Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 5
Ritstjórnarspjall
Ályktun
A fundi félagsráðs Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga þann 23. febrúar s.l.
var eftirfarandi ályktun samþykkt og
síðan send til fjölmiðla:
Ályktun frá félagsráðsfundi Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna
boðaðra frumvarpa um ráðningarréttindi
ríkisstarfsmanna og samningsrétt
stéttarfélaga.
Félagsráðsfundur Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga krefst þess að ríkis-
stjörnin leggi til hliðar boðuð frumvörp
um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins, um lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins og frumvarp til laga um
sáttastörf í vinnudeilum. Þessi frumvörp
fela í sér mikla skerðingu á réttindum
ríkisstarfsmanna og alvarlega aðför að
samningsrétti stéttarfélaga.
Hjúkrunarfræðingar krefjast þess að
stjórnvöld skapi svigrúm fyrir eðlilega
umræðu meðal opinberra starfsmanna,
stéttarfélaga þeirra og stjórnvalda um
þessi mál þannig að sátt náist um
hugsanlegar breytingar.
Hjúkrunarfræðingar mótmæla
aðferðum stjórnvalda sem miða að því að
þvinga fram breytingar á lögbundnum
rettindum starfsmanna sinna. Stjórnvöld
hafa ekki haft raunverulegt samráð eða
leitað samninga við stéttarfélög
opmberra starfsmanna við gerð þessara
frumvarpa. Þessi framkoma ríkis-
valdsins einkennist því af yfirgangi og
virðingarleysi við starfsmenn sína og
stéttaríélög þeirra.
Félagsráðsfundur Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga lýsir því yfir að
hjúkrunarfræðingar eru, og hafa alltaf
verið, tilbúnir til raunverulegra viðræðna
um þessi mál.
Gagnkvæm hlýja og virðing
Opinn fundur um Tímarit hjúkrunarfræðinga var haldinn í húsakynnum
félagsins í febrúar sl. Þar gafst hjúkrunarfræðingum tækifæri til að tjá sig
um blaðið, efni þess og útlit. Fundurinn var ágætis veganesti fyrir nýjan
ritstjóra því þarna kom fram ýmislegt það sem mætti betur fara en mest bar
þó á ánægjuröddum og fannst flestum sem blaðið væri á réttri leið.
Heildarniðurstaðan var sú að hjúkrunarfræðingar töldu að blandað blað, þ.e.
bæði með rannsóknargreinum sem og fjölbreyttu öðru efni sem tengist
hjúkrun, væri það sem ílestir vildu. Með þessa niðurstöðu í farteskinu
settumst við Þorgerður niður og lögðum lfnurnar fyrir blöð ársins. Þorgerður
er þó í leyfi þetta árið og sinnir nú sínum nýfædda syni. Ég held áfram þar
sem frá var horfið.
Nokkur nýmæli er að finna f þessu tölublaði og skal þar fyrst nefnt að
hafin er birting á framhaldssögu um Florence Nightingale. Hér er um nýlega
bók að ræða eftir norska konu, Gudrun Simonsen, í þýðingu Bjargar
Einarsdóttur. I bókinni er leitast við að sýna hver Florence var og birt
talsvert af brotum úr bréfum sem hún skrifaði vinum og vandamönnum, svo
og teikningar eftir hana. Vonum við að þetta mælist vel fyrir -og stytti
einhverjum stundirnar á löngum næturvöktum.
Vitað er að í mörgum, ef ekki öllum, hjúkrunarfræðingum leynist
skapandi listamaður á einu sviði eða öðru. Við ætlum að kynna „hina
liliðina“ á hjúkrunarfræðingum og það er Jóhanna Harðardóttir á Blönduósi
sem fyrst er kynnt til sögunnar.
Á opna fundinum fyrmefnda kom fram að það væri mjög gagnlegt að fá
um það svör og leiðbeiningar hvernig taka má á ýmsum vandamálum sem
eru að skjóta upp kollinum í starfinu, einkum töldu hjúkrunarfræðingar sem
starfa nokkuð einangraðir á heilsugæslustöðvum úti á landi að þetta kæmi
sér vel. Við hefjum því þáttinn „Spumingar og svör“ í þessu blaði og vonum
að hægt sé að halda áfram með hann -en það veltur allt á því bversu duglegir
hjúkmnarfræðingar eru að hafa samband við ritstjóm.
Þegar lesnar em þær greinar og pistlar sem hér birtast má glögglega
finna þar undirtón og finnst mér hann kristallast í orðum Margrétar
Aðalsteinsdóttur þar sem hún segir: „Þegar sjúklingur útskrifast af
sjúkrahúsi er honum eflaust mun minnisstæðara viðmót hjúkmnarfólks en
hvort verkurinn stóð einum degi lengur eða skemur.“ Og einnig í orðum
Sigrúnar Ástu Pétursdóttur: „Má ég biðja um gagnkvæma virðingu, hlýju og
léttleika í samskiptum hjúkmnarfræðinga og sjúklinga.“ Þessi orð segja allt
sem þarf og þau eru sögð á marga vegu í öllu því sem hjúkrunarfræðingar, og
aðrir, eru að segja hér í blaðinu. Samskipti okkar við hvert annað, hvort sem
við emm sjúk eða heilbrigð, eiga að einkennast af virðingu og hlýju.
Að lokum sendir Tímarit hjúkrunarfrœðinga ykkur öllum bestu óskir
um gleðilegt og ánægjuríkt sumar.
Brymlfs Kristjdnsdóttir
FERÐASKRIFSTOmf'f‘1%
ÍSLANDS ILI/
Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík
Sími 562 3300 • Telex 2049 • Fax 562 5896
TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996