Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 43
Starfsmenntunar
sjóður
Nú hefur starfsmenntunarsjóður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga starfað í
tæp tvö ár. Komin er reynsla á starfsemi
sjóðsins og tími til að endurmeta hluti.
Asókn hjúkrunarfræðinga í sjóðinn er
alltaf að aukast sem sést á því að á árinu
1995 sóttu 434 hjúkrunarfræðingar um
styrk til sjóðsins en árið 1991 sóttu 173
hjúkrunarfræðingar um í starfs-
menntunarsjóð HFÍ. Þrátt fyrir þessa
auknu ásókn í sjóðinn hefur hann ekki
rýmað og frekar safnað fé. Fésöfnun er
ekki tilgangur sjóðsins og því ákvað
stjórn sjóðsins á fundi sínum 9. apríl s.l.
að liækka hámarksfjárhæð þá sem hægt
er að fá úr sjóðnum úr krónum 15.000 í
krónur 18.000 frá og með næstu úthlut-
un í júní n.k. Er það von stjómarinnar að
við þessa hækkun taki fé sjóðsins að
rýrna. Hámarksfjárhæðin verður síðan
endurskoðuð reglulega í framtíðinni.
Talsvert hefur verið um það að
hjúkmnarfræðingar séu að sækja um
styrk úr sjóðnum fyrir kostnaði við
endurmenntun sem átti sér stað fyrir
mörgum mánuðum eða jafnvel ámm.
Stjórn sjóðsins fannst ekki að honum
bæri að greiða fyrir endurmenntun sem
átti sér stað áður en hann tók til starfa.
Jafnframt væri óeðlilegt að styrkja mjög
gömul verkefni því tilgangur sjóðsins er
Virgina Henderson
er látin
Einn ástsælasti hjúkmnarfræðingur
heims, Virginia Henderson, er látin
98 ára að aldri. Hún lést þann 19.
mars sl. á heimili sínu í New Haven í
Connecticut í Bandaríkjunum.
Hjúkmnarfræðingar um allan heim
hafa litið á Virginiu sem fyrirmynd og
eftir hana liggja tvær bækur um
hjúkmnarfræði sem hafa verið í föstu
sæti á bóksölulistum um allan heim.
Þetta eru bækurnar „Basic Principles
of Nursing Care“ og „Nature of
Nursing“. Fyrri bókin var fyrst gefin
út á sjöunda áratugnum og hefur
síðan verið þýdd og gefin út á um 30
tungumálum. Öll hennar störf hafa
verið í þágu framfara í hjúkmn og
árið 1985 varð hún fyrst til að hljóta
hin virtu Christiane Reimann
að stuðla að því að hjúkrunarfræðingar
afli sér nýrrar þekkingar í hjúkmnar-
fræði. Því ákvað stjórnin á síðasta ári að
styrkja ekki verkefni sem em eldri en
níu mánaða. Er þá miðað við níu mánuði
frá lokadegi á skilafresti á umsóknum
fyrir hverja úthlutun. Um mitt síðasta ár
var lokið við gerð nýs umsóknareyðu-
blaðs fyrir sjóðinn. Vom eintök af því
send á alla vinnustaði hjúkrunar-
fræðinga. Á nýja blaðinu er farið fram á
að umsækjandi rökstyðji umsókn sína ef
vafamál er hvort hún uppfylli skilyrði 2.
greinar reglna sjóðsins. Talsvert emm að
umsækjendur geri það ekki og tefur það
afgreiðslu umsóknarinnar jafnvel fram
að næstu úthlutun á eftir. Umsækjendur
em því hvattir til að senda skriflegan
rökstuðning með umsókninni ef vafi er á
að umsóknin uppfylli þetta skilyrði.
Skrifstofa Félags íslenskra hjúkmnar-
fræðinga sér um að taka á móti umsókn-
um í sjóðinn og um afgreiðslu styrkja.
Þangað er hægt að snúa sér með
almennar spurningar varðandi sjóðinn.
Einnig má snúa sér til formanns stjórnar
sjóðsins, undirritaðrar, bæði heima og á
vinnustað.
Hildur Einarsdóttirformaður stjórnar
starfsmenntunarsjóðs Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.
Frá Vesturlandsdeild
Á aðalfundi Vesturlandsdeildar sem
haldinn var þann 30. janúar sl. var
kosin ný stjórn og hana skipa:
Halldóra H. Arnardóttir,
formaður
Elín Sigurbjömsdóttir, ritari
Vigdís Eyjólfsdóttir, gjaldkeri
Ragnheiður Gunnarsdóttir,
meðstjórnandi.
Frá Norðausturlandsdeild
Á aðalfundi Norðausturlandsdeildar
FÍH var eftirfarandi stjórn skipuð:
Árún Sigurðardóttir,
formaður
Helga Erlingsdóttir
Sigfríður Héðinsdóttir
Kristrún Ríkarðsdóttir
Margrét Þorsteinsdóttir
Hómfríður Kristjánsdóttir
varamaður.
FRÉTTIR
Frá Skrifstofu
Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga
Viðtalstímar Vigdísar Jónsdóttur
hagfræðings eru kl. 9-12 þriðjudaga,
miðvikudaga og fimmtudaga.
Sesselju Guðmundsdóttur
hjúkrunarfræðings em kl. 9-12
mánudaga og þriðjudaga.
Vísindasjóður
Um miðjan mars sl. voru
greiðslur úr A-hluta vísinda-
sjóðs félagsins lagðar beint inn
á bankareikning félagsmanna.
Þeir sem vom í fullu starfi árið
1995 fengu 16.909 krónur.
Aðrir fengu greitt miðað við
starfshlulfall. Þeir sem ekki
fengu greitt samkvæmt því sem
hér greinir eru beðnir að snúa
sér til félagsins.
10 AR FRA
ÚTSKRIFT
Hjúkrunarfræðingar
útskrifaðir 1986 frá HÍ
Höldum upp á 10 ára afmælið okkar
31. maí n.k. Þeir sem vilja taka þátt í
afmælinu hafi samband við Sesselju
Guðmundsdóttur í síma 568-7575
eða Guðrúnu Bjarnadóttur síma 554-
6690.
LOKAÐ-LOKAÐ
Skrifstofa
Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga
verður lokuð vegna
sumarleyfa dagana
15. júlí - 6. ágúst.
TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996