Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 4
Félögum er skylt að bera félagsmerkið, á
meðan þeir gegna hjúkrunarstörfum. Þó séu
hjúlcrunarkonur á geðsjúkrahúsum undan-
þegnar þeirri skyldu.
Breytingar á heimilisfangi skal tilkynna
stjórn félagsins, að öðrum kosti verður
póstur sendur á þann stað, er síðast var til-
kynntur sem heimilisfang.
Úrsögn úr félaginu skal tilkynna stjórn-
inni skriflega, og skal félagi þá vera skuld-
laus við félagið.
9. gr.
Ársgjöld skulu ákveðin á aðalfundi og
skulu greidd fyrirfram ár hvert fyrir lok
marzmánaðar.
Heimilt er þó að greiða ársgjöld í tvennu
lagi, og skulu þau þá vera greidd að fullu
fyrir 1. október.
Stjórnin tekur ákvörðun um, hvort fella
megi niður félagsgjöld um tíma vegna erf-
iðra fjárhagsástæðna.
10. gr.
Hafi félagi eigi greitt gjöld sín til félags-
ins í 2 ár, her stjórninni að taka ákvörðun
um innheimtu. Sinni félagi því ekki, missir
viðkomandi kosningarétt og kjörgengi, þar
til skuldin er greidd.
11. gr.
Reikningsár félagsins skal miðað við ára-
mót. Á aðalfundi skal leggja fram nákvæma
skýrslu yfir tekjur og gjöld félagsins og
gera grein fyrir fjárhag þess.
Stjórnir sjóða, sem eru í eigu félagsins,
skulu senda gjaldkera yfirlit yfir fjárhag
sjóðanna árlega, og skulu þeir reikningar
fylgja með aðalreikningi til endurskoðunar.
Reikningana ber að endurskoða af lög-
giltum endurskoðanda og tveimur félögum
Hjúkrunarfélags fslands. Skulu þeir kosn-
ir á aðalfundi til tveggja ára í senn.
12. gr.
Hjúkrunarfélag íslands skal gefa út
tímarit, og greiðir félagið útgáfukostnað
þess. Öllum félögum skal sent tímaritið, og
er greiðsla þess innifalin í félagsgjaldi
þeirra.
Ritstjóri tímaritsins skal vera ábyrgðar-
maður þess.
13. gr.
Stjórn félagsins skipa 7 félagar. Kjör-
tímabil er 4 ár. Formaður skal kosinn sér-
staklega fjórða hvert ár og aðrir stjórn-
endur þannig, að 2 þeirra gangi úr stjórn-
inni í senn, þegar ekki er kosinn formaður.
Endurkosning er heimil, en þó má stjórn-
araðili ekki sitja lengur en 8 ár samfellt.
Stjórnin kýs sér sjálf varaformann og
skiptir að öðru leyti með sér verkum.
Kosning varamanna fer fram með sama
hætti og kosning stjórnarmanna, þannig
að 7 menn eru í varastjórn. Koma vara-
menn til starfa í forföllum aðalmanna (í
þeirri röð, sem þeir eru kosnir).
Kjörgengir í stjórn eru þeir, sem eru
fullgildir félagar í HFÍ.
Hjúkrunarnemar tilnefna einn áheyrnar-
fulltrúa og varamann, og hefur hann til-
lögurétt á stjórnarfundum en ekki atkvæð-
isrétt. Sama rétt til fundarsetu hefur full-
trúi trúnaðarráðs, sbr. 20. gr., svo og rit-
stjóri Tímarits HFl.
Verði autt sæti stjórnarmanns á milli
aðalfunda, velur stjórnin sjálf mann í hið
auða sæti og gildir kjör hans til næsta að-
alfundar. Á stjórnarfundum ræður fjöldi
atkvæða. Séu atkvæði jöfn, ræður atkvæði
formanns úrslitum.
14. gr.
Fjórum mánuðum fyrir aðalfund skipar
stjórn félagsins 3 félaga í nefndanefnd
(uppstillingarnefnd) og 3 félaga í kjör-
stjórn. Nefndanefnd (uppstillingarnefnd)
tekur við tilnefningu um stjórnendur og
sér um undirbúning stjórnarkosningar. Ber-
ist fleiri tilnefningar um stjórnendur en
kjósa á hverju sinni, skal fara fram skrif-
leg leynileg kosning.
Kjörstjórn skal þá senda atkvæðaseðla
öllum félögum utan Reykjavíkur, Seltjarn-
arness, Kópavogs, Garðahrepps og Hafnar-
2
-i