Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 45

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 45
Það skal tekið fram, að öll dag- heimilin við sjúkrahúsin eru fullsetin sem stendur. GuAniundur Skúlasun, frain- kva‘mdasf júri Iluilsuvorndar- sliiAvar Iloykjavíkur. Þið eruð ekki með barnagæzlu á vegum Heilsuvemdarstöðvar- innar, er það? Nei, við höfum ekki farið út í það ennþá. Þetta vandamál hefur verið rætt, og frumkönnun hefur far- ið fram af félagsráðgjafa okk- ar. Þær athuganir leiddu í ljós, að þörf er fyrir gæzlu 24 barna sérmenntaðs starfsfólks Heilsu- verndarstöðvarinnar. Satt að segja hefur þetta ekki hamlað starfsemi stöðvarinnar, en vissulega orðið nokkru starfs- fólki okkar til óþæginda. Við munum þó frekar velja þá leið að fá aðgang að dag- heimili fyrir börn starfsfólks okkar en stofnsetja eigið heim- ili. T. d. höfum við athugað möguleika í sambandi við barna- heimili Borgarspítalans. Þar er í undirbúningi stækkun heimil- isins, svo að væntanlega getur orðið um aðstöðu þar að ræða. ItadiummoAforA viA legkrabbnmeiui. Framh. af hls. 3. ursýkingu í árslok 1971. Af þeim 7, sem dáið hafa, eru 3 konur, sem ekki höfðu fengið fulln- aðarmeðferð vegna aldurs og las- leika, tvær 86 ára og ein 75 ára. Fjórar af þessum konum hafa látizt af öðrum sjúkdómum. Á þessum sjúklingum hefur í flest- um tilfellum verið um að ræða geislameðferð, fyrst með radíum og síðan ytri geislun kobolt 60. Á sama tíma hafa verið með- höndlaðar á Landspítalanum 28 konur með krabbamein í leg- bol. Af þeim eru 26 á lífi og án einkenna um endursýkingu. Árangur meðferðar á illkynja sjúkdómum byggist á þremur höfuðatriðum: 1 fyrsta lagi, að sjúkdómurinn sé greindur á byrjunarstigi, í öðru lagi á full- kominni meðferð, og í þriðja lagi á eftirliti með þeim sjúkl- ingum, sem meðhöndlaðir hafa verið, með það fyrir augum að uppgötva í tíma þau endursýk- ingartilfelli, sem fram kunna að koma, og gefa viðhlítandi með- ferð. Með tilliti til allra þessara þriggja atriða hefur að mínum dómi orðið talsverð framför á síðustu árum hérlendis. Hefur í því sambandi vafalítið mesta þýðingu starfsemi Leitarstöðv- ar B, sem tók til starfa á miðju ári 1964 á vegum Krabbameins- félags Islands. Stundum heyrir maður fleygt þeirri spurningu, jafnvel meðal hjúkrunarnema og hjúkrunar- kvenna, hvort það sé ómaksins vert að reyna meðferð við krabbameinssjúklinga. Slík svartsýni stafar að öllum lík- indum af því, að viðkomandi sér fyrst og fremst þá sjúklinga, sem liggja inni á sjúkrahúsum og ekki hefur tekizt að lækna. Eftir að hafa séð stór æxli á leg- hálsi hverfa fullkomlega með tveimur radíumgeislunum, hef ég sannfærzt um gildi þess- arar meðferðar. Það er rétt að geta þess, að af þeim 28 konum, sem greindar voru á síðustu þremur árum með legbols- krabbamein, voru þær tvær, sem dáið hafa, báðar komnar með meinvörp, þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist. Ilvers vpiíiiíi ,,sjiikraiAja*f? Framh. af bls. 15. aldri að finna, að þau séu vel- komin í spítalaskólann, og það er mikils virði fyrir þau börn, sem eru rúmföst, að kennarinn líti til þeirra, strax og læknir þeirra telur, að þau hafi heilsu til að fylgjast ofurlítið með. Þótt börn eigi ekki aftur- kvæmt í skólann sinn, er mikils virði fyrir þau að geta sótt spít- alaskólann (eins og hin börnin), á meðan kraftar endast. Yfir skólaárið er skóli eðli- legur þáttur í daglegu lífi barna, og það að geta gengið daglega í skólann eða að fá kennarann að rúmstokknum til sín er einn þátturinn í að viðhalda sem eðli- legustu lífi fyrir þau, meðan á spítalavist stendur. Þannig vinnur kennarinn með okkur til að halda börnunum virkuni andlega og líkamlega, eftir því sem heilsa þeirra leyf- ir. Það er mikils virði fyrir þau að vera metin og finna þann persónulega áhuga, sem kennar- inn veitir þeim. Börn, sem hafa fyrir stafni það, sem þau finna að skiptir máli og þau hafa hugann við, eru miklu hamingjusamari og afslappaðri én þau, sem haldið er óvirkum. Á vorin ganga allt- af einhver börn undir almenn próf á spítalanum. Flest börn, sem koma á spít- alann og eru á skólaskyldualdri, óska eftir að fá að fylgjast með í skólanum. Þó eru einstaka börn, sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða og gera allt til þess að losna við skólann. Það hefur sýnt sig, að takist okkur að hjálpa þessum börnum, svo að þau verði það jákvæð, að þau vilja fylgja hinum börnunum í skólann, þá eru þau orðin í raun og veru ánægðari, og það er sannarlega þess virði að fórna tíma og áreynslu til að ná slíku sambandi við þau. Svo eru börn, sem þurfa sér- kennslu. Áhugasamur, næmur og reyndur kennari getur svo að segja hjálpað hverju barni til að halda áfram að læra í ein- hverri mynd, þótt ástand sjúkl- ingsins sýnist í fljótu bragði gera það vonlaust. Við á Sjúkraiðjudeildinni höf- um daglega fundi og mætir barnakennarinn tvisvar í viku. Við tölum saman um ýmis vandamál, sem kunna að koma TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.