. Að auka menntun og starfshæfni hjúkr- unarstéttarinnar. 2. Að vinna að umbótum á heilbrigðismál- um þjóðarinnar. 3. Að glæða félagslegan áhuga félaga sinna, bæta kjör þeirra og gæta hagsmuna og sóma stéttarinnar í hvívetna. 4. gr. Félagar geta orðið allir þeir, er fengið hafa réttindi hér á landi skv. 1. gr. hjúkr- unarlaga. Aukafélagar geta orðið hjúkrunarnemar í Hjúkrunarskóla fslands eða öðrum sam- svarandi hjúkrunarskóla, sem lokið hafa reynslutíma sínum. Þeir hafa tillögurétt og málfrelsi á félagsfundum, en ekki atkvæðis- rétt. Heimilt er félögunum að stofna deildir innan félagsins, er annað tveggja taki til sérgreina stéttarinnar eða bindi starfssvæði við ákveðna landshluta. Stjórn HFÍ skal staðfesta samþykktir deildarinnar og við- urkenna stofnun hennar, starfssvið og starfssvæði. Deildirnar starfa undir eftir- liti félagsstjórnar og skulu senda henni ár- lega skýrslu um starfssvið, fjármál og félagatal. Heiðursfélaga getur stjórnin gert hvern þann karl eða konu, er hún álítur að félag- mu beri að sýna sérstaka viðurkenningu, en atkvæðisrétt hafa eingöngu þeir heiðurs- félagar, er áður hafa verið í Hjúkrunar- félagi íslands. 5. gr. Rétt til aðildar að félaginu eiga allir, er uppfylla skilyrði skv. 1. málsgr. 4. greinar. Inntaka nýrra félaga skal úrskurðuð á stjórnarfundi. Ákveður meiri hluti, hvort veita skuli strax, fresta um óákveðinn tíma eða neita um inntöku. 6. gr. 011 þau störf, sem félögum HFÍ eru veitt vegna aðildar þeirra að HFÍ, er þeim skylt að inna af hendi með trúmennsku og skyldu- rækni. Verði alvarlegir misbrestir á þessu eða ef félagi brýtur í bága við almennt vel- sæmi eða misnotar nafn félagsins til eigin hagsmuna, er heimilt að víkja honum úr félaginu. Allar slíkar kærur á hendur félögunum skal stjórnin taka til rækilegrar athugunar. Sé stjórnin sammála um úr- lausn málsins, getur hún ráðið því ein til lykta, en verði ágreiningur innan stjórnar- innar um úrlausn kæruatriðis, skal stjórn- inni skylt að kveðja trúnaðarráð til fundar um málið. Hefur sá fundur endanlegt úr- skurðarvald um málið skv. 13. gr. Leiti félagi aðstoðar félagsins vegna óréttar, er hann telur sig hafa verið beittan í starfi, skal fara með málið á sama hátt og að ofan greinir. 7. gr. Merki félagsins er afhent jafnframt upp- töku í félagið. Er það eign félagsins, en ákveðin upphæð greiðist í eitt skipti fyrir öll fyrir heimild til að nota það. Við frá- fall, úrsögn eða brottvikningu ber að end- ursenda merkið stjórn félagsins. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.