Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 19

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 19
Stokkhólmi, V. Graff Lonnevig, deildarlækni á Sachsska barna- s j úkrahúsinu, Bengt Lager- kvist, deildarlækni á St. Görans sjúkrahúsinu og Marit Duna, félagsráðgjafa. Þessi grein er um smábörn á sjúkrahúsum og er skýrsla um rannsókn, sem gerð var fyrir nokkrum árum í Stokkhólmi, en greinin er sjálf ný. — Rannsóknin fjallaði um álit mæðra á því, hvaða áhrif sjúkra- húsvist barna á aldrinum J/> árs til 6 ára hefði haft á þau. Það var félagsráðgjafinn, sem við- tölin við mæðurnar annaðist. Hún studdist hins vegar við spurningaskrá, sem læknarnir höfðu samið. Börnin höfðu verið sjúkling- ar á Karolinska og Kronprins- essans Lovisas barnasj úkrahús- unum í Stokkhólmi. Útkoman reyndist hin sama á báðum stöð- um. Allstór hópur af börnum, sem höfðu dvalizt eina til tvær vikur þar, áttu bágara með svefn, eftir að heim var komið, gátu síður verið ein, höfðu erf- iðari skapsmuni, áttu bágara með að halda þvagi eftir þörf- um, höfðu minni matarlyst, áttu erfiðara með að bíða tækifæris til að hægja sér og áttu erfið- ara með að lynda við systkini sín. Hlutfallstala barnanna, sem höfðu truflazt meira og minna, var því hærri sem börnin voru yngri, en lækkaði verulega, úr því að 4V2 árs aldri var náð. Að vísu var einvörðungu rannsakað álit mæðranna, en höfundar þessarar greinar telja það mjög athyglisverðan vitnis- Myndir frá Sjúkraiðju- deild. Efri mynd: Einu sinni í viku söfnumst vi'ö saman, syngjum og hreyfum okkur eftir hljóðfallinu. Neðri mynd: Ævintýri, búiö til úr leir. burð, einnig það, að mikill meiri hluti smábarna sýni merki um truflað sálarjafnvægi eftir spít- alavist. En þetta er í samræmi við rannsóknir, sem aðrir hafa gert, t. d. rannsóknir dr. John Bowlby’s. Er bók hans, Maternal Care and Mental Health, skýrsla byggð á svipuðum rannsóknum, sem hann gerði á vegum Al- þ j óðaheilbr igðismálastof nunar- innar, og kom bókin fyrst út í Genf 1951. Orðið „sjúkraiðja“ nota ég yfir föndur- og myndíðakennslu og umsjón með leikjum barna á spítölum. Þar sem börn eru að sjálf- sögðu lögð inn á spítala til að fá læknismeðferð og hjúkrun, en ekki til að læra myndíð, leiki og almenn skólafög, þá er sjúkraiðja og önnur kennsla þjónusta, sem kemur inn á spít- alana vegna tilveru barnanna. Vel skipulögð og vel fram- kvæmd sjúkraiðja á barnaspít- ölum og barnadeildum á almenn- um spítölum, hefur í orðsins fyllstu merkingu jöfnum hönd- um ,,therapeutiskt“ og uppeld- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.