Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 38
Mnrgrét Jóhannsdóttir. FRÆÐSL URÁÐSTEFNUR BSR B AÐ MUNAÐARNESI Margrét Jóhannsdóttir yfir- hjúkrunarkona viö svæfingar- deild Landspítalans. ÉG hef verið beðin að segja lítillega frá fræðslunámskeið- um, sem haldin voru að Munað- arnesi af fræðslunefnd BSRB, hið fyrra dagana 28. til 31. októ- ber 1971 og hið síðara 18. til 21. nóvember 1971, þar sem ég var þátttakandi á báðum námskeið- unum. Mér er þetta ljúft, en ekkert um of létt. Hversu mörgum hef- ur ekki liðið eins og mér, þegar þau hafa verið beðin að skrifa greinarkorn fyrir blaðið sitt, hugsað sem svo, þegar þau voru búin að láta hafa út úr sér „já- ið“: „Æ, hví sagði ég nú ekki í staðinn „nei“, ég get þetta alls ekki.“ En fyrir mér fór eins og svo mörgum, jáið hraut af vör- um mér, áður en ég vissi, hverju ég var að lofa, og hér sit ég nú kófsveitt með pennann minn og ætla að reyna að segja ykkur frá erilsömum, en ánægjulegum dög- um í Munaðarnesi. Öllum banda- lagsfélögunum var gefinn kost- ur á að senda þátttakendur, og var þátttaka mjög góð, það týnd- ust nefnilega engir úr lestinni, eins og oft vill verða á fræðslu- ráðstefnum, sem haldnar eru í bæjum og borgum. Dagana 28.-81. okt. var við- fangsefni fræðslunámskeiðsins Samningsréttur opinberra starfsmanna og starfsmatið. Fimmtudaginn 28. okt. 1971 kl. 17.15 var lagt af stað frá bækistöðvum BSRB, Bræðra- borgarstíg 9, áleiðis að Munað- arnesi í Bórgarfirði, með um 50 þátttakendur, af þeim voru 6 þátttakendur frá Hjúkrunarfé- lagi Islands. Þau voru Fjóla Tómasdóttir, Gerða Ásrún Jóns- dóttir, Rögnvaldur Stefánsson og 2 hjúkrunarnemar, Bryndís Konráðsdóttir og Guðríður Har- aldsdóttir, og var það okkur sönn ánægja að kynnast þeim og hafa sem félaga þessa daga, sem liðu allt of fljótt, þær voru opn- ar fyrir öllu og öllum, betur að fleiri væru svo, þá er félagsmál- um HFÍ engin hætta búin, og að síðustu sögumaður. María Pét- ursdóttir, formaður félags okk- ar, gat ekki komizt fyrr en á föstudeginum og varð því miður að fara þegar á laugardags- morguninn. Eftir þægilega keyrslu rann bifreiðin í hlað við veitingaskál- ann að Munaðarnesi kl. 20.10, þar sem setzt var að kvöldverð- arborði. Hið prýðilegasta fæði var allan tímann, og sá Leopold Jóhannesson veitingamaður í Hreðavatnsskála um það, en hann er ekki aldeilis einn, þar sem eru eiginkona hans og hjálp- arstúlkur. Það eina, sem ég gæti fundið að veitingunum, er, að þær voru helzt til góðar. Það var því á fleiri en einn veg, sem maður var að bæta við sig, þó 1. Hjúkrunarfræði, þar undir heyrir: almenn hjúkrunarfræði, sérgreinahjúkrun sjúkl- inga, heilsuverndarhjúkrun, hjúkrunarsið- fræði og hjúkrunarsaga. 2. Líffæra- og lífeðlisfræði (meðtalin erfða- fræði), eðlis- og efnafræði, líffærameina- fræði og sýklafræði. 3. Sálarfræði, félagsfræði. 4. Stjórnun og þar undir sérstaklega stjórnun heilbrigðisstofnana og almenn verkstjórn. 5. Tölfræði, rannsóknaraðferðir. 6. Almenn heilbrigðisfræði, lyflæknisfræði, handlæknisfræði, geðsjúkdómafræði, kven- sjúkdómafræði, lyfjafræði og aðrar sér- greinar í læknisfræði, sem nauðsyn þætti að kenna sem sérgreinar. Þess ber að geta, að framangreind frumdrög að námsskrá fela eigi í sér tillögur um hlutföll námsins. Ætlunin er, að hjúkrunarfræði yrðu kennd af hálfu Hjúkrunarskóla íslands. Aðrar námsgreinar ætti að kenna í Háskóla íslands, og þær, sem hér hafa verið upp taldar, eru í dag kenndar í Háskóla Islands, svo að um kennslu nýrra greina þar er ekki að ræða. 28 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.