Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 38
Mnrgrét Jóhannsdóttir. FRÆÐSL URÁÐSTEFNUR BSR B AÐ MUNAÐARNESI Margrét Jóhannsdóttir yfir- hjúkrunarkona viö svæfingar- deild Landspítalans. ÉG hef verið beðin að segja lítillega frá fræðslunámskeið- um, sem haldin voru að Munað- arnesi af fræðslunefnd BSRB, hið fyrra dagana 28. til 31. októ- ber 1971 og hið síðara 18. til 21. nóvember 1971, þar sem ég var þátttakandi á báðum námskeið- unum. Mér er þetta ljúft, en ekkert um of létt. Hversu mörgum hef- ur ekki liðið eins og mér, þegar þau hafa verið beðin að skrifa greinarkorn fyrir blaðið sitt, hugsað sem svo, þegar þau voru búin að láta hafa út úr sér „já- ið“: „Æ, hví sagði ég nú ekki í staðinn „nei“, ég get þetta alls ekki.“ En fyrir mér fór eins og svo mörgum, jáið hraut af vör- um mér, áður en ég vissi, hverju ég var að lofa, og hér sit ég nú kófsveitt með pennann minn og ætla að reyna að segja ykkur frá erilsömum, en ánægjulegum dög- um í Munaðarnesi. Öllum banda- lagsfélögunum var gefinn kost- ur á að senda þátttakendur, og var þátttaka mjög góð, það týnd- ust nefnilega engir úr lestinni, eins og oft vill verða á fræðslu- ráðstefnum, sem haldnar eru í bæjum og borgum. Dagana 28.-81. okt. var við- fangsefni fræðslunámskeiðsins Samningsréttur opinberra starfsmanna og starfsmatið. Fimmtudaginn 28. okt. 1971 kl. 17.15 var lagt af stað frá bækistöðvum BSRB, Bræðra- borgarstíg 9, áleiðis að Munað- arnesi í Bórgarfirði, með um 50 þátttakendur, af þeim voru 6 þátttakendur frá Hjúkrunarfé- lagi Islands. Þau voru Fjóla Tómasdóttir, Gerða Ásrún Jóns- dóttir, Rögnvaldur Stefánsson og 2 hjúkrunarnemar, Bryndís Konráðsdóttir og Guðríður Har- aldsdóttir, og var það okkur sönn ánægja að kynnast þeim og hafa sem félaga þessa daga, sem liðu allt of fljótt, þær voru opn- ar fyrir öllu og öllum, betur að fleiri væru svo, þá er félagsmál- um HFÍ engin hætta búin, og að síðustu sögumaður. María Pét- ursdóttir, formaður félags okk- ar, gat ekki komizt fyrr en á föstudeginum og varð því miður að fara þegar á laugardags- morguninn. Eftir þægilega keyrslu rann bifreiðin í hlað við veitingaskál- ann að Munaðarnesi kl. 20.10, þar sem setzt var að kvöldverð- arborði. Hið prýðilegasta fæði var allan tímann, og sá Leopold Jóhannesson veitingamaður í Hreðavatnsskála um það, en hann er ekki aldeilis einn, þar sem eru eiginkona hans og hjálp- arstúlkur. Það eina, sem ég gæti fundið að veitingunum, er, að þær voru helzt til góðar. Það var því á fleiri en einn veg, sem maður var að bæta við sig, þó 1. Hjúkrunarfræði, þar undir heyrir: almenn hjúkrunarfræði, sérgreinahjúkrun sjúkl- inga, heilsuverndarhjúkrun, hjúkrunarsið- fræði og hjúkrunarsaga. 2. Líffæra- og lífeðlisfræði (meðtalin erfða- fræði), eðlis- og efnafræði, líffærameina- fræði og sýklafræði. 3. Sálarfræði, félagsfræði. 4. Stjórnun og þar undir sérstaklega stjórnun heilbrigðisstofnana og almenn verkstjórn. 5. Tölfræði, rannsóknaraðferðir. 6. Almenn heilbrigðisfræði, lyflæknisfræði, handlæknisfræði, geðsjúkdómafræði, kven- sjúkdómafræði, lyfjafræði og aðrar sér- greinar í læknisfræði, sem nauðsyn þætti að kenna sem sérgreinar. Þess ber að geta, að framangreind frumdrög að námsskrá fela eigi í sér tillögur um hlutföll námsins. Ætlunin er, að hjúkrunarfræði yrðu kennd af hálfu Hjúkrunarskóla íslands. Aðrar námsgreinar ætti að kenna í Háskóla íslands, og þær, sem hér hafa verið upp taldar, eru í dag kenndar í Háskóla Islands, svo að um kennslu nýrra greina þar er ekki að ræða. 28 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.