Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 46
ÁstaThoroddsen kynnti „telenurse" meira. Nýju reglurnar eru þó alls ekki alvondar að mati Vigdísar og ýmislegt í reglum Lífeyrissjóðs lijúkrunarkvenna sem ástæða er til að endurskoða, enda vaxandi óánægja meðal hjúkrunar- fræðinga með ýmis ákvæði þar. Sérstak- lega á þetta við um starfslok. Lilja Stefánsdóttir kynnti niðurstöðu ráð- stefnu um lífeyrissjóðsmálin frá deginum áður og voru fundarmenn sammála um niðurstöðurnar. „Telenurse" Ásta Thoroddsen kynnti samstarfs- verkefni 10 Evrópuþjóða sem kallast „Telenurse". Hér er um að ræða sam- ræmt skráningar- og flokkunarkerfi fyrir hjúkrun og markmiðið er að reyna að finna eitt kerfi sem allir geta verið sammála um. Þetta kerfi verður tekið í notkun til reynslu á tveimur heilsu- gæslustöðvum, einni deild á Land- spítalanum og einni deild á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það eru hjúkrunarfræð- ingar sem taka síðan ákvörðun um það hvort kerfið er nothæft eða ekki. Ásta biður um gott samstarf við þetta tilraunaverkefni. Ásta nefndi að lokum að læknar gæti þess að skrá verk sín og samkvæmt opinberum skýrslum vinna læknar 2/3 af þeim verkum sem unnin eru á heilsugæslustörfum, sem þýðir að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar vinna 1/3. Hjúkrunarfræðingar vita að svona er þetta ekki en ráðamenn byggja allt sitt mat á tölum. Það er því löngu tímabært að hjúkrunarfræðingar skrái sína vinnu. Lýst eftir viðhorfum hjúkrunarfræðinga. Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkrunar- fræðingur, sem lauk meistaranámi í gerð heilbrigðisáætlana í Bretlandi í fyrra- haust, og Ásta Möller formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fjölluðu um heilbrigðisáætlanir. Sigrún taldi að hjúkrunarfræðingar hefðu þeim skyldum að gegna við samfélagið að taka þátt í málefnalegri umræðu um heilbrigðis- áætlun. Hún varpaði fram spurningunni hvaða pólítík vilja hjúkrunarfræðingar hafa um heilbrigðisáætlun? Hjúkrunarfræðingar á Evrópuráð- stefnunni í Vín árið 1988 tóku ákveðna stefnu í þessu máli sem er framfylgt og unnið eftir. Ásta greindi frá því að hún væri í nefnd sem skipuð hefði verið til að endurskoða heilbrigðismarkmið ríkisstjómarinnar frá 1991. Þar væri ætlunin að setja heilbrigðisþjónustunni mælanleg markmið. Nefndinni er ætlað að skila af sér áætlun til 4 ára 1. nóvem- ber n.k. og áætlun til 10 ára 1. mars 1997. Ásta nefndi dæmi um mál sem nefndin þarf að taka afstöðu til, s.s. hvort setja ætti meiri peninga í forvarnir og heimahjúkrun í stað stofnana og hvernig aðstaða á að vera í heilbrigðis- þjónustunni úti um allt land. Ásta beinir því til svæðis- og fagdeilda að hefja umræðu um málið hjá sér og koma hugmynduin og ábendingum til sín, sem hún síðan færi með sem innlegg hjúkmnarfræðinga inn í nefndina. Samróð heilbrigðisstétta Ólöf Ásta Ólafsdóttir, formaður siðanefndar, sagði frá málþingi siða- nefndar Landlæknisembættisins um samráð í heilbrigðisþjónustunni. Þarfór m.a. fram umræða varðandi samráð um lífslok. Ólöf Ásta nefndi að allir séu sammála um að samráð eigi að vera nánara milli heilbrigðisstétta en að Ólöf Ásta Ólafsdóttir 102 TtMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996 hjúkrunarfræðingar túlki samráð á allt annan hátt en læknar. Hún taldi að búast mætti við að landlæknir sendi frá sér reglur hvað þetta varðaði til allra heilbrigðisstofnana. Viðbótarmenntun Krislín Björnsdóttir, formaður námsbrautar í hjúkrunarfræði, kynnti stöðu mála varðandi viðbótar- og framhaldsnám á næstu ámm. Nánar er fjallað um þessi mál hér á síðum 116- 117 í blaðinu en á fundinum kom m.a. fram að eðlilegt þætti að fagfélögin og stofnanir kæmu að breytingaráformum varðandi námið og að koma þarf á formlegu samstarfi milli þessara aðila um framhaldið. Alyktun samþykkt Á fundinum vom samþykktar tvær ályktun sem síðan vom sendar fjölmiðlum. Önnur birtist á síðu 61 en hér á eftir fer sú um heilbrigðismál: Félagsráðsfundur Félags fslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 23. febrúar 1996 varar við jieim aðferðum sem beitl hefur verið til að mæta útgjaldaaukn- ingu til heilbrigðis- og tryggingamála. Þar sem langtímastefnumótun og samstöðu um forgangsröðun vantar f skipulagningu á heilbrigðisþjónustu er gripið til handahófskennds niðurskurðar, sem bitnar á öllum jiáttum heilbrigðis- þjónustu. Þessar aðferðir munu ekki skila tilætluðum árangri. Urræði stjórnenda einstakra heilbrigðisstofnana til að mæta kröfum um niðurskurð felast m.a. í lokunum deilda, án heildaryfirsýnar á áhrifum þess innan heilbrigðiskerfisins, óhagkvæmum tilfiutningi á starfsemi, sem gerir lítt annað en að skapa óöryggi skjólstæðinga og frestun aðgerða hjá sjúklingum. Félagsráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur brýnt að sátt náist um framtíðarmarkmið í heilbrigðis- málum þjóðarinnar sem miðar að því að viðhalda gæðum íslenskrar heilbrigðis- þjónustu og stuðla að eðlilegri þróun hennar. Félagsráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar því framtaki lieilbrigðis -og tryggingamálaráðherra að skipa nefndir til að móta stefnu í heilbrigðisþjónustunni lil lengri tíma og um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar leggja áherslu á að í jieirri vinnu verði hagsmunir heildar- innar hafðir að leiðarljósi og að tryggð verði fullnægjandi heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.