Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 39
að ekki hafi verið ætlunin hjá mér að bæta á þverveginn, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Og ekki gefst mikill tími til ,,göngutrimms“. Ef einhver hef- ur verið að vonast til þess, áð- ur en lagt var af stað, þá komst sá hinn sami fljótt að raun um allt annað. Að loknum kvöldverði bauð Karl Guðjónsson, formaður fræðslunefndar, þátttakendur velkomna, kallaði upp hvern og einn fyrir sig til að taka á móti nafnmerki og möppu með ýms- um gögnum fyrir námskeiðið. Karli til aðstoðar við að næla merkið á þátttakendur var Vil- borg Einarsdóttir ljósmóðir. Þessi háttur varð til þess, að þátttakendur kynntust fyrr en annars hefði orðið, því að það er mér eftirminnilegast af þess- um námskeiðum, hvað það var „góð stemmning" þegar frá byrjun. Þar á eftir voru skipað- ir „húsbændur“, einn maður fyr- ir hvert hús, þar sem við bjugg- um. Starf hans var að hafa um- sjón með, að allar reglur um um- gengni og frágang væru haldn- ar. Og svo lögðum við aukalega á „blessaðan húsbóndann“ okk- ar, að hún væri einnig „vekjara- klukka“, því að það voru ströng fyrirmæli, þegar við fórum að sofa, að við ættum að vera stund- vís. Var mikið ábyrgðarstarf hjá okkur í báðum ferðunum að vera vekjaraklukka, því að eins og allir vita, þá geta hjúkrunar- konur og nemar aldrei komið sér í háttinn. Föstudaginn 29. okt. kl. 9, að loknum morgunverði, var þátt- takendum skipt í 3 starfshópa, sem síðan störfuðu saman. Hóp- starfið fór fram í sumarhúsun- um og fundarseturnar í veitinga- skálanum. Fyrir hverjum hóp var einn úr fræðslunefndinni, þeir Ársæll Magnússon, Guðjón B. Baldvinsson og Einar Ólafs- son. Þar á eftir var flutt erind- ið: Samningsréttur opinberra starfsmanna, framsögumaður Kristján Thorlacius. Rakti hann helztu atriði úr gildandi lögum og gang mála samkvæmt þeim og reynslu o. fl. Síðan var viðfangsefni starfs- hópanna að búa til spurningar um samningsréttarmálið, sem fram voru bornar að loknu há- degisverðarhléi. Svaramenn voru Kristján Thorlacius, Guðjón B. Baldvinsson og Einar Ólafsson, stjórnandi Ársæll Magnússon. Spurningarnar voru margvís- legar og lúmskar og svörin eftir því. Næst á dagskrá var erind- ið: Reynslan af starfsmatskerf- inu, framsögumaður Haraldur Steinþórsson. Eftir kaffihlé söfnuðust hóp- arnir saman að nýju til að útbúa spurningar og athugasemdir um starfsmatið til að leggja fyrir „hina vísu menn“. Virðast fæst- ir vera ánægðir með mat á sjálf- um sér. Augljóst er, að allir vilja vera öðrum fremri. Sá skemmtilegi háttur var hafður á, að hver þátttakandi í hverjum hóp lagði fram minnst eina spurningu, þannig að allir voru alltaf með. Eftir kvöldkaffi voru við- fangsefnin ekki aldeilis úr sög- unni þann daginn, því að þá beið okkar hið ábyrgðarmikla starf, hvað við ættum að hafa til skemmtunar á laugardagskvöld- vökunni. Hvert hús átti að leggja sitt af mörkum. Seint var farið að sofa það kvöldið eins og venjulega. Laugardagurinn 30. okt. rann upp. Alltaf var veðrið jafngott, mikið langaði okkur í gönguferð, en það var ekki því að heilsa, því að eftir morgunverð hafði hver starfshópur sitt verkefni að vinna og var það um samnings- réttarmálið, og var unnið að því fram að kaffihléi. Að því loknu skilaði hver starfshópur álits- gerð, sem lesin var upp af til- nefndum framsögumönnum frá hverjum hóp. Síðan voru al- mennar umræður um samnings- réttinn (t. d. viljum við verk- fallsrétt?). Skiptar skoðanir komu fram í þessum málum eins og öðrum. Fundi slitið. Um Efri mynd: Starfshópur í þungum þönkum. Neðri mynd: Hj úkrunarkonu'rn- ar okkar líta út fyrir að vera ánægðar með ferð- ina. Þær eru, talið frá vinstri: Gerða Ás'rún Jóns- dóttir, Sigrún G. Gísladóttir, Berg- þóra Reynisdóttir, Magdalena Búa- dóttir og Margrét JóhannscLóttir. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.