Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 27
Nauðsynlegt er fyrir alla hjúkrunarfræðinga að þekkja félagið sitt og því var verðandi hjúkrunarfræðingum, þ.e.a.s. fjórða árs nemum f námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla fslands, boðið á kynningarfund í húsakynnum félagsins að Suðurlandsbraut 22 í febrúar sl. Hér á síðunni má sjá myndir af hluta þeirra 31 hjúkrunarfræðinema sem komu á fundinn. d.9ía Möller, formaður, byrjaði á að kynna þeim uppbyggingu, stöðu og stofnun félagsins °S þá þjónustu sem félagsmönnum býðst. Vigdís Jónsdóttir hagfræðingur félagsins talaði sfðan um hvað hjúkrunarfræðingum ber að hafa f huga við ráðningu 1' starf. Nemamir höfðu að vonum um margt að spyrja varðandi þessi mál og leysti Vigdfs úr spurningum hjúkrunar- fræðinemar í heimsókn þeirra. Að sjálfsögðu var Tímarit hjúkrunar- frœðinga kynnt á fundinum og um þann þátt sá Þorgerður Ragnarsdóttir ritstjóri. Sesselja Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur sagði að lokum frá mati á viðbótarmenntun og atvinnumöguleikum erlendis. Hjúkrunarfræðinemarnir fengu síðan afhent ýmis gögn sem varða hjúkrunarfræðinga, s.s. siðareglur hjúkrunarfræðinga, launatöflur, lista yfir hvað ber að hafa í huga við ráðningu í starf, leiðbeiningar varðandi hjúkrunarleyfí innan og utan Evrópska efnahagssvæðisins og fleira sem hugsanlega getur komið að góðum notum er farið er að huga að starfi. Ekki har á öðm en hjúkrunarfræðinemar væru ánægðir með boðið enda lauk þvi' með að boðið var upp á kaffi, brauð og tertu. S.G. Christiane Reimann verðlaunin A skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Hga'a nú frammi umsóknareyðublöð og önnur gögn frá ICN vegna tilnefningar til Christiane Reimann verðlaunanna. Hér er um töluverða peningaupphæð að ræða sem veitist hjúkrunarfræðingi, einum eða fleiri, sem skarað hafa fram úr á sínu sviði. Verðlaunin eru veitt á þingi ICN á fjögurra ára fresti en næsta þing verður 1997. Christiane Reimann, frá Danmörku, var fyrsti aðalritari ICN í fullu starfi og í erfðaskrá sinni gaf hún fyrirmæli varðandi verðlaunin. „ Verðlaunin veitist hjúkrunarfrœðingi, einum eða fleiri, sem á árunum nœst á undan verðlauna- ofhendingunni, hefur gert sérstakt átak annað hvort mnan hjúkrunarstéttarinnar -með rannsóknum eða hjúkrunarstörfum til góðs fyrir mannkyn- eða fyrir hjúkrunarstéttina. “ Tilnefningar þurfa að berast í pósti til valnefndar ICN fyrir 15. júlí 1996. Ekki er leyfilegt að senda inn tilnefningar á símbréfi. Gögn og umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Atvinnu UR Mlr Hjúkninarfræoinga PIERPONT - AERÓ SVISSNESK GÆÐI ýatigaoeyf 6 / - s: 662 4<fSO TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.