Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 23

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 23
sjálfur, og þar með draga úr vilja hans til að reyna. Aftur á móti getur hófleg aðstoð sýnt honum, hvers hann er megnug- ur, og hjálpað honum þannig til að endurheimta sjálfsvirðingu sína og sjálfstraust. Þannig er miklu betra að fá lömunarveikri konu varalit og greiðu, sem hún getur notað með annarri hendi, á meðan haldið er á speglinum fyrir hana, heldur en sjá henni fyrir hárgreiðslu og snyrtingu, á meðan hún situr auðum hönd- um. Áríðandi er að velja rétt augnablik til að láta sjúklinginn byrja ýmsar hreyfingar og at- hafnir til að hjálpa sér sjálfur. Lömunarsjúklingi eða liðagigt- arsjúklingi kann að finnast, að það að klæða sig sjálfur feli í sér óyfirstíganlega erfiðleika, þótt báðir séu tilbúnir að byrja að mata sig sjálfir. Þess vegna verður sérhver meðferð að vera líkamlega og læknisfræðilega framkvæmanleg og undir eftir- liti viðkomandi læknis. Aðstoð þá, sem sjúklingnum er látin í té, má minnka smátt og smátt, eftir því sem hæfni og sjálfstraust hans vex. Þetta krefst oft meiri sjálfsaga af starfsfólkinu en sjúklingnum. Það er erfitt að sjá hann glíma við að klæða sig úr sloppnum sínum og standast freistinguna að hjálpa honum, ekki sízt vegna þess, að það tek- ur miklu lengri tíma. Aldrei skyldi bjóða sjúklingi aðstoð, fyrr en hann hefur reynt sjálf- ur, og þá aldrei meira en þarf til að hann geti haldið athöfn- inni áfram á eigin spýtur. Fái sjúklingurinn að eiga frum- kvæðið, uppsker hann ánægjuna af því að sigrast á viðfangsefn- inu. Það gerist oft, meðan á end- urhæfingu stendur, að sjúkling- ur og iðjuþjálfari þurfa að glíma við viðfangsefni, sem sjúklingur er allsendis ófær um að leysa af hendi með venjuleg- um aðferðum. 1 slíkum tilfellum reynir á hugkvæmni iðjuþjálf- arans að finna nýja aðferð, eins og t. d. að steypa yfirhöfn yfir höfuðið í stað þess að þurfa að seilast aftur fyrir bak eftir seinni erminni. Ef verkefnið reynist of erfitt fyrir sjúkling- inn, kann að vera nauðsynlegt að nota sérstök hjálpartæki, sem annaðhvort fást í verzlunum eða smíða þarf sérstaklega. Sem dæmi má nefna, að liðagigtar- sjúklingur, sem ekki er fær um að lyfta yfirhöfn sinni og kemst því ekki í hana hjálparlaust, kynni að geta það, ef yfirhöfn- in er hengd á tvo axlakróka í réttri hæð, t. d. innan á hurð í klæðaskáp. Einnig gæti það auk- ið á hæfni hans við að lyfta hlut- um að nota eins konar spelkur til að styrkja úlnliðina og gera honum kleift að nota fingurna meira. Lömunarsjúklingur, sem spilar á spil, gæti notað eins konar hillu undir spilin. Það mundi bæði örva hann félags- lega og hlífa honum við þeirri skapraun að þurfa að leggja spilin á borðið, þar sem mótspil- ararnir geta séð þau. Mikið úrval alls kyns hjálpar- tækja er fáanlegt, t. d. til notk- unar í eldhúsum og einnig til að breyta húsgögnum og gera þau þægilegri fyrir sjúklinginn, svo sem framlengingar á stólfætur, einnig handföng til að grípa í við baðker eða steypiböð, sem gefa sjúklingnum aukið öryggi. Öll slík hjálpartæki skyldi þó nota í hófi og ekki nema nauð- syn beri til. Tæki, sem gerir sjúklingnum kleift að fram- kvæma verk þegar í stað, kann að draga úr honum við að þjálfa hæfni sína til að vinna verkið hjálparlaust. Aftur á móti eru tæki, sem krefjast svo mikillar æfingar, að þau kunna að reyn- ast óhagkvæm, þegar meta skal árangurinn annars vegar og tímann, fyrirhöfnina og sárs- aukann hins vegar. Hjálpartæki geta sjaldnast skoðazt sem var- anleg lausn, en hljóta að miðast við líkamlega getu sjúklingsins á hverjum tíma. Iðjuþjálfarinn getur fylgzt með sveiflum í getu sjúklings- ins frá degi til dags og á því auðvelt með að skrá alhliða framför eða afturför í heilsu- fari hans. Slík skýrsla getur ýmist verið stutt dagbók með almennum athugasemdum um, hvað s j úklingurinn aðhaf ðist hvern dag, eða nákvæm skýrsla um hæfni hans við að fram- kvæma ákveðin verk. Slíkt mat á hæfni sjúklingsins, sem æski- legt væri að endurtaka að meðferð lokinni, gefur ekki að- eins skýra mynd af framförum hans, en er jafnframt leiðbein- ing um það, á hvaða sviðum frek- ari þjálfunar er þörf, áður en hægt er að útskrifa hann. I viðleitni okkar til að hjálpa sjúklingnum til að verða sem ó- háðastur annarra hjálp er eitt atriði, sem ekki má gleyma. Við þekkjum öll þær hættur, sem eru samfara iangri sjúkralegu, t. d. blóðrásatruflanir (venous stasis) eða minnkaða nýrna- starfsemi (renal shutdown), en okkur hættir til að gleyma möguleikanum á sálrænum truflunum. Þegar sjúklingur er lagður inn á sjúkrahús, er ekki lengur ætlazt til, að hann taki neinar ákvarðanir sjálfur. Hann þarf ekki lengur að ákveða, hvað eða hvenær hann á að borða, hvenær hann á að taka pillurnar né hvenær hann á að fara í bað. Hann hneigist ósjálfrátt til vax- andi viljaleysis og lætur aðra um að sjá um sig. Iðjuþjálfun leitast við að sporna á móti þessari tilhneig- ingu. Á fyrstu stigum meðferð- ar verður oft að beita skipunum við að kenna sjúklingnum nýjar hreyfingar. En eins fljótt og auðið er, er sjúklingurinn hvatt- ur til að muna sjálfur, hvað Framh. á bls. 36. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.