Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Qupperneq 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Qupperneq 31
Nýtt tæld til Landspítalans gjörbreytir aðstöðu til greiningar hjartasjúkdóma Kiwanisklúbburinn Katla, nokkur fyrirtæki og einstaklingar í Reykjavík færðu lyflækninga- deild Landspítalans fullkomið tæki til greininga á hjarta- og lungnasjúkdómum. Tæki þetta var keypt frá heimsþekktu banda- rísku fyrirtæki, er Electronics for Medicine nefnist. Ástæðan fyrir vali tækisins var fyrst og fremst sú, að hægt er að beita því til margs konar rannsókna á hjarta- og lungnasjúkdóm- um. Hefur slíkt tæki aldrei fyrr verið í eigu íslenzks sjúkrahúss. Með tilkomu þess skapast ný rannsóknarað- staða fyrir hjartasjúklinga hérlendis, enda eru tækin, að sögn lækna Landspítalans, beztu fáan- legu tæki sinnar tegundar og munu gjörbreyta rannsóknaraðstöðu rannsóknarstofunnar í hjartaþræðingum. Segir í fréttatilkynningu frá læknum Landspítalans, að spítalinn standi í mikilli þakkarskuld við gefendur tækisins fyrir framsýni þeirra, stórhug og dugnað til eflingar rannsóknum á hjartasjúkdómum og skyldum greinum læknisfræðinnar. Rannsóknir þær sem tækið framkvæmir eru þessar helztar: 1. Rannsóknir framkvæmdar utan á líkama sjúklinga þeim að óþægindalausu og miða að því að komast að nákvæmri sjúkdómsgreiningu, mælingu á vöðvakrafti hjartans og til mats á árangri lækninga og endurhæfingar eftir hjarta- áföll. Þær rannsóknir eru: Margrása hjarta- línuritun, þrívíddarhjartaritun, hjartahljótirit- un, ritun á slagæða- og bláæóaslætti, ritun á broddslætti hjartans. 2. Auknir möguleikar skapast í sambandi við hjartaþræðingar. Með slíkum rannsóknum fæst nákvæmust greining á hjartasjúkdómum og á hve háu stigi sjúkdómurinn er. Þannig er metið, hvort aðgerða sé þörf, enda er hjartaþræðing nær alltaf forsenda skurðaðgerða á hjarta. Vegna mikilla framfara í skurðaðgerðum við kransæðasjúkdóma er tækið sérlega mikilvægt til rannsókna á þeim sjúkdómum. Hlutverk tæk- isins í hjartaþræðingum er: Hjartalínuritun, þrýstingsmælingar i hjartahólfum og í æ'öum sem liggja að og frá hjarta, mæling á samdrátt- arhæfni hjartavöðvans, nákvæm greining og staðsetning á vissum meðfæddum hjartagöllum. 3. Fjölhæfni tækisins býður einnig upp á gagn- gerar nýjungar í rannsóknum lungnasjúkdóma hér á landi. Mun það því stuðla mjög að eflingu lungnarannsókna í rannsóknarstofu í þeim fræð- um, en hún hefur þegar verið stofnuð á Land- spítalanum. Ný innheimtuaðferð Eins og öllum hjúkrunarkonum er kunnugt, var samþykkt á síðasta aðalfundi, í júní 1971, að framvegis verði félagsgjald 9% af einum mán- aðarlaunum almennrar hjúkrunarkonu, sem nú er 16. fl. og miðað við 6 ára starf, og heimilt að greiða gjöldin í tvennu lagi. Félagsgjöldin eru nú: kr. 2500,00 í fullu starfi — 1800,00 í hálfu starfi og meira (ca. % lægri) —- 1200,00 í afleysingum (ca. i/£ lægri) — 800,00 ekki í starfi (ca. % lægri) — 250,00 hjúkrunarkonur yfir 70 ára og hj úkrunarnemar Um mánaðamót febr./marz verður innheimtur rúmur helmingur félagsgjalda hjá starfandi hjúkrunarkonum, en seinni hlutinn í sept. n.k. Hjúkrunarkonur, sem ekki eru starfandi, eru vinsamlegast beðnar að greiða félagsgjöldin, annað hvort beint til skrifstofu félagsins eða á PÓSTGÍRÓREIKNING NR. 21177. Hægt er að greiða í hvaða banka sem er, bankaútibúi eða pósthúsum. Þær innheimtuaðferðir, sem áður hafa tíðkazt, eru ekki þekktar í neinu öðru landi, að sækja greiðslur heim til hvers greiðanda, og stefnt verður að því að hjúkrunarkonur, sem ekki eru starfandi, greiði félagsgjöldin fram- vegis á póstgíróreikning félagsins nr. 21177. Skrifstofan vonar að þessi nýja innheimtuaðferð beri tilætlaðan árangur. Sumarhús HFÍ Sumarhús HFl að Munaðarnesi og Kvenna- brekka í Mosfellssveit verða leigð út næsta sumar. Húsin verða leigð út eina viku í senn, frá laugardegi til laugardags. Byrjað verður að taka á móti umsóknum þriðjudaginn 4. apríl n.k. á skrifstofu félagsins.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.