Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 12
stöðugt við húð, koma gjarnan afrifur og sár. Fyrir konur, sem stunda íþróttir, eru stór brjóst til trafala, og margar konur, sem hafa stór brjóst, veigra sér við að iðka sund eða aðrar íþróttir, útlitsins vegna. Loks má minnast á það, að stór brjóst eru yfirleitt lakari til mjólkur- framleiðslu en þau, sem minni eru, og kvillar í þeim algengari eftir barnsburð. Aðgerðir þær, sem hér verð- ur sagt frá, miða allar að því að minnka óeðlilega stór brjóst, en þær má einnig nota til þess að laga brjóst, sem eru óeðli- lega síð eða slöpp eftir barns- burði eða megrun. Þá má og nota þær til þess að jafna brjóst, sem eru misstór, en slíkt er ekki óalgengt. Fyrsta aðgerð, sem sögur fara af til að lagfæra brjóst, mun hafa verið framkvæmd og birt af Durstham, brezkum skurð- lækni, árið 1669, en eftir því sem næst verður komizt, mun hann hafa numið burt mestan hluta brjóstanna án þess að reyna að halda lagi þeirra. Síðar er ekki getið um að- gerðir á brjóstum vegna óeðli- legrar stærðar fyrr en árið 1854, en þá birti Velpeau rann- sóknir á síðum brjóstum og að- gerðir á þeim. Á þessari öld, en þó einkum eftir 1930, hefur birzt í fag- tímaritum fjöldi greina um brjóstaðgerðir, og eru aðferðir til að minnka brjóst orðnar all- margar og mai-gvíslegar. Þær skiptast þó aðallega í tvo flokka. Annars vegar aðgerðir, sem taka ekki tillit til mjólkurframleiðslu brjóstanna og byggjast á því að skera burt mestan hluta brjóstsins og síðan laga það, sem eftir verður. Geirvartan er þá tekin af sem frítt „fullhúðar- transplantat“ og flutt sem slík á viðeigandi stað á brjóstinu. Aðgerð þessi hefur verið all- mikið notuð í Bandaríkjunum, en minna í Evrópu og hér á Is- landi hefur hún eingöngu verið notuð hjá konum yfir fimmtugt með mjög stór brjóst. Hvað út- lit snertir, er árangur af þess- um aðgerðum ekki eins góður og af þeim, sem getið verður um hér á eftir. Brjóstin verða venjulega flöt og geirvartan að- eins flatur, dökkur blettur og að sjálfsögðu tilfinningalaus. En aðgerðin er einföld og fljót- leg og nær tilgangi sínum, ef aðalatriðið er að minnka brjóst- in. Hins vegar eru allar aðrar aðgerðir til að minnka brjóst, að nema burt hluta af brjóst- inu, en flytja geirvörtuna á ein- um eða tveimur stilkum, með eðlilegri blóðrás og helzt eðli- legri tilfinningu og hæfni til mjólkurgjafa. Með þessum aðgerðum fæst að öllum jafnaði viðunandi árangur hvað útlit snertir, en tilfinning í geirvörtunum eftir aðgerðirnar er mjög misjöfn, og menn eru alls ekki á eitt sáttir um hæfni brjóstanna til mjólk- urgjafa. En þess ber að gæta, að þau brjóst, sem gera þarf að- gerð á, mundu hvort eð er vera lélegir mjólkurgjafar. Sú aðgerð, sem mest er notuð í heiminum í dag við að minnka brjóst, er kennd við sænskan skurðlækni, Jan Olof Strömbeck að nafni. Þessi aðgerð hefur ver- ið mest notuð hér á Islandi, en einnig hefur verið notuð aðgerð, sem byggist á sömu grundvall- aratriðum og er kennd við ann- an sænskan skurðlækni, Tliord Skoog að nafni. Sá galli er á þessum aðgerðum, að þegar frá líður hættir brjóstunum við að verða í flatara lagi og geirvart- an vill á stundum vísa aðeins upp á við og dragast inn. Þetta er þó minna áberandi, ef síð- arnefnda aðferðin er notuð. Kosturinn við þessar aðgerðir fram yfir hinar eldri er fyrst og fremst sá, að þær eru til- tölulega einfaldar í framkvæmd og árangur því nokkuð jafn, en bezti árangur næst ekki nema sá, sem framkvæmir þær, hafi allmikla æfingu. Hvað útlit snertir, verður árangurinn að öðru jöfnu beztur hjá þeim kon- um, sem hafa aðeins stór og þung brjóst, en eru ekki feit- lagnar að öðru leyti, svo og hjá konum, sem hafa fyrst og fremst sigin brjóst. Hjúkrun eftir brjóstaðgerðir er tiltölulega einföld. Venjulega er búið um brjóstin eftir að- gerðina með einhvers konar þrýstingsumbúðum, einna helzt teygjuplástursumbúðum, ef plásturinn þolist, og kerar eru settir í sárin til að hleypa út blóði og vökva frá hinum stóra sárfleti. Sé talin veruleg hætta á blæðingu eða mikilli vessa- söfnun, eru settir inn sogkerar. Fyrst eftir aðgerðina þarf að sjálfsögðu að fylgjast með blóð- þrýstingi sjúklinganna, þvi að hér er um allmikla aðgerð að ræða. Blæðing er alltaf talsverð, meðan á henni stendur, og blæð- ingarhætta er fyrir hendi eftir á. Þá þarf að fylgjast með litn- um á geirvörtunum, en verði þær bláleitar eftir aðgerðina, bendir það til þess, að hindrun sé á blóðrás að þeim eða frá. Eftir þær aðgerðir, sem nefndar hafa verið hér að fram- an og aðallega hafa verið not- aðar hér á Islandi, þurfa sjúkl- ingarnir aðeins að liggja í rúm- inu í tvo til þrjá daga, en strax á öðrum degi eiga þeir að setj- ast framan á og byrja á fóta- og öndunaræfingum. Saumar eru teknir á 7.—12. degi, en sjaldnast þurfa þessir sjúkling- ar að dveljast lengur á sjúkra- húsi en eina viku. Þegar allir saumar hafa verið teknir, þarf að fá góðan brjóstahaldara, hæfilega stóran, sem heldur vel að brjóstunum, og er æskilegt að nota slíkan brjóstahaldara í að minnsta kosti 3 mánuði eftir aðgerðina. Helztu fylgikvillar eftir brjóstaaðgerðir eru: Drep í geir- vörtunni, sem stafar venjulega 6 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.