Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 16
4. Minnkuð þéttimörk (kon- sentration) í salti og basa jafnvægi. Þrátt fyrir metaboliska og respiratoriska ofsýringu er merkilega lítil röskun á elek- trolyta jafnvægi blóðsins. Meðferð: Hún byggist á meðhöndlun sýnilegra einkenna, þar sem or- sök sjúkdómsins er ókunn. Helztu vandamálin eru súrefnis- skortur og ofsýringin, en hvort tveggja eyðileggur viðkvæmar frumur í líkamanum, ef kemst á hátt stig. Meðferðinni er því stefnt að því að minnka ofsýr- inguna og auka súrefni. Er því lögð áherzla á eftirfar- andi: 1. Viðhalda jafnvægum líkams- hita. 2. Vökvagjöf. 3. Súrefni. 4. Öndunarvél, ef með þarf. 1. Líkamshiti: a. Hiti skal vera eins eðlileg- ur og hægt er (snöggar hitabreytingar auka efna- skiptin, hafa í för með sér aukna notkun súrefnis og erfiðari öndun). b. Hiti á barni og í hitakass- anum svipaður. Bezt, ef hiti barns á að vera 37°C, að hafa kassann 35°C. c. Forðast snöggar hita- breytingar. d. Hitatap hjá barni er hægt að minnka með auknum raka í kassanum (algeng- ur raki 50-60%). Ef raki er hár, er meiri hætta á smitunum, einnig er verra að hafa eftirlit með barn- inu, ef móða myndast inn- an á kassanum. Ath. Þegar svo mikil- vægt er að halda vissu hitastigi á barninu, er ekki nægilegt að mæla í enda- þarmi reglulega. Nota skal sérstakan „húðmæli". Er vír úr mælinum plástrað- ur á barnið (á stað, sem er óhulinn klæðum, helzt yfir lifur), og síðan er hægt að lesa stöðugt hita- mælinguna. Ekki er síður mikilvægt að vita nákvæm- lega hitann í kassanum. 2. Vökvagjöf: a. Byrja strax og sjúkling- ur er sjúkdómsgreindur. b. Nota helzt æð í fæti eða handlegg (ef nota verður æð í naflastreng, eru fylgi- kvillar algengir, svo sem smitun, æðin brestur, blæðing, blóðtappi). c. Magn vökvans fer eftir þyngd barnsins. Helzt á að reyna að viðhalda fæðing- arþyngd. Neikvætt hita- einingamagn, sem barn fær í vökvagjöf, orsakar þyngdartap. Skal þó ekki tapa meiru en 1% af fæð- ingarþyngd. (Dæmi: 1500 g við fæðingu, má tapa 15 g á dag, ef tap er meira, er vökvi aukinn). d. Algengt er að gefa Infund. Glucose og Natrii Bicar- bonat. N. Bicarbonat- magn fer eftir Ph í blóði, en sýni þarf að taka 4-6 sinnum á dag. Inf. Glucose skal vera 10%. Ef sykur skilst út í þvagi vegna ó- þroskaðra nýrna, skal minnka glucose-magnið, þar til það finnst ekki lengur í þvagi. Mikilvægt er að prófa þvag oft. 3. Súrefni: a. Magn fer eftir súrefnis- mettun í blóði, venjulega er því haldið á milli 50 og 60 mm Hg (eðlilegt 90- 100 mm Hg). b. Magn haft nóg til að blámi verði ekki sýnilegur (blámi kemur ekki í ljós fyrr en P02 (súrefnismettun) er lægri en 50 mm hg. Ath. Ef súrefnismettun er 85 mm Hg og notað er 40% súrefni, skal súrefnið lækkað þangað til það magn fæst, sem þarf til að halda blámanum ósýnileg- um. Nota eins lítið súrefni og hægt er. 4. Öndunarvél: a. Notuð þegar ástand versn- ar þrátt fyrir fulla með- ferð. b. Fylgikvillar algengir. (Nauðsynlegt er, að hjúkr- unarfólk kunni á tækin). Það, sem þarf að vera tilbúið við móttöku barnsins: a. Hitakassi með mæli, sem sýn- ir hitann í kassanum og á barninu. b. Súrefni. c. Sog, eimað vatn, einnota hanzkar. d. Bjalla, sem hringir, í kass- anum, ef barn hættir að anda. e. Hjartarafsjá, sem hringir, ef hjartaóregla á sér stað. f. Vigt til að nota í kassanum. g. Endaþarmsmælir, húðmælir. h. Vökvagjafaráhöld, standur, millilítramælir á vökvagjaf- aráhöldin til að geta haft betra eftirlit með, hvað barn- ið fær af vökva. i. Mælir til að mæla þéttimörk súrefnisins. j. Sýniglös, a. m. k. 3 stk. k. Hlustpípa, blóðþrýstingsmæl- ir, málband, þvagsöfnunar- poki. Kassinn er venjulega settur á 34-35°C hita. Raki 50%, 2 1 eim- að vatn er látið í kassann og 1:2000 af silfurnitrat (4 ml.) bætt út í vatnið til að forðast bakteríugróður. Móttaka: Barnið er látið strax í kass- ann og hitinn athugaður og skráður, bæði barns og kassa. Ef líkamshiti barns er lágur og það lítið, er gott að setja kassann 2 stigum hærra en húðhiti barnsins. Þegar náðst 10 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.