Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 7
María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur M.N. Syrgjendur og hefðbundnar hugmyndir um sorg Hefðbundnar hugmyndir um sorg og sorgarviðbrögð hafa töluvert verið gagnrýndar og er dregið í efa að þœr lýsi nœgilega vel reynslu þeirra syrgjenda sem orðið hafa fyrir missi ndins œttingja eða vmar. Fram að þessu hefur sorginni fyrsl og fremst verið lýst sem einstaklingsbundnu ferli en áhrif hennar á Jjölskylduna sem heild hafa lítt verið könnuð. Þar sem hjúkrunar-frœðingar hafa í starfi sinu löngum stuðst við hefðbundnar hugmyndir er mikilvœgt að þeir kynni sér gagnrýni jressa sem °g önnur viðhorf til sorgarinnar. Marfa Guðmundsdóttir lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Islands 1980 og M.N. prófi í hjúkrunarfræði með áherslu á fjölskyldu- meðferð frá háskólanum í Calgary í Kanada 1992. Hún er nú f doktorsnámi í hjúkrun við Kalíforníu- háskóla f San Fruncisco í Bandaríkjunum. •*- lest okkar hafa ákveðnar skoðanir og staðfasta trú sem mótar hegðun okkar og viðhorí. Slíkar skoðanir eiga uppruna sinn í' uppeldi okkar og menningu og hafa því þróast frá einni kynslóð til annarrar. Þær liggja oft djúpt í vitund okkar og hafa dlirií á hvað við teljum vera rétt og rangt.í hegðun og fari okkar sjálfra sem og annarra (Borhek og Curtis, 1983). Við höfum oft ákveðnar skoðanir á því hvernig beri að hegða sér þegar sorgin ber að dy rum. Þessar skoðanir okkar byggjast á gömlum og rotgrónum hefðum samfélagsins og þeirri viðbótarþekkingu sem til dæmis við hjúkrunaifræðingar höfum aflað okkur í námi og slarfi. Við lestur fræðigreina má sjá að fræðimenn hafa gefið sér ákveðnar forsendur um hvernig skuli bregðast við missi náins ættingja eða vinar. Þessar forsendur eru meðal annars byggðar a rannsóknum, kenningasmíð og klínískri reynslu sérfræðinga. En þær eru einnig byggðar á þeim menningarlega arfi sem •nótar viðhorf og skoðanir sérfræðinganna (Wortman og Silver, 1989). Hefðbundnar og jafnframl ríkjandi hugmyndir um sorg og sorgarviðbrögð hafa töluvert verið gagnrýndar undanfarið og telja ýmsir að þær lýsi ekki nægilega vel reynslu þeiira syrgj- enda sem orðið hafa fyrir missi náins ættingja eða vinar. Einnig er talið að stöðug trú á þessar hugmyndir hafi orðið til þess að sorgarviðbrögð séu metin sem annaðhvort rétt eða röng, það er að segja ýmisl er litið á þau sem eðlileg eða óeðlileg. Ríkjandi hugmyndir um sorg Hefðbundið er að skoða sorgarviðbrögð í formi stiga eða lerlis sem syrgjandinn gengur í gegnum. Þess er vænst að syrgjandinn gangi í gegnum þessi stig eða þetta ferli en þó ekki endilega í fyrir fram ákveðinni röð (Kubler-Ross, 1969; Lindemann. 1944; Parkes, 1972). Sorgarviðbrögðum hefur einnig verið lýst í formi verkefna sem syrgjandinn þarf að takast á við á leið sinni til aðlögunar að missinum (Worden, 1982). Þessir fræðimenn eiga það sameiginlegt að líta á sorg- *na sem tímabundið fyrirbæri í lífi einstaklingsins. Lindemann (1944) áleit að hægt væri að vinna úr sorginni á um það bil fjórum til sex vikum, en Worden (1982) hélt að tvö ár væri nær jagh Væri sorgarferlinu ekki lokið að þessum tíma loknum var l'bð á sorgina sem sjúklegt ástand. Cowles og Rogders (1991) athuguðu vandlega ýmsar greinar og bækur sem hafa verið skrifaðar um sorgarviðbrögð innan hjúkrunar- og læknisfræði. 1 framhaldi af þessari athugun ákváðu þær síðan að setja saman skilgreiningu á sorg sem best myndi lýsa ríkjandi hugmyndum. Samkvæmt skilgreiningunni er sorginni lýst sem kröftugu, gegnsýrandi og mjög einstaklingsbundnu ferli. Einnig komust þær að raun um að sorgin hefði ákveðin takmörk og utan þessara takmarka væri hún óviðeigandi, ógeðfelld eða sjúkleg. Wortman og Silver (1989) komust að sömu niðurstöðu eftir að hafa gert ílarlega úttekt á heimildum. Þær fundu að þeir sem ekki brugðust við missi ættingja eða vinar með mikilli þjáningu voru taldir afneita sorginni og jafnvel sagt að þeir væru óhæfir lil að mynda sterk tengsl við aðra. Gagnrýni á heföbundnar hugmyndir Ymsir hafa orðið til þess að gagnrýna hefðbundnar hugmyndir um sorgina. Watson og Lee (1993) gagnrýndu þær hugmyndir að syrgjandinn gengi í gegnum fyrirfram ákveðin sorgarstig sem væru svo túlkuð sem eðlileg sorgarviðbrögð. Þær töldu þessa skoðun oft og tíðum vera mjög til trafala í samstarfi við syrgjendur og fremur til þess fallna að dæma syrgjendur en aðstoða. Wortman og Silver (1989) töldu að hefðljundnar hugmyndir hefðu ekki staðist prófanir nægilega vel, en það þýðir að ýmsar rannsóknir virðast ekki styðja þær forsendur sem hugmyndirnar byggja á. Til dæmis gagnrýndu Wortman og Silver þá skoðun að nauðsynlegt væri að vinna sig gegnum sorgina. Með vinnu áttu þær við þá sem reyna markvisst að leita skýringa á dauðsfallinu og aíleiðingum þess. Hefðbundnar hugmyndir byggja á þeirri forsendu að sorg sé tímabundið ástand sem ljúki með fullri aðlögun að breyttu ástandi. Að öðrum kosti er um að ræða sjúkleg eða á einhvern hátt óeðlileg sorgarviðbrögð. Þessi fullyrðing hefur hvað oftast verið véfengd með rannsóknum (Kelly, 1991; Rosenbaum, 1991). Rando (1986) taldi til dæmis að sorg foreldra væri ævilangt ferli og þess vegna kærnu hefðbundnar kenningar um sorgina að takmörkuðu gagni við að lýsa reynslu foreldra af barnsmissi. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.