Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 42
stækka. Fyrst og fremst varð að bæta við sex svefnherbergjum, nýrri eldhússálmu og nýjum turni á liúsið með turnherbergjum, útskotum og svölum. En slík endurbygging mundi taka tímann sinn og hvar ætti fjölskyldan að hafast við á meðan? Fanny var úrræðagóð að vanda: Við förum auðvitað til útlanda! Þá geta stúlkumar æft sig í tungumálum, hlustað á tónlist, tekið þátt í samkvæmum og við getum keypt föt í París. Allt mun það því koma að góðu gagni! Wen fannst hugmyndin framúrskarandi. Flann átti vini víðsvegar í Evrópu og hann naut þess að ferðast. í samvinnu við arkitektinn sem átti að sjá um uppbygginguna á Embley Park hófst hann handa við að teikna og láta gera forláta vagn sem verða álti heimili þeirra á ferðalaginu. Rúm varð auðvitað að vera fyrir fjölskylduna sjálfa, síðan varð Fanny að hafa með sér herbergisþemu og Wen einkaþjón sinn. Þar að auki varð gamla og trygga fóstra systranna að vera með. Þær Flo og Pop voru himinlifandi yfir þessum ráðagerðum og áhyggjur Flo og samviskubit viku til hliðar í bili. Þá gerðist einn daginn atvik er síðan stóð henni fyrir hugskotssjónum sem mikilsverðasta stund lífsins og hún taldi hafa skipt sig sköpum. 1 athugásemd sem hún reit á blað segir hún: „Hinn sjöunda febrúar talaði Guð til mín ogfól mér þjónustu á sínum vegum!” Guð hafði talað til hennar af þunga sem ekki varð misskilinn. En hvaða hlutverk hann ætlaði henni gat hún ekki á þeirri slundu gert sér í hugarlund. Sú hugsun að fyrir henni lægi að annast um sjúka hvarflaði ekki að henni. Slíkt var nánast fjarstæða fyrir stúlku sem tilheyrði liástéttinni. Flún var þess fullviss að hún, Florence Nightingale, hefði fengið köllun og að Guð myndi í fyllingu tímans gera ljóst hvaða veg henni væri ætlað að ganga. Ég gat ekki rœtt þetta við nokkurn mann, ekki árum saman. En lengi á eftir kenndi ég einhvers konar öryggis og innri friðar. Áætlanir um ferðalagið héldu áfram, spenningurinn jókst og fólk stóð beinlínis á höfði í kistum og koffortum, vaðsekkjum og hattaöskjum. Nú á tímum getum við fyrirvaralítið skotist til Ameríku, ef því er að heilsa, næstum eins og við stöndum. Það var dálítið annað mál fyrir hálfri annarri öld að ferðbúast að heiman til útlanda. Þó ekki væri annað en fatatískan sem krafðist þess að krínólíngrindur undir kjóla kvenfólksins væru í farteskinu. Blævængir, strútsfjaðrir, sólldífar og fuglabúr - allt varð að vera meðferðis. Vagninn var til reiðu og orðinn heljarmikið farartæki. ffann var þannig útbúinn að allir farþegarnir áttu að geta matast, hvílst, lesið og verið við skriftir. Á þakinu voru sæti ætluð þjónustufólkinu og fyrir hefðarfólkið þegar það vildi njóta útsýnis og anda að sér fersku lofti. Vagninn var dreginn af sex hestum með ökumönnum og hestasveinum frá skiptistöðvum á vagnaleiðunum. Að síðustu var öllum undirbúningi lokið og morgunn einn í september steig fólkið um borð í ferjuna yfir Sundið til Le Ffavre - ferðin mikla um Frakkland og ítalfu var hafin. Þetta er árið 1837 og Florence sautján ára gömul. Framludd í nœsla blaði Frá höfundi: Taki einhver sér i'yrir liendur að rita um Florence Nightingale ætti að fylgja þeim skrifum úr hlaði með: Formála Sjálf var hún því fylgjandi: Ollum bókum ætti að fylgja formáli svo lesendurnir viti hvað þeir eru að leggja út í með lestri bókarinnar - og ef þeim líst ekki á blikuna verða þeir höfundinum eilíllega þakklátir fyrir að spara þeim ómakið. Hún sagði eitt sinn á gráglettinn hátt: Þegar haft er í huga hvað ævisöguritarar geta verið þekktir fyrir að skrifa verður andlát manns enn óbærilegri tilhugsun! Ef eitthvað ætti endilega ætti að skrifa um liana sjálfa hefði hún helst viljað sjá um þau skrif - því hún vildi hafa hönd í bagga með því sem gert var. Af góðum og gildum ástæðum gal hún ekki komið því við. En hægur vandi er að gefa henni orðið á þessum blöðum því svo mikið liggur eftir hana á langri og viðburðaríkri ævi Sveipuð dulúð goðsagnarinnar um Florence Nightingale vogum við okkur að varpa fram spurningunni: Hver var hún? í lílilli bók eins og þessari getur svarið tæplega orðið annað en leiftur sem bmgðið er upp til að varpa ljósi á veruleikann í lífi merkrar konu. En ég vona að með því hafi ég ekki aukið „óbærilega tilhugsun” hinnar látnu! f virðingu og einlægni Gudrun Simonsen Frá þýðanda: Gudrun Simonsen (f. 1920) er norskur dagskrárgerðar- maður við ríkisútvarpið í Osló. Bókin hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni “Norges skrivende kvinner” sem forlagið Gyldendal í Noregi efndi til 1986. Björg Einarsdóttir rithöfundur íslenskaði bókina 1991 til útgáfu en hafði áður lesið ágrip af henni í Ríkisútvarpið 1989. Titill á frummáli: Hvem var du, FLORENCE NIGHTINGALE? Gudrun Simonsen byggir skrif sín löluvert á eigin texta Florence Nightingale eins og fram kemur hjá henni. Hún afmarkar þann texta með skáletri og gæsalöppum þegar um beinar tilvitnanir er að ræða og því er haldið í íslensku þýðingunni. 98 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.