Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Qupperneq 8
Guðmundur Jóhannesson.
RADÍUMMEÐFERÐ
VIÐ LEGKRABBAMEINI
Guðmundur Jóhannesson læknir
við Landspítalann, sérfræð-
ingur í kvensjúkdómum.
Um langan aldur hafa skurð-
lækningar verið ríkjandi með-
ferð við illkynja sjúkdómum og
lækningin þá í því fólgin að
nema burt hið sýkta líffæri. Ár-
angur slíkrar meðferðar hefur
þó reynzt mjög misjafn og að-
eins vel í þeim tilfellum, þar
sem sjúkdómurinn hefur verið
greindur alveg á byrjunarstigi.
Á síðari árum hafa skurðlækn-
ingar við illkynja sjúkdómum í
getnaðarfærum kvenna þokað
meir og meir fyrir geislameð-
ferð, og á síðustu tveim ára-
tugum má heita, að radíum
og ytri geislun með hávolts-
tækjum hafi orðið ríkjandi
meðferð við leghálskrabbameini
og einnig við legbolskrabba-
meini. Radíum var uppgötvað
þegar árið 1898 og röntgen-
geislarnir þremur árum áður.
Skömmu eftir síðustu aldamót
tókst fyrst að lækna legháls-
krabbamein með radíum. Radí-
um hefur atómtöluna 226 í lotu-
kerfinu. Það myndast við út-
geislun úr úraníum, sem hefur
atómtöluna 288, en radíum um-
myndast síðan í blý (U 238 - Ra
226 - Pb 206). Þannig ummynd-
ast hið geislavirka radíum í ó-
geislavirkt samband, þ. e. a. s.
blý. Þessi breyting tekur hundr-
uð ára. Talað er um helminga-
tíma og er helmingatími radí-
ums 1620 ár. Radíurn gefur frá
sér þrenns konar geisla, þ. e. a.
s. alfa-, beta- og gammageisla.
I þessu sambandi eru eingöngu
gammageislarnir notaðir í lækn-
ingaskyni. Alfa- og beta-geisl-
arnir eru síaðir frá gamma-
geislunum með y% mm þvkkri
platínuþynnu, sem sett er utan
um radíumnálarnar. Þannig frá
gengið gefur radíum frá sér nær
hreina gammageislun. Radíum
gefur frá sér svokallaða harða
geisla. Geislunin verður mest al-
veg í næsta nágrenni geislagjaf-
ans, en minnkar ört er fjær
dregur. Meðalskammtur við
radíummeðferð á leghálskrabba-
meini er í 2ja cm fjarlægð frá
miðjum leghálsinum 8000 rönt-
gen, en verður 8 cm f jær, þ. e. a.
s. út við grindarvegginn, aðeins
1500 röntgen. Geislunin frá rad-
íum dregur þannig skammt og
verður vart mælanleg, þegar
komið er í 1 ]/> m fjarlægð frá
geislagjafanum. Radíum hentar
þannig einungis ef hægt er að
koma því í eða í næsta nágrenni
æxlisins. Við leghálskrabbamein
liggur æxlið oftast við eða í
kringum ytra leghálsopið, það
er því engin tilviljun, að radíum-
meðferð hefur gefið svo góða
raun við flöguþekjukrabbameini
á leghálsi.
Ýmsar aðferðir hafa verið og
eru notaðar við radíummeðferð
á leghálskrabbameini. Sú aðferð,
sem hér er notuð, er kennd við
Stokkhólm, en upphafsmenn
þeirrar meðferðar eru próf.
Heyman og Kortmejer, sem báð-
ir voru yfirlæknar við Radium
Hemmet í Stokkhólmi.
Stálsívalningur er settur upp
í leghálsinn og dós í leggöngin.
Við þessa meðferð eru gefnir
stórir skammtar í stuttan tíma
með 3 meðferðum og látnar líða
2 vikur á milli. Þessir skammtar
eru hafðir nokkuð breytilegir
eftir stærð og útbreiðslu æxlis-
ins. Það, sem ákveður geisla-
verkunina á æxlið og aðliggjandi
vefi, er margfeldið af radíum-
magninu og tímanum, sem það
er látið verka. Við hverja með-
ferð er geislun í blöðru og enda-
þarmi mæld með svokölluðum
gammamæli, en það veitir mikið
öryggi gegn skaðlega stórum
skömmtum. Meðalskammtur,
sem gefinn er hér, er 7200 mg
radíum-stundir, sem gefur 6000
-8000 röntgen í punkt A í grind-
inni, en hann er 2 cm frá mið-
punkti leghálsins. Þegar að rad-
íummeðferðinni lokinni er gef-
in ytri geislun, áður með rönt-
gen, en nú með kobolt 60 og þá
gefið 4000-5000 röntgen í tu-
mor-skammt, mitt í grindarhol-
ið.
Radíummeöferð við legbols-
krabbameini.
lllkynja æxli eru mjög mis-
næm fyrir geislaáhrifum. Þau
æxli, sem líkjast mikið þeim
vef, sem þau eru vaxin upp úr,
eru yfirleitt ekki geislanæm, þar
sem aftur á móti hin, sem eru
2 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS