Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 18
upp í hugann varðandi reynslu þína.“ Viðtölin voru frá 1 klst.
upp í 2 klst. eftir því hvað aðstandendur þurftu mikið að tjá sig.
Úrtak: Úrtakið var þægindavalið. í úrtakinu voru tuttugu
manns úr tíu fjölskyldum. Níu fjölskyldur, átján einstaklingar,
tóku síðan þátt í rannsókninni. Ekki var hægt að hafa upp á
einni fjölskyldunni. Fjórar fjölskyldur nutu geðheilbrigðis-
þjónustu hjá geðdeild Landspítala og fimm hjá geðdeild
Borgarspítala. Hjúkrunardeildarstjórar á móttökugeðdeildum á
þessum sjúkrastofnunum völdu fjölskyldur í rannsóknina og
fengu skriflegt samþykki tveggja einstaklinga innan hennar
fyrir þátttöku. Þær fjölskyldur sem til greina komu þurftu að
uppfylla eftirfarandi skilyrði: Sjúklingur varð að búa hjá
fjölskyldu eða hafa a.m.k. vikuleg samskipti við hana, sjúkl-
ingur varð að hafa talist geðveikur skv. greiningu geðlæknis f
a.m.k. ár og samþykki varð að fást frá tveimur einstaklingum í
hverri fjölskyldu. Hér var verið að koma til móts við þá
gagnrýni að einn einstaklingur í fjölskyldu nægi ekki til að
endurspegla afstöðu fjölskyldunnar í heild (Maurin og Boyd,
1990). Allar fjölskyldumar sem tóku þátt í rannsókninni voru
íslenskar. Sjá nánari lýsingu á úrtaki í töílu.
Framkvœmd: Að fengnum leyfum frá tölvunefnd ríkisins og
siðanefndum hjúkrunarfræðinga og lækna á sjúkrahúsunum
tveimur gátu hjúkrunardeildarstjórar haft samband við
fjölskyldurnar sem þeir töldu að uppfylltu áður upptalin
inntökuskilyrði og voru tilbúnar að samþykkja skriflega að taka
þátt í rannsókninni. Rannsakandi fékk ekki nöfn fjölskyldna í
hendur fyrr en þær höfðu gefið samþykki sitt fyrir þátttöku.
Viðtölin fóru fram annaðhvort á heimili fjölskyldna eða f
Eirbergi, húsi námsbrautar í hjúkrunarfræði, allt eftir því hvað
aðstandendur kusu hverju sinni. Viðtölin vom tekin upp á
segulbönd.
Úrvinnsla: Notuð var fyrirbærafræðileg úrvinnsla samkvæmt
aðferðum Colaizzi (1978). Rannsakandi hlustaði á viðtölin
nokkmm sinnum og vélritaði þau upp til að fá tilfinningu fyrir
innihaldi þeirra. I innilialdsgreiningu viðtalanna greindust
áttatíu efnisatriði (significant statements) sem rannsakandi
túlkaði í tengslum við viðtölin. Efnisatriðunum var síðan raðað
saman eftir sameiginlegri merkingu (formulated meaning) og
túlkun. Á þvf byggðusl niðurstöður rannsóknar eða meginatriði
(clusters of themes).
Til að auka á trúverðugleika (credibility) rannsóknar vom
fjórtán af átján viðmælendum spurðir um álit á túlkun
viðtalanna. Allir fjórtán staðfestu túlkun
rannsakanda með lítils háttar athugasemdum
sem rannsakandi tók til greina. Meðan túlkun
niðurstaðna fór fram var leitað ráða hjá
hjúkmnarfræðingum með menntun og
reynslu í geðhjúkrun og rannsóknum og
einnig var farið í smiðju til aðstandenda
geðsjúkra sem ekki tóku þátt í rannsókninni
til að staðfesta túlkun rannsakanda og
skjóta þannig traustari stoðum undir
niðurstöðurnar enn frekar.
Niðurstöður
Níu efnisflokkar komu fram sem hægt
var að skipta í þrjú meginatriði: Tilfinninga-
legt álag (4), viðurkenning sjúkdóms (3) og
stuðningsþarfir (2). Hér á eftir verður
efnisflokkunum níu lýst í mjög stuttu máli.
Tilfinningalegt ólag
1. Aðstandendur minntust allir á að
þeir hefðu fundið til vanlíðanar og rót
komist á tilfinningarnar þegar þeir rifjuðu
upp samskipti sín við geðveikan fjölskyldu-
meðlim. Þeir sögðu að álagið fælist ekki í
því að þvo, elda eða hjálpa viðkomandi við
önnur hversdagsleg efni. „Það er andlega
spennan sem gerir út af við mann. Maður er
alltaf að spyrja sjálfan sig: „Hvenær veikist
hann nú aftur?“ Fjölskyldulffið verður hlað-
ið mikilli spennu þegar hann veikist og allir
fara að gera úlfalda úr mýflugu. Afleiðingin
af því getur verið hrikaleg fyrir heimilislífið.
Það er ekkert sorglegra en að vera
geðveikur."
2. Aðstandendur lýstu hræðslu um að hinn geðveiki gæti
orðið sér eða öðrum að fjörtjóni. Það var ljóst að flestir
aðstandendurnir höfðu hugsað um að liinn sjúki mundi e.t.v.
fyrirfara sér. Þeim fannst þetta vera óþægilegar hugsanir en
töldu að minni líkur væru á að slíkt kæmi fyrir ef sjúklingur
væri á réttum lyfjum og tæki þau.
Tafla 1: Lýsing á úrtaki
Skyldleiki við sjúkling karlmaður kvemnaður
Faðir 1
Bróðir 3
Maki 1
Móðir 4
Systir 5
Dóttir 2
Dóttur-dóttir 1
Fyrrverandi maki 1
eo i—i n s 5 13
Sjúkdómsgreining sjúldings í fjölsk. skv. DSM-IV greiningakerfinukarlmaður kvenmaður
Alvarlegt þunglyndi (Major-depression) 1 1
Geðhvarfasjúkdómur (Bipolar-disorder) 2 1
Geðklofi (Schizophrenia) 4
n=9 7 2
Sjúklingar (n=9) Aldursdreifing 28-81 Meðalaldur 42.00 Staðalfrávik: 19.01
Aðstandendur (n=18) Aldursdreifing 28-71 Meðalaldur 45.89 Staðalfrávik:13.93
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996