Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 25
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og liöfundur hvers pistils stingur upp á þeim nœsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfrœðingum kostur á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og erþeim hjartfólgið. Pistlarnir geta Jjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundinum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfmu og hugmyndafrœði þess. Sjöfn Kjartansdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Margréti Aðalsteinsdóttur, sem hér tekur upp þráðinn. Ekki kasta út barninu með baðvatninu Margrét Aðalsteinsdóttir 'U'mræðan í þjóðfélaginu nú snýst meðal annars um sparnað, niðurskurð, lokanir deilda og forgangsröðun í heil- bngðiskerfinu. Mikið hefur áunnist á undanförnum áratugum í hjúkrun en þegar langt er gengið í hagræðingu og spamaði gæti margt af því sem þar hefur áunnist tapast aftur. Hér er ég sérstaklega að hugsa um persónuleg sam- skipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og aðstandendur þeina. Mikil hætta er á að þessi mjög svo mikilvægi hluti verði hornreka og að hagræðingin felist í því að þessi þáttur verði í lágmarki. Sjúklingar hafa líklega fundið mestu breytinguna á heilbrigðiskerfinu í breyttu viðmóti og framkomu hjúkmnar- fólks. Hjúkrunarfræðingar hafa nú betri innsýn í þarfir sjúklinga sinna og aðstandenda þeirra og einnig meiri skilning á tilfinningum þeirra og líðan. Þar með geta þeir veitt meiri og betri stuðning þar sem hlýlegt viðmót og umhyggja eykur vellíðan og veitir öryggi. Þetta á ekki hvað síst við um þá mörgu sjúklinga sem aldrei útskrifast og deyja á sjúkrahúsum sem og aðstandendur þeirra. Þegar sjúklingur útskrifast af sjúkrahúsi er honum eflaust mun nunnisstæðara viðmót hjúkmnarfólks en hvort verkurinn stóð einum degi lengur eða skemur. Ef of langt er gengið í hagræðingu og álag á hjúkmnarfólk verður of mikið og langvarandi hlýtur það að leiða til þess að persónuleg samskipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga og aðstandendur þeirra fá æ minni tíma. Slíkt álag getur auk þess leitt til „kulnunar“ í starfi og í því ástandi hafa hjúkrunarfræðingar litlu að miðla til sjúklinga sinna. Aður tíðkaðist ekki að upplýsa sjúklinga mikið um sjúkdóma þeirra. Nú hefur þar orðið gjörbreyting á. Margar kannanir hafa sýnt að aukin fræðsla um sjúkdóma, meðferð og fylgikvilla draga úr kvíða og ótta hjá sjúklingunum. Fólk getur betur afborið sársauka og þjáningar sem oft fylgja sjúkdómum og meðferð og er betur undirbúið undir það sem koma skal. Sýnt hefur verið fram á að þessi upplýsingagjöf, ásamt uppörvun, hvatningu og skilningi hjúkmnar- fræðinga er mjög mikilvægur þáttur í árangursríkri meðferð. Persónuleg samskipti við sjúklinga og aðstandendur em mjög mikilvægur hluti hjúkrunarstarfsins sem ekki má hagræða burt. Eg tel að með fræðslu stuðlum við að betri heilsugæslu, þ.e. betri heilsuvernd og betri hjúkrun. Betri heilsu- vemd með því að fræða almenning um fyrirbyggingu sjúkdóma og hvernig megi viðhalda heilbrigði og greina sjúk- dóma á byrjunarstigi. Betri hjúkmn með því að fræða sjúklinga um fylgikvilla sjúkdóma og hvernig þeir geti haldið eins góðri heilsu og mögulegt er. Með því að fræða sjúklingana er því hægt að minnka álagið á heilbrigðiskerfið og þannig stuðla að þeim sparnaði og hagræðingu sem stefnt er að. En með styttri legutíma sjúklinga og minni tíma hjúkrunarfólks hlýtur sjúklingur að eiga heimtingu á enn betri og meiri fræðslu. Það er lfka hægt að hagræða í upplýsingamiðlun. Nýjar miðlunaraðferðir koma fram næstum daglega. Oft er erfitt fyrir sjúkling að tileinka sér upplýsingar á prentuðu máli, þó slíkt form geti verið hentugt. Þar má í staðinn nota Þd. myndbönd, segulbönd með fræðsluefni og hópstarf sjúklinga og aðstandenda með svipuð vandamál. f fram- dðinni mun tölvutæknin sjálfsagt halda innreið sína. Þegar má fá geisladiska þar sem fólk getur fengið upplýsingar u,n sjúkdóma í myndum, töluðu máli og prentuðu, þar sem hægt er að spyrjast fyrir um einstök atriði sjúkdóma og uieðferðar. Slík uppbygging fræðslu krefst að sjálfsögðu fjárfestingar í gerð upplýsingaefnis og tækjabúnaði. En hvers konar hagraeðing kostar oft fjárútlát í upphafi. Kennslan og hjúkrunin fela í sér hjálp sem hefur að markmiði að auka vellíðan og sjálfshjálp. Hún stuðlar að breyttum viðhorfum til heilbrigðis og gerir sjúklinga hæfari til að takast á við sJúkdómseinkenni og mögulega vanlíðan sem sjúkdómum fylgir, ásamt því að hvetja til sjálfshjálpar. Árangurinn f®tur ekki á sér standa því fræðslan hefur í för með sér spamað þar sem fylgikvillum og legudögum fækkar. Margrét skorar ó Ingileifu Ólafsdóttur a& skrifa næsta þankastrik. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 19%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.