Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 35

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 35
NIÐURSTÖÐUR OG GREINAR GERÐ VARÐANDIKÖNNUN MÖGULEIKA HJÚKR UNARNÁMS Á HÁSKÓLASTIGI Til menntamálaráðuneytisins. Nefnd sú, er menntamálaráðuneytið skipaði þann 6. nóvember 1970 til að kanna möguleika á hjúkrunarnámi á háskólastigi hér á landi (þ. e. hjúkrunargrunnámi og framhaldsmenntun hjúkrunarkvenna innan háskóla), skilar hér með niðurstöðum könnunar sinnar ásamt grein- argerð um starfsemi nefndarinnar. I. Inngangur. í nefndina voru skipuð: Þorbjörg Jónsdóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla Islands, formaður (skipuð án tilnefningar), Snorri Páll Snorrason, dósent (tilnefndur af Háskóla Islands), María Pétursdóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands (tilnefnd af Hjúkrunarfélagi Islands), Páll Sig- urðsson, ráðuneytisstjóri (tilnefndur af heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu) og Elín Eggerz Stefánsson, hjúkrunarkona (skipuð án tilnefningar). Nefndin kom saman til fundar í fyrsta sinn 2. desember 1970. Haldnir voru tveir fundir á ár- inu 1970, því næst tveir fundir í janúar 1971. Or því varð ærið hlé á nefndarfundum, eða þar til 14. júní 1971. Tafir urðu af hálfu Háskóla Islands vegna afgreiðsluerfiðleika varðandi nýja þjóðfélagsfræðideild, er talin var geta skipt hugsanlega hjúkrunarnámsbraut svo miklu, að vert væri að bíða átekta. Sú bið varð lengri en vænta mátti, og reyndu nefndaraðilar að fylgja málunum eftir af fremsta megni allan tímann. 1 allt hefur nefndin komið saman til funda 12 sinnum. Þörf nefndarinnar fyrir upplýsingar hefur í aðalatriðum reynzt tvíþætt. Annars vegar eru upplýsingar frá íslenzkum aðilum, þeim er þegar annast hjúkrunarfræðslu í landinu, ásamt upp- lýsingum þeirra aðila, er hugsanlega gætu tekið að sér að einhverju eða öllu leyti hjúkrunar- fræðslu á háskólastigi. Hins vegar eru upplýs- ingar erlendra aðila, er þegar annast hjúkrunar- fræðslu á háskólastigi eða eru slíkum málum vel kunnugir og gætu því orðið vegvísir að tillögum nefndarinnar. II. Upplýsingar nefndarinnar. Hjúkrunarfræðsla í Hjúkrunarskóla íslands tekur m. a. nokkurt mið af kröfum Evrópuráðs- ins til hjúkrunargrunnnáms, en í kröfum ráðsins felst m. a. eftirfarandi: Námið skal vera: 1535 bóklegar stundir. 2300 verklegar stundir. 765 stundir að auki, sem geta verið ýmist bóklegar eða verklegar. 4600 stundir alls. Áherzla er lögð á, að verklega námið sé undir leiðsögn kennara. Samanburður á Norðurlöndum sýnir eftirfar- andi: Danmörk: 1527 5000 Finnland: 1650 2630 Noregur: 1370 3540 Svíþjóð: 1398 3200 ísland: 1530 4284 Ath. Hér er ekki 6527 stundir alls 4280 stundir alls 4910 stundir alls 4598 stundir alls 5814 stundir alls námstímans er undir leiðsögn kennara. Við verklegt nám hjúkrunarnema á Islandi skortir hjúkrunarkonur til leiðsagnar bæði á sjúkrahúsum og við heilsuverndarstörf. Við- leitni til að draga úr óæskilegri notkun hjúkrun- arnema sem vinnukrafts á sjúkrahúsum, svo sem m. a. var reynt með tilkomu sjúkraliða, hef- TÍMAEIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 25

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.