Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Page 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Page 38
Fjarnám Aðlaðandi kostur fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga Eins ogfram kom (síðasta hefti TCmarits hjúkrunarfrœðinga var von á fulltrúun frá háskólanum ( Manehester á Englandi til landsins, til skrafs og ráðagerða um hugsanlegt fjarnám til meistaragráðu. Hingað komu þau Bob Price og Dr. Elisabeth Clark og héldu mjög fjölmennanfund með áliugasömum hjúkrunarfrœðingum. Þau kynntu tilhögun námsins og þó fundurinn hafi verið fjölmennur er hœtt við að einhverjir hafi ekki komist sem langaði til aðfá meira að vita. Því var ákveðið að birta viðtal við þau Elisabeth og Bob C blaðinu þar sem fram kœmi það helsta sem þau vildu um námið segja. „í 25 ár hefur verið við lýði í Bretlandi s.k. „opinn háskóli“, þ.e.a.s. sérskipulagt nám fyrir þá sem af einhverjum ástæðum geta ekki stundað hefðbundið háskólanám. I upphafi heyrðust háværar efasemdaraddir, einkum frá hinum hefð- bundnu háskólum sem óttuðust að gæði fjamámsins stæðist ekki ýtmstu kröfur. Þessar efasemdaraddir em löngu þagnaðar og fjarnámið hefur opnað ótal möguleika fyrir fjöldan allan af fólki víðsvegar um Bretland. Fjamám í hjúkmn hófst um miðjan níunda áratuginn og hefur verið sérlega árangursríkt. Margir hafa myndað sér skoðanir fyrirfram á því hvað fjarnám er og mikilsvert er að leiðrétta allan misskilning strax í upphafi. Fjarnám er á margan hátt mjög frábmgðið því að hlýða á fyrirlestra í háskóla. Námsefnið jafngildir þeirri kennslu sem fram fer í tímum í háskólanum en er frábmgðið að því leyti að í stað þess að mæta í ákveðinn tíma og taka niður glósur, þá er námsefnið alltaf við höndina -og hægt að læra hvenær sem hentar. i Annað sem er frálmugðið er í leiðbeinendakerfið. Leiðbeinendur eru í sama hlutverki og lektorar við hefðbundinn háskóla. Tengsl þeirra við nemendurna geta verið á marga vegu og þeirra hlutverk er ekki að bæta við námsefnið -það er þegar tilbúið. Frekar leiðbeina þeir nemendum á hvern hátt þeir geta nálgast námsefnið. Við viljum t.d. ekki að nemendur gleypi hrátt það sem fyrir þá er lagt. Við viljum að þeir nálgist náms-efnið með gagnrýnu hugarfari og lesi að auki það viðbótar-lesefni sem við mælum með. Við leggjum áherslu á að nemendur rækti með sér þennan hæfileika. Leiðbeinandi veitir nemendum einnig andlegan stuðning. Nemendum í fjarnámi finnst þeir oft vera einangraðir, enda eru þeir það sumir. Við erum t.d. með nemanda sem starfar á olíuborpalli úti fyrir strönd Afríku. Nemendur þurfa að geta leitað til leiðbeinanda, t.d. ef þeim finnst námið vera sér ofviða eða eru af einhverjum ástæðum að missa móðinn. Hluti stuðningskerfis okkar, bæði fyrir nemendur og leiðbeinendur, er 24 ti'ma sfmavakt. Símsvari tekur við skilaboðum utan vinnutíma og er þeim svarað strax næsta vinnudag. Nemendur nota svo sfmsenditæki í miklum mæli og í framtfðinni á tölvupóslur án efa eftir að vera ríkur þáttur í fjarnáminu. Síðasl en ekki sfst mynda nemendur með sér stuðningshóp en þá hittast þeir reglulega og skiptast á skoðunum og vandamálum varðandi námið. Engin lokapróf Hér á íslandi sjáum við fyrir okkur að leiðbeinendakerfið geti virkað á tvo vegu; annars vegar veitum við íslenskum nemendum stuðning frá Bretlandi, eins og við vinnum t.d. með nemendum í Póllandi. Það er að vísu ekki ákjósanlegasta leiðin. Eitt af því sem við erum að kanna liér er möguleiki á að mynda námsmiðstöð og stuðningshópa nemenda, með leiðbeinendum fyrir hvert námssvið. Það sem við erum lfka að kanna er hvort hægt væri að koma á samtengingarkerfi leiðbeinenda á Islandi og Bretlandi sem og á milli nemenda. Það eru leiðbeinendur sem meta vinnu nemendanna og því þarf að vera samhæft mat í báðum löndum. Eitt af því góða við okkar nám er að námseiningum lýkur ekki með prófi. Lokapróf geta annað hvort keyrt þig áfram eða dregið úr þér allan mátt. í okkar námi erum við ekki að prófa minni nemendanna heldur hæfileika til að leysa verkefni. Úrlausnum og ritgerðum þarf að skila á ensku og nemendur verða því að geta skrifað á ensku. Ef tekið er á annan hátt á viðfangsefni í námsefninu en tíðkast á íslandi þá mætti hugsa sér að nemandi útskýrði þennan mun í eftirmála ritgerða en sé ekki að orðlengja ritgerð sína með útskýringum í meginmáli hennar. En þó fjamámið krefjist þessa þá hlýtur það engu að síður að vera aðlaðandi kostur fyrir íslenska hjúkmnarfræðinga sem að annars þyrftu að fara til útlanda.“ B.K. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 19%

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.