Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 16
4. Minnkuð þéttimörk (kon-
sentration) í salti og basa
jafnvægi.
Þrátt fyrir metaboliska og
respiratoriska ofsýringu er
merkilega lítil röskun á elek-
trolyta jafnvægi blóðsins.
Meðferð:
Hún byggist á meðhöndlun
sýnilegra einkenna, þar sem or-
sök sjúkdómsins er ókunn.
Helztu vandamálin eru súrefnis-
skortur og ofsýringin, en hvort
tveggja eyðileggur viðkvæmar
frumur í líkamanum, ef kemst
á hátt stig. Meðferðinni er því
stefnt að því að minnka ofsýr-
inguna og auka súrefni.
Er því lögð áherzla á eftirfar-
andi:
1. Viðhalda jafnvægum líkams-
hita.
2. Vökvagjöf.
3. Súrefni.
4. Öndunarvél, ef með þarf.
1. Líkamshiti:
a. Hiti skal vera eins eðlileg-
ur og hægt er (snöggar
hitabreytingar auka efna-
skiptin, hafa í för með sér
aukna notkun súrefnis og
erfiðari öndun).
b. Hiti á barni og í hitakass-
anum svipaður. Bezt, ef
hiti barns á að vera 37°C,
að hafa kassann 35°C.
c. Forðast snöggar hita-
breytingar.
d. Hitatap hjá barni er hægt
að minnka með auknum
raka í kassanum (algeng-
ur raki 50-60%). Ef raki
er hár, er meiri hætta á
smitunum, einnig er verra
að hafa eftirlit með barn-
inu, ef móða myndast inn-
an á kassanum.
Ath. Þegar svo mikil-
vægt er að halda vissu
hitastigi á barninu, er ekki
nægilegt að mæla í enda-
þarmi reglulega. Nota skal
sérstakan „húðmæli". Er
vír úr mælinum plástrað-
ur á barnið (á stað, sem
er óhulinn klæðum, helzt
yfir lifur), og síðan er
hægt að lesa stöðugt hita-
mælinguna. Ekki er síður
mikilvægt að vita nákvæm-
lega hitann í kassanum.
2. Vökvagjöf:
a. Byrja strax og sjúkling-
ur er sjúkdómsgreindur.
b. Nota helzt æð í fæti eða
handlegg (ef nota verður
æð í naflastreng, eru fylgi-
kvillar algengir, svo sem
smitun, æðin brestur,
blæðing, blóðtappi).
c. Magn vökvans fer eftir
þyngd barnsins. Helzt á að
reyna að viðhalda fæðing-
arþyngd. Neikvætt hita-
einingamagn, sem barn
fær í vökvagjöf, orsakar
þyngdartap. Skal þó ekki
tapa meiru en 1% af fæð-
ingarþyngd. (Dæmi: 1500
g við fæðingu, má tapa 15
g á dag, ef tap er meira,
er vökvi aukinn).
d. Algengt er að gefa Infund.
Glucose og Natrii Bicar-
bonat. N. Bicarbonat-
magn fer eftir Ph í blóði,
en sýni þarf að taka 4-6
sinnum á dag. Inf. Glucose
skal vera 10%. Ef sykur
skilst út í þvagi vegna ó-
þroskaðra nýrna, skal
minnka glucose-magnið,
þar til það finnst ekki
lengur í þvagi. Mikilvægt
er að prófa þvag oft.
3. Súrefni:
a. Magn fer eftir súrefnis-
mettun í blóði, venjulega
er því haldið á milli 50 og
60 mm Hg (eðlilegt 90-
100 mm Hg).
b. Magn haft nóg til að blámi
verði ekki sýnilegur (blámi
kemur ekki í ljós fyrr en
P02 (súrefnismettun) er
lægri en 50 mm hg.
Ath. Ef súrefnismettun
er 85 mm Hg og notað er
40% súrefni, skal súrefnið
lækkað þangað til það
magn fæst, sem þarf til að
halda blámanum ósýnileg-
um. Nota eins lítið súrefni
og hægt er.
4. Öndunarvél:
a. Notuð þegar ástand versn-
ar þrátt fyrir fulla með-
ferð.
b. Fylgikvillar algengir.
(Nauðsynlegt er, að hjúkr-
unarfólk kunni á tækin).
Það, sem þarf að vera tilbúið
við móttöku barnsins:
a. Hitakassi með mæli, sem sýn-
ir hitann í kassanum og á
barninu.
b. Súrefni.
c. Sog, eimað vatn, einnota
hanzkar.
d. Bjalla, sem hringir, í kass-
anum, ef barn hættir að anda.
e. Hjartarafsjá, sem hringir, ef
hjartaóregla á sér stað.
f. Vigt til að nota í kassanum.
g. Endaþarmsmælir, húðmælir.
h. Vökvagjafaráhöld, standur,
millilítramælir á vökvagjaf-
aráhöldin til að geta haft
betra eftirlit með, hvað barn-
ið fær af vökva.
i. Mælir til að mæla þéttimörk
súrefnisins.
j. Sýniglös, a. m. k. 3 stk.
k. Hlustpípa, blóðþrýstingsmæl-
ir, málband, þvagsöfnunar-
poki.
Kassinn er venjulega settur á
34-35°C hita. Raki 50%, 2 1 eim-
að vatn er látið í kassann og
1:2000 af silfurnitrat (4 ml.)
bætt út í vatnið til að forðast
bakteríugróður.
Móttaka:
Barnið er látið strax í kass-
ann og hitinn athugaður og
skráður, bæði barns og kassa.
Ef líkamshiti barns er lágur
og það lítið, er gott að setja
kassann 2 stigum hærra en
húðhiti barnsins. Þegar náðst
10 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS