Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 9

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 9
mikið frábrugðin þeim vef, sem þau eru vaxin upp úr, eru meira geislanæm. Legbolskrabbamein- ið er vaxið upp úr kirtilþekjunni í endometrium og er yfirleitt vel differencierað, þ. e. a. s. með sýnilegar kirtilmyndanir, og líkist þannig mjög þeim móður- vef, sem það er vaxið frá, það er því ekki sérlega næmt fyrir geislaáhrifum. Þó hefur reynsl- an sýnt, að þessi æxli svara vel við radíummeðferð. Skurðað- gerð, þ. e. a. s. legnám, hefur verið lengst af ríkjandi meðferð við þessum sjúkdómi. Þó hefur á seinni árum radíummeðferð rutt sér mjög til rúms, en sú lækn- ingaaðferð, sem hefur sýnt tví- mælalausa yfirburði, er samhæf ð geislameðferð og skurðlækning- ar. Legholið er þá pakkað með stálhylkjum, sem innihalda rad- íum. Með þessu móti er tryggt, að geislagjafinn komist alveg að æxlinu, sem oftast er bundið við yfirborð slímhúðarinnar í leg- bolnum. Venjulega eru gefnar 2-3 slíkar meðferðir og eftir 6 vikur er legið fjarlægt og jafn- framt teknir eggjastokkarnir. 1 flestum tilfellum finnst enginn lifandi æxlisvefur eftir í leginu, sem þannig er tekið eft- ir radíummeðferð. Ástæðan fyr- ir því, að aðgerð er talin nauð- synleg, er sú reynsla, að þessi æxli hafa tilhneigingu til að byrja að vaxa að nýju löngu síð- ar, og hef ég séð dæmi þess, að Mynd 1 sýnir stálsívalning, sem settur er upp í leghálsinn, og dós, sem komið er fyrir í leggöngun- um. Mynd 2 sýnir geislun frá sjúkl- mgum, sem liggja með radíum. í næsta nágrenni rúmsins eða miðsvæðis, þegar staðið er við i'úmið, verður geislunin 100 m. i'öntgen á lclst., en við höfða- gaflinn aðeins 20. sjúklingur hefur á ný verið kom- inn með legbolskrabbamein 20 árum eftir meðferð. Auk þessa reynist í talsverðum fjölda þess- ara sjúklinga æxlið hafa vaxið yfir á eggjastokkana þegar við fyrstu greiningu, en með skurð- aðgerð eftir geislun reynist oft hægt að bjarga slíkum sjúkling- um. Skaðleg áhrif geisla á sjúkling og hjúkrunarlið. Það er ekki vitað í einstökum atriðum, hvernig geislar verka á hina ýmsu vefi líkamans eða í hvaða verkunum lækningamátt- ur þeirra er fólginn í sambandi við illkynja sjúkdóma. Ungar frumur og þær sem eru í örastri skiptingu eru næmastar fyrir geislaáhrifum, þannig er egg- frumum konunnar mest hætt. Við geislun vegna legháls- krabbameins eða annarra ill- kynja sjúkdóma í getnaðarfær- um konunnar eyðileggjast und- antekningarlítið eggj astokkarn- ir og konan verður ófrjó. Minni- háttar erting eða meiri skemmd getur átt sér stað í nærliggjandi líffærum og þá algengast í enda- þarmi eða blöðru, og þegar verst lætur, getur þetta leitt til dreps í vefnum með fistil-myndun. Langalgengust einkenni um geislaverkanir eru blöðrubólgu- einkenni og enteritis-einkenni með niðurgangi. Má segja, að slík einkenni séu tiltölulega al- geng í sambandi við geislameð- ferð, aftur á móti meiriháttar skemmdir mjög sjaldgæfar og koma ekki oftar fyrir en í 1-2 tilfellum af hundraði meðhöndl- aðra sjúklinga. Slæmar geisla- reactionir hafa orðið sjaldgæf- ari nú á seinni árum, einfaldlega vegna þess að mönnum hefur skilizt, að ekki væri allt fengið með því að gefa sem stærsta skammta. Við klimacteriskum einkennum, sem koma vegna castrationar af geislun, má í flestum tilfellum gefa sjúklingi hormóna, sem aðeins eru bann- aðir, ef um hefur verið að ræða kirtilmyndandi krabbamein. Með þeim varúðarráðstöfun- um, sem nú eru við hafðar, má heita að hættan fyrir starfsfólk sé hverfandi. Talið er, að á stofnunum, þar sem umsetningin er 50.000 mg röntgen á ári, verði há- mai-ksgeislun á hjúkrunarlið sem svarar einu röntgen eða 1000 m. rtg., en það er tilsvar- andi geislun, sem fæst við eina hrygg-myndatöku. Árangur geislameðferðar á corpus canser er betri en af skurðaðgerð. Síðustu 3 árin höfum við á Landspítalanum fengið til með- ferðar 46 sjúklinga með krabba- mein í leghálsi. Af þeim eru 39 lifandi og án einkenna um end- Framh. á bls. 35. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.