Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 21
þurfa sjálf að tjá sig í orði og verki. Yfirborðsleg gæzla er á engan hátt nógu djúptæk til að hjálpa barni, sem er kvíðið og óöruggt, en það eru mörg börn á spítölum. Nú ætla ég að segja svolítið frá, hvernig við förum að á Sj úkraiðj udeild Barnaspítala Hringsins. Eins og stendur erum við tvær, sem vinnum þar. Barnaspítalinn hefur veitt tveimur ungum konum starfs- þjálfun í sjúkraiðju, og hafa þær nú réttindi til að kenna börnum sjúkraiðju á íslenzkum barnaspítölum. Og nú er útlærð fóstra í slíkri starfsþjálfun. Auk þess að starfa að sjúkraiðjunni lærir hún myndíð klukkustund á dag af starfstímanum og sæk- ir fyrirlestra um barnasjúk- dóma tvisvar í viku í Hjúkrun- arskólann. Ennfremur fær hún þjálfun í athugun og skýrslu- gerð um þau börn, sem hún vinn- ur með. 1 vetur stunda nemendur úr Myndlista- og handíðaskólanum æfingakennslu á Sjúkraiðju- deildinni einn morgun í viku og nemandi úr Fóstruskólanum stundar tveggja vikna starfs- þjálfun þar. Sjúkraiðjudeildin hefur „bæki- stöð“ í tveimur stofum á III. hæð við C-gang Barnaspítalans. Þar geymum við áhöld, efni og sérstök leikföng, og þar er eldri börnunum kennd ýmiss konar myndíð. Við höfum þar góð borð, hillur og skápa. Stundum ökum við rúmliggjandi börnum að dyrunum, svo að þau geti tekið þátt í starfinu með hinum, sérstaklega ef um langdvalar- börn er að ræða. I athafnaherbergjunum reyn- um við að skapa börnunum áhugavekjandi og hvetjandi umhverfi. Við eigum því láni að fagna að hafa fengið rúm- góða leik- og föndurstofu á C- gangi Barnaspítalans, þar sem við söfnum saman fótavistar- börnum frá 2ja til ca. 10 ára. Þar geta þau haft frjálsar hend- ur í verkefnavali. Þó höfum við vissar reglur: Við reynum að fá börnin til að ljúka þeim verk- efnum, sem þau takast á hend- ur, áður en þau taka til við önn- ur. Við ætlumst til af þeim, að þau láti ekki dúkkufötin í sand- kassann og að þau beri ekki sandinn yfir í bókakrókinn. Við ætlumst til af þeim, að þau þurrki upp, ef þau hella vatns- lit á gólfið, að þau hjálpi okk- ur að lokum að taka til og setja hlutina á sinn stað. Á leikstofunni byrjum við morguninn með því að safna börnunum saman í hálfhring fyrir framan okkur og fáum þau til að rabba við okkur um stund. Við rifjum upp hvert annars nöfn og ýmislegt fleira, t. d. hvaða dagur sé í dag og hvaða möguleika leikstofan hafi að bjóða. Þetta tengir okkur öll betur saman, það gefur nýjum börnum meira öryggi að fá strax að vita svolítið um hin börnin og þetta ókunnuga umhverfi og það gefur sjúkrakennaranum tækifæri að veita hverju barni athygli í byrjun leiktímans. Það er mikils virði fyrir börnin að byrja morguninn vel, að verða ekki út undan og að fá persónu- lega athygli. Börn hafa mikið yndi af að undirbúa hátíðir og tyllidaga og lifa sig inn í siðvenjur, eins og t. d. bolludag. Við byrjum að undirbúa með börnunum jóla- gjafir og skraut löngu fyrir jól og tölum saman um jólin og æfum jólasöngva og sálma. Jólaskreytingar eftir börnin setja persónulegan svip á Barna- spítalann yfir jólahátíðina. Fyr- ir bolludag búum við til bollu- vendi og að sjálfsögðu öskupoka fyrir öskudag, — börnin skemmta sér konunglega, þegar starfsfólkið sprangar fram og aftur með poka dinglandi aftan í sér. Fyrir páska gerum við páskaskreytingar, og þegar við fréttum, að einhver eigi afmæli á morgun, búum við til afmælis- kort. Sú okkar, sem fer til barn- anna í rúmunum, keyrir drekk- hlaðinn vagn af ýmislegu fönd- urefni og leikföngum, svo að hverju barni gefist kostur á að velja sér verkefni. Börnin búa til föndurmuni úr margvíslegu efni — sem mest úr verðlausu efni. Það eru óend- anlegir möguleikar að nýta af- ganga og gera eitthvað skemmti- legt úr þeim. Þannig læra börn- in að nota það efni, sem til er á „heimilinu“, og þau læra að vinna úr eigin hugmyndum. Að sjálfsögðu fá þau svo að eiga það, sem þau búa til, án endur- gjalds. Við fáum efnisafganga gefins frá ýmsum verkstæðum og fyr- irtækjum. Skrifstofur ríkisspít- alanna borga ýmislegt efni og áhöld, sem við notum, eins og t. d. leir, liti, band, pensla, spil og skæri, og hafa einnig séð fyrir leikföngum og útileiktækj- um, sem var mikil gleði yfir að fá. Leikfangaverzlunin „Fáfn- ir“ gaf stóra leikfangagjöf, þeg- ar Barnadeild Landspítalans flutti í Barnaspítala Hringsins. Þá erum við mjög þakk- lát Kvenfélaginu Hringnum fyr- ir þann mikla áhuga og velvild, sem það félag hefur sýnt með rausnarlegum gjöfum á tækjum og leikföngum. Það hefur sann- arlega verið ómetanleg hjálp. Barnaskólakennari starfar í nánum tengslum við Sjúkraiðju- deildina fullan kennsludag og allt skólaárið. Hlutverk kenn- arans er mikilsverður þáttur í þeirri þjónustu, sem börnin fá, meðan á spítalavist stendur. Fyrst og fremst starfar kenn- arinn með börnunum, sem dvelj- ast á spítalanum lengi, og hafa þá börn, sem legið hafa á öðr- um deildum, t. d. húðsjúkdóma- deild, komið í skólann. Það er mikils virði fyrir börnin á skóla- Framh. á bls. 35. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.