Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 43
IUX.VSÓk.MII:
Mikilvægasta rannsóknin er röntgenmyndataka af maga til þess að
sjá, hvar sárið er, og athuga tæmingartíma magans. Þegar tekin er röntgen-
mynd af maga, þarf sjúklingur að vera fastandi frá kl. 22 kvöldið áður.
Fyrir kemur, að sjúklingur er magaskolaður, en sé um tæmingartregðu
að ræða, er það alltaf gert.
Þá er oft gert histamínpróf til þess að athuga sýruinnihald magans.
Sé um of mikla sýru að ræða, bendir það til magasárs. Magasár, sem
myndast af völdum magasafans, eru yfirleitt góðkynja. En ef í ljós kem-
ur lítið sýrumagn eða jafnvel ekkert, gæti það bent til þess, að um krabba-
mein væri að ræða.
Blóðrannsóknir eru ýmsar gerðar: hæmoglobin, hæmatokrit, sökk og
talning hvítra blóðkorna eru alltaf gerðar, að öðru leyti geta þær verið
breytilegar. Einnig er ætið gerð blóðflokkun, því að oft er hætta á maga-
blæðingu.
Þvagrannsóknir eru einnig gerðar: miðbunuþvag er sent í almenna
rannsókn og microscopi. Stöku sinnum er mæld eðlisþyngd.
LVF:
Sjúklingum þessum eru gefin sýrueyðandi lyf, t. d. gelatum aluminium
hydroxið. Einnig lyf, sem draga úr framleiðslu magasafans og því einnig
saltsýrunnar. Þá getur reynzt nauðsynlegt að gefa þeim róandi lyf til þess
að minnka hina andlegu spennu og draga úr kvíða.
Stundum eru gefin lyf, sem draga úr krampasamdrætti í sléttum vöðv-
um magans. Þau nefnast anticholinergisk lyf og draga úr áhrifum ósjálf-
ráða taugakerfisins á slímhúð magans. Einnig eru þeim gefin væg hægða-
lyf, t. d. liquid, paraffín eða hörfræ, en forðast ber hægðatöflur.
Oftast eru gefin járnlyf í einhverri mynd.
iiiiii;i:cu.\i:\it FYitin i'tskiiift:
Sjúklingum er ráðlagt að hafa hægt um sig og forðast alla áreynslu.
Þeim ber að lifa reglubundnu lífi. Læknir gefur ráðleggingar varðandi
vinnu, hvort sjúklingar megi sinna því starfi, sem þeir hafa haft á hendi
e. t. v. um margra ára skeið, eða verði heilsu sinnar vegna að skipta um
atvinnu.
Eigi sjúklingar að nota einhver lyf, eftir að heim kemur, þurfa þeir
að fá skýr og góð fyrirmæii um notkun þeirra.
Þeim er ráðlagt að borða þann mat, sem þeim verður bezt af, en forðast
allan sterkan mat og drykki. Jafnframt er þeim ráðlagt að hafa stutt
milli máltíða og gefa sér góðan tíma til að borða.
Forðast ber reykingar.
Unnið af: Ölmu Birgisdóttur,
Eygló Þóru Guðmundsdóttur,
Guðnýju Bjarnadóttur
í starfshópi F (F-holli).
Ofanrituð grein er sýnishorn af verkefnum þeim, sem blánemum er ætlað að vinna
að, að loknu námi á lyfjadeild hinni fyrri.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 33