Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 44
VAKTAVINNA
Margrét Magnúsdóttir, deildarstjóri á atvinnusjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur.
Líkamsklukkan
„Circadian rythm"
Ýmis fyrirbæri í náttúrunni, t.d. skipti
milli flóðs og fjöru og skipting dags og
nætur, hafa reglubundinn takt, sem hægt
er að spá fyrir um langt fram í tímann.
Maðurinn hefur einnig reglubundinn
dagsferil innan sinnar líkamsstarfsemi,
s.s. hitabreytingar, blóðþrýstings-
breytingar og meðvitundarástand. Þessi
innri klukka er lfffræðilegur taktur og er
afleiðing aðlögunar mannsins að um-
hverfi sínu. Sýnt hefur verið fram á að
dagssveiflan sé hringur sem taki 24 klst.,
eða nákvæmar 25+/-0,5 klst. Talið er að
þessi meðfædda dagssveifla sé stillt inn á
þennan ákveðna tíma vegna áhrifa
ákveðinna ytri þátta. Þeir kallast
„zeigebers“ eða „synchronizers“. Talað
er um „desynchronisation“ ef truflun
verður á þessum þáttum, sem aftur hefur
áhrif á manninn. Þessir þættir eru m.a.
ljós og myrkur, tími og áreiti ýmiss
konar, t.d. máltíðir, atvinna, félagsstarf-
semi o.m.fl. Samkvæmt þessari klukku
er líkami mannsins stilltur inn á vöku-
ástand á daginn, þar sem hann býr sig
undir átök og vinnu en svefn á næturnar,
þar sem hann býr sig undir hvíld og
afslöppun. Þegar líkamlegir, andlegir,
félagslegir og umhverfisþættir eru í
jafnvægi hjá einstaklingum helst þetta
jafnvægi líkamsklukkunnar nokkurn
veginn. Ýmsir þættir geta truflað líkams-
sveiiluna, t.d. vaktavinna. Vaktavinna
truílar þetta jafnvægi dægurvöku og
nætursvefns, þar sem einstaklingurinn
þarf að sofa á daginn og vaka á nætumar.
Þetta getur leitt til ójafnvægis í líkams-
sveiflunni sem getur aftur liaft áhrif á
líkamleg og andlega vellfðan ef ekki fæst
nægur tími til að aðlagast breytingunni.
Rannsóknir benda til að um 20% fólks
þolir vaktavinnu mjög illa, 20-30% líkar
liún ekki, en um 10% líkar hún vel.
Þelta fer eftir ýmsum þáttum:
•Aldri. Eftir 50 ára aldur virðist fólk
þola vaktavinnu mjög illa eða alls ekki.
•Persónuleika.Talið er að þeir
sem eru „morgunmanneskjur“,
þ.e. vakna snemma á morgnana og fara
snemma að sofa á kvöldin og þeir sem
þurfa 8-9 tfma samfelldan svefn á
sólarhring þoli vaktavinnu verr en
„kvöldmanneskjur".
•Félagslegum aðstæðum. Er viðkomandi
giftur eða ógiftur? Hversu vel þolir mak-
inn vaktavinnuna? Fjöldi og aldur barna
á heimilinu. f hvernig húsnæði býr
viðkomandi, aðstæður til að sofa og
hvílast, s.s. hávaði, birta, næði. Röskun á
fjölskyldu- og félagslífi.
Sýnt hefur verið fram á að vakta-
vinnufólk geti þjáðst af ýmsum streitu-
einkennum, S;S.:
•Þreytu og pirringi.
•Svefntruflunum, bæði vegna styttri
svefntíma og gæða svefnsins (styttri
REM-tími og styttra 2. svefnstig). Sýnt
hefur verið fram á aukningu svefn-
lyfjanotkunar og aukna tíðni áfengissýki.
•Meltingartruflunum sem taldar eru
tengjast óreglulegri fæðuinntöku, álagi
vegna svefntruflana og aukinni neyslu
alkóhóls og tóbaks.
•Aukin tíðni slysa almennt og
vinnuslysa. Fólk getur verið þreytt og
slappt. Illa upplagt og áhugalaust.
Líkamshiti er minni á næturnar og þess
vegna geta viðbrögð verið minni eða
seinni.
• Aukin tíðni hjartaáfalla, hjarta- og
æðasjúkdóma sem talið er tengjast flóknu
kerfi í myndun þríglyseríða.
• Aukin tíðni astmakasta og lloga-
veikikasta, sérstaklega seinni hluta
nætur og hjá þeim sem þjást af
svefntruflunum.
Hvað er hægt að
mæla?
1. Hversu sátt fólk er
við vaktavinnuna.
2. Kvartanir um
líkamlega, sálfræði-
lega og félagslega
vanlíðan.
3. Fjöldi mistaka og
slysa á vinnustað.
4. Mannaskipti og
veikindaforföll.
Af framangreindu má
ráða að mjög mikil-
vægt er að huga vel
að heilsu vaktavinnufólks og aðstoða það
við að halda sinni líkamsklukku í lagi.
Ýmislegt er hægt að gera og má nefna
eftirfarandi:
Leiðir til úrbóta
•Koma á vöktum í takt við líkams-
klukkuna, þ.e. dagvakt-kvöldvakt-
næturvakt. Ekki t.d. dagvakt-næturvakt
eða kvöldvakt-dagvakt.
• Hafa „róterandi“ vaktir reglulegar og
vaktavinnuhringinn ekki of langan.
I stöðugri vaktaáætlun ættu að vera
a.m.k. tveir samliggjandi frídagar og
frfar helgar.
•Fáar næturvaktir í einu og frídagur
eftir næturvaktir þannig að svefntíminn
leiðréttist.
•Næturvaktir ættu að vera styttri en
morgun- og kvöldvaktir.
•Morgunvaktir ættu ekki að byrja of
snemma.
•Lengd vakta ætti að fara eftir álagi í
vinnu.
•Reglubundin heilsufarsskoðun
vaktavinnufólks.
•Fræðsla um líkamsklukkuna, svefn og
hvíld og aðstæður heima fyrir, lýsingu á
vinnustað, sérstaklega á kvöld- og
næturvöktum.
•Taka tillit lil
þeirra sem ekki
hentar að vinna
vaktavinnu, s.s.
eldri en 50 ára
og „morgun-
manneskjur“.
Vinnuvernd
í verki
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996