Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 31
Nýtt tæld til Landspítalans gjörbreytir aðstöðu til greiningar hjartasjúkdóma Kiwanisklúbburinn Katla, nokkur fyrirtæki og einstaklingar í Reykjavík færðu lyflækninga- deild Landspítalans fullkomið tæki til greininga á hjarta- og lungnasjúkdómum. Tæki þetta var keypt frá heimsþekktu banda- rísku fyrirtæki, er Electronics for Medicine nefnist. Ástæðan fyrir vali tækisins var fyrst og fremst sú, að hægt er að beita því til margs konar rannsókna á hjarta- og lungnasjúkdóm- um. Hefur slíkt tæki aldrei fyrr verið í eigu íslenzks sjúkrahúss. Með tilkomu þess skapast ný rannsóknarað- staða fyrir hjartasjúklinga hérlendis, enda eru tækin, að sögn lækna Landspítalans, beztu fáan- legu tæki sinnar tegundar og munu gjörbreyta rannsóknaraðstöðu rannsóknarstofunnar í hjartaþræðingum. Segir í fréttatilkynningu frá læknum Landspítalans, að spítalinn standi í mikilli þakkarskuld við gefendur tækisins fyrir framsýni þeirra, stórhug og dugnað til eflingar rannsóknum á hjartasjúkdómum og skyldum greinum læknisfræðinnar. Rannsóknir þær sem tækið framkvæmir eru þessar helztar: 1. Rannsóknir framkvæmdar utan á líkama sjúklinga þeim að óþægindalausu og miða að því að komast að nákvæmri sjúkdómsgreiningu, mælingu á vöðvakrafti hjartans og til mats á árangri lækninga og endurhæfingar eftir hjarta- áföll. Þær rannsóknir eru: Margrása hjarta- línuritun, þrívíddarhjartaritun, hjartahljótirit- un, ritun á slagæða- og bláæóaslætti, ritun á broddslætti hjartans. 2. Auknir möguleikar skapast í sambandi við hjartaþræðingar. Með slíkum rannsóknum fæst nákvæmust greining á hjartasjúkdómum og á hve háu stigi sjúkdómurinn er. Þannig er metið, hvort aðgerða sé þörf, enda er hjartaþræðing nær alltaf forsenda skurðaðgerða á hjarta. Vegna mikilla framfara í skurðaðgerðum við kransæðasjúkdóma er tækið sérlega mikilvægt til rannsókna á þeim sjúkdómum. Hlutverk tæk- isins í hjartaþræðingum er: Hjartalínuritun, þrýstingsmælingar i hjartahólfum og í æ'öum sem liggja að og frá hjarta, mæling á samdrátt- arhæfni hjartavöðvans, nákvæm greining og staðsetning á vissum meðfæddum hjartagöllum. 3. Fjölhæfni tækisins býður einnig upp á gagn- gerar nýjungar í rannsóknum lungnasjúkdóma hér á landi. Mun það því stuðla mjög að eflingu lungnarannsókna í rannsóknarstofu í þeim fræð- um, en hún hefur þegar verið stofnuð á Land- spítalanum. Ný innheimtuaðferð Eins og öllum hjúkrunarkonum er kunnugt, var samþykkt á síðasta aðalfundi, í júní 1971, að framvegis verði félagsgjald 9% af einum mán- aðarlaunum almennrar hjúkrunarkonu, sem nú er 16. fl. og miðað við 6 ára starf, og heimilt að greiða gjöldin í tvennu lagi. Félagsgjöldin eru nú: kr. 2500,00 í fullu starfi — 1800,00 í hálfu starfi og meira (ca. % lægri) —- 1200,00 í afleysingum (ca. i/£ lægri) — 800,00 ekki í starfi (ca. % lægri) — 250,00 hjúkrunarkonur yfir 70 ára og hj úkrunarnemar Um mánaðamót febr./marz verður innheimtur rúmur helmingur félagsgjalda hjá starfandi hjúkrunarkonum, en seinni hlutinn í sept. n.k. Hjúkrunarkonur, sem ekki eru starfandi, eru vinsamlegast beðnar að greiða félagsgjöldin, annað hvort beint til skrifstofu félagsins eða á PÓSTGÍRÓREIKNING NR. 21177. Hægt er að greiða í hvaða banka sem er, bankaútibúi eða pósthúsum. Þær innheimtuaðferðir, sem áður hafa tíðkazt, eru ekki þekktar í neinu öðru landi, að sækja greiðslur heim til hvers greiðanda, og stefnt verður að því að hjúkrunarkonur, sem ekki eru starfandi, greiði félagsgjöldin fram- vegis á póstgíróreikning félagsins nr. 21177. Skrifstofan vonar að þessi nýja innheimtuaðferð beri tilætlaðan árangur. Sumarhús HFÍ Sumarhús HFl að Munaðarnesi og Kvenna- brekka í Mosfellssveit verða leigð út næsta sumar. Húsin verða leigð út eina viku í senn, frá laugardegi til laugardags. Byrjað verður að taka á móti umsóknum þriðjudaginn 4. apríl n.k. á skrifstofu félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.