Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 6
Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi: a. Formaður leggur fram skýrslu yfir hið liðna ár. b. Lagður fram til samþykktar endur- skoðaður ársreikningur félagsins og skýrsla yfir fjárhag þess. c. Lýst kjöri stjórnenda, kosnir endur- skoðendur og aðrar kosningar, er fram eiga að fara á aðalfundi. d. Önnur mál, er upp skal bera og ljúka á aðalfundi, og mál, sem fundurinn samþykkir að taka til afgreiðslu. Rétt til setu á aðalfundi með atkvæðis- rétti hafa: 1. Stjórn HFÍ. 2. Formenn (varaformenn) allra svæðis- deilda og sérgreinadeilda innan HFl. 8. 1 fulltrúi fyrir hverja 50 félagsmenn eða færri á hverju svæði, og síðan 1 full- trúi fyrir brot úr fimm tugum, kosnir skv. 17. gr. 4. Trúnaðarráð, 1 fulltrúi. 5. Ritstjóri Tímarits HFÍ. 19. gr. Stjórnin fer með málefni félagsins samkv. lögum þess, og ber hún ábyrgð á gjörðum sínum gagnvart aðalfundi. Stjórninni ber skylda til að vinna eftir mætti að því, að félagar fái uppfylltar sanngjarnar kröfur sínar um umbætur á vinnuskilyrðum, að- búnaði og launum. Stjórninni ber að sjá um, að þeir peningar félagsins, sem ekki eru nauðsynlegir til daglegs relcsturs, séu ávaxtaðir á arðbæran hátt. 20. gr. HFÍ skal hafa trúnaðarmenn á hverjum vinnustað. Kosning þeirra fer fram í októ- bermánuði. Fjölda trúnaðarmanna í hverri stofnun skal miða við það, að einn trún- aðarmaður sé fyrir hverja einingu, þ. e. 3— 4 sjúkradeildir, eða 15—20 félagsmenn. Trúnaðarmenn skal kjósa til 2ja ára í senn og einn varafulltrúa fyrir hvern þeirra. Þar sem trúnaðarmenn verða 3 eða fleiri á vinnustað, skal mynda trúnaðarnefnd. Sérstakt trúnaðarráð skal vera starf- andi innan HFI. Er það skipað 5 mönnum, og kýs aðalfundur trúnaðarmanna, sem halda skal árlega, í ráðið til 2ja ára í senn. Formann skal kjósa sérstaklega, svo og varaformann og ritara. Kosning skal vera skrifleg, ef óskað er, og eru þeir rétt kosn- ir, sem flest fá atkvæði. Ef atkvæði eru jöfn, ræður hlutkesti. í ráðinu skulu þeir sömu eigi sitja lengur en fjögur ár 5. einu. Setja skal sérstaka reglugerð um trún- aðarmenn og trúnaðarráð. Formaður eða fulltrúi trúnaðarráðs hef- ur rétt til fundarsetu án atkvæðisréttar á stjórnarfundum HFÍ, en með tillögurétti. sama réttar nýtur fulltrúi frá stjórn H^í á fundum trúnaðarráðs. í ágreiningsmálum skal stjórn HFÍ kveðja trúnaðarráð til starfa með sér, ef aðilar óska þess eða stjórnin telur það rétt. Við atkvæðagreiðslu um slík ágreinings- mál, þar sem trúnaðarráð er við, skulu trúnaðarráðsmenn hafa jafnan atkvæðis- rétt og stjórnarmenn. Séu atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum. Stjórnarmenn og trúnaðarmenn eru bundnir þagnai'heiti um störf sín. 21. gr. Lögum HFÍ má aðeins breyta á aðalfundi. Skulu hafðar tvær umræður um lagabreyt- ingu, og telst breyting ekki samþykkt, nema % atkvæða á aðalfundi samþykki hana. 22. gr. Lög þessi öðlast gildi 15. október 1972 og jafnframt eru úr gildi numin lög frá 12. febrúar 1968. 4

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.