Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 5
fjarðar, um leið og aðalfundur er boðaður. Gætir kjörstjórn þess, að svo sé frá þeim gengið, að full leynd verði með kosningunni. Félagar, sem seðla hafa fengið, endursenda þá til kjörstjórnar, áður en kjörfundi lýk- ur, en hann skal halda degi fyrir aðalfund. Skal kjörfundur standa yfir minnst 10 klst. og vera boðaður um leið og aðalfundur. Skulu minnst 2 aðilar, sem sæti eiga í kjör- stjórn, vera á kjörfundi, meðan kosning stendur yfir. Séu eigi fleiri tilnefndir í félagsstjórn en kjósa á, teljast þeir rétt kjörnir til næstu fjögurra ára, án atkvæðagreiðslu. Kjöri stjórnenda skal lýst á aðalfundi. Stjórnin ræður starfsmenn og ritstjóra og ákveður þeim laun. Heimilt er félags- stjórn að skipa nefndir, er hafi með hönd- um ákveðin verkefni. 15. gr. Formanni ber að sjá um, að stjórnin leysi hlutverk sín fullnægjandi af hendi. Formaður er fulltrúi félagsins út á við, kveður til funda, ákveður dagskrá og stjórn- ar fundum. 1 forföllum formanns gegnir varaformað- ur störfum hans. í upphafi hvers fundar hefur formaður leyfi til þess að stinga upp á einhverjum viðstöddum félaga til að stjórna fundi. 16. gr. Stjórnin boðar til fundar í félaginu, þeg- ar ástæða þykir til. Stjórnin undirbýr fundi, og er henni heimilt að fá utanfélagsmenn til að annast fundarefni. Rita skal stuttan útdrátt af öllu, sem fram fer á fundum, í gerðabók félagsins, einkum allar fundarsamþykktir og aðrar ákvarðanir. Fundarstjóri og fundarritari skulu skrifa nöfn sín undir allar fundar- gerðir. 17. gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu marz —júní ár hvert. Til aðalfundar skal boðað með bréfi til hvers fulltrúa með minnst 3 vikna fyrirvara miðað við póstlagningu fundarboðs. Þá skal aðalfundur auglýstur með viku fyrirvara í minnst 2 dagblöðum í Reykjavík. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað, og hefur innan takmarka þeirra, sem ákveðin eru í lögun- um, hið æðsta vald í öllum málum félagsins. Skipa skal landinu í 7 svæðisdeildir: 1. Reykjavíkursvæði: (Reykjavík, Kópavogur, Garðahreppur, Hafnarfjörður, Keflavík). 2. Vesturlandssvæði: (Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Stykkis- hólmur). 3. Vestfjarðasvæði: (Patreksfjörður, ísafjörður). 4. Norðurlandssvæði: (Hvammstangi, Blönduós, Sauðárkrókur, Siglufjörður). 5. Akureyrarsvæði: (Dalvík, Akureyri, Húsavík, Vopnafjörð- ur). 6. Austurlandssvæði: (Egilsstaðir, Neskaupstaður, Eskifjörð- ur, Höfn í Hornafirði). 7. Suðurlandssvæði: (Vík í Mýrdal, Hella, Vestmannaeyjar, Selfoss). Stjórn HFÍ sendir stjórnum svæðisdeild- anna tilkynningu um það, hve marga ful!- trúa hvert svæði eigi að kjósa á aðalfund (fulltrúaþing) HFÍ, og skal sú tilkynning einnig birt í tímaritinu. Félagaskrá miðast við 1. janúar kosn- ingaárið. Stjórn hverrar svæðisdeildar lætur fara fram kosningu fulltrúa og varafulltrúa til aðalfundar (fulltrúaþings) HFÍ. Kjörtíma- bil er 4 ár. 18. gr. Hverjum aðalfundi stýri kjörinn fundar- stjóri. Formaður tilnefnir fundarstjóra í upphafi fundar, og sér hann um, að aðal- fundur fari fram eftir ákvæðum laga þess- ara og í samræmi við settar fundarreglur. Á aðalfundi eru ákveðin öll málefni fund- arins með meirihluta atkvæða. Standi svo á, að atkvæðatala sé jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.