Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 8
Guðmundur Jóhannesson. RADÍUMMEÐFERÐ VIÐ LEGKRABBAMEINI Guðmundur Jóhannesson læknir við Landspítalann, sérfræð- ingur í kvensjúkdómum. Um langan aldur hafa skurð- lækningar verið ríkjandi með- ferð við illkynja sjúkdómum og lækningin þá í því fólgin að nema burt hið sýkta líffæri. Ár- angur slíkrar meðferðar hefur þó reynzt mjög misjafn og að- eins vel í þeim tilfellum, þar sem sjúkdómurinn hefur verið greindur alveg á byrjunarstigi. Á síðari árum hafa skurðlækn- ingar við illkynja sjúkdómum í getnaðarfærum kvenna þokað meir og meir fyrir geislameð- ferð, og á síðustu tveim ára- tugum má heita, að radíum og ytri geislun með hávolts- tækjum hafi orðið ríkjandi meðferð við leghálskrabbameini og einnig við legbolskrabba- meini. Radíum var uppgötvað þegar árið 1898 og röntgen- geislarnir þremur árum áður. Skömmu eftir síðustu aldamót tókst fyrst að lækna legháls- krabbamein með radíum. Radí- um hefur atómtöluna 226 í lotu- kerfinu. Það myndast við út- geislun úr úraníum, sem hefur atómtöluna 288, en radíum um- myndast síðan í blý (U 238 - Ra 226 - Pb 206). Þannig ummynd- ast hið geislavirka radíum í ó- geislavirkt samband, þ. e. a. s. blý. Þessi breyting tekur hundr- uð ára. Talað er um helminga- tíma og er helmingatími radí- ums 1620 ár. Radíurn gefur frá sér þrenns konar geisla, þ. e. a. s. alfa-, beta- og gammageisla. I þessu sambandi eru eingöngu gammageislarnir notaðir í lækn- ingaskyni. Alfa- og beta-geisl- arnir eru síaðir frá gamma- geislunum með y% mm þvkkri platínuþynnu, sem sett er utan um radíumnálarnar. Þannig frá gengið gefur radíum frá sér nær hreina gammageislun. Radíum gefur frá sér svokallaða harða geisla. Geislunin verður mest al- veg í næsta nágrenni geislagjaf- ans, en minnkar ört er fjær dregur. Meðalskammtur við radíummeðferð á leghálskrabba- meini er í 2ja cm fjarlægð frá miðjum leghálsinum 8000 rönt- gen, en verður 8 cm f jær, þ. e. a. s. út við grindarvegginn, aðeins 1500 röntgen. Geislunin frá rad- íum dregur þannig skammt og verður vart mælanleg, þegar komið er í 1 ]/> m fjarlægð frá geislagjafanum. Radíum hentar þannig einungis ef hægt er að koma því í eða í næsta nágrenni æxlisins. Við leghálskrabbamein liggur æxlið oftast við eða í kringum ytra leghálsopið, það er því engin tilviljun, að radíum- meðferð hefur gefið svo góða raun við flöguþekjukrabbameini á leghálsi. Ýmsar aðferðir hafa verið og eru notaðar við radíummeðferð á leghálskrabbameini. Sú aðferð, sem hér er notuð, er kennd við Stokkhólm, en upphafsmenn þeirrar meðferðar eru próf. Heyman og Kortmejer, sem báð- ir voru yfirlæknar við Radium Hemmet í Stokkhólmi. Stálsívalningur er settur upp í leghálsinn og dós í leggöngin. Við þessa meðferð eru gefnir stórir skammtar í stuttan tíma með 3 meðferðum og látnar líða 2 vikur á milli. Þessir skammtar eru hafðir nokkuð breytilegir eftir stærð og útbreiðslu æxlis- ins. Það, sem ákveður geisla- verkunina á æxlið og aðliggjandi vefi, er margfeldið af radíum- magninu og tímanum, sem það er látið verka. Við hverja með- ferð er geislun í blöðru og enda- þarmi mæld með svokölluðum gammamæli, en það veitir mikið öryggi gegn skaðlega stórum skömmtum. Meðalskammtur, sem gefinn er hér, er 7200 mg radíum-stundir, sem gefur 6000 -8000 röntgen í punkt A í grind- inni, en hann er 2 cm frá mið- punkti leghálsins. Þegar að rad- íummeðferðinni lokinni er gef- in ytri geislun, áður með rönt- gen, en nú með kobolt 60 og þá gefið 4000-5000 röntgen í tu- mor-skammt, mitt í grindarhol- ið. Radíummeöferð við legbols- krabbameini. lllkynja æxli eru mjög mis- næm fyrir geislaáhrifum. Þau æxli, sem líkjast mikið þeim vef, sem þau eru vaxin upp úr, eru yfirleitt ekki geislanæm, þar sem aftur á móti hin, sem eru 2 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.