Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 57
Hjúkrun '96 Klínískar rannsóknir í hjúkrun -R_áðstefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 10. og 11. maí 1996. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Klfnískar rannsóknir í hjúkrun“. Meginmarkmið hennar er að leiða saman í vitund hjúkrunarfræðinga rannsóknir í hjúkrun og daglegt starf. Reynsla og rannsóknir erlendis hafa sýnt að með því að fram- kvæma rannsóknir samhliða klínísku starfi og nýta niðurstöður þeirra er hægt að bæta þá hjúkrun sem veitt er og draga úr kulnun í starfi. Með markvissum rannsóknum í hjúkrun má bæta þann fræðilega grunn sem hjúkrunarstarfið hvílir á og leysa sérhæfð klínisk vandamál. Tilgangur klíniskra rannsókna er alltaf sá að finna leiðir til að veita betri hjúkrun en jafn- framt kemur stundum í ljós ijárhagslegur og stjórnunarlegur ávinningur af rann- sókn. Gestafyrirlesari ráðstefnunnar, Dr. Karin Kirchhoff, er klíniskur vís- indamaður í hjúkrun og hefur hún verið framkvæmdastjóri hjúkrunarrannsókna við háskólasjúkrahúsið í Salt Lake City síðastliðin 9 ár. Einnig mun Dr. Auðna Ágústsdóttir kynna doktorsrannsókn sína. Að vera neytandi rannsókna Stundum hefur viljað brenna við að hjúkrunarfræðingum í starfi í heil- brigiðskerfinu hafi fundist rannsóknir ekki vera þeim viðkomandi, heldur vera verkefni þeirra sem sinna fræðimennsku. Jafnframt telja margir hjúkrunarfræð- ingar að lestur rannsóknagreina sé mjög erfitt verk og lítið upp úr því að hafa. Þessi ráðstefna mun sýna að svo er ekki. Hjúkrunarfræðingar bæði í klínisku starfi og kennslu munu kynna rann- sóknarverkefni sem flest hafa verið unnin með því fólki, heilbrigðu og sjúku, sem hjúkrunarfræðingar sinna í daglegu starfi f heilbrigðiskerfinu. Eins verða fróðleg erindi um reynslu hjúkrunar- fræðinga af því að taka þátt í að fram- kvæma rannsóknir með sínu hefðbundna starfi, ánægju og erfiðleika því samfara. Það að framkvæma rannsóknir er ekki eina leiðin til að bæta hjúkrun. Ekki er síður mikilvægt að vera „neytandi rannsókna“ með því að lesa rannsóknargreinar og nýta niðurstöður frá rannsóknum erlendis og hérlendis þegar við á. Fjallað verður um slíka „neyslu“ rannsókna í erindum fyrir- lesara. Á ráðstefnunni verður bryddað upp á ýmsum skemmtilegum og fróð- legum nýjungum. Nokkrir hjúkrunar- fræðingar munu sýna ráðstefnugestum að stéttin býr yfir ýmsum góðum hæfi- leikum til viðbótar því að hjúkra af list. Við setningu ráðstefnunnar mun Ráðstefna lO.-ll. maí 1996 hjúkrunar-fræðingur/söngkona gleðja með ljúfum tónum og á göngum verða til sýnis listaverk hjúkrunarfræðinga. Fræðadeildin Onnur nýjung tengist beint efni ráðstefnunnar. Fræðadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun vera með bás. Þar verður spumingum ráðstefnugesta svarað um hin ýmsu skref rannsókna í klínísku starfi og veitt byrjunarráðgjöf þeim sem hyggja á framkvæmdir. Við hvetjum alla hjúkrunarfræðinga til að nýta sér það til fullnustu að hafa auðveldan aðgang að sérfræðingum í hjúkrunarrannsóknum. Ef þið, og stofnanir þær sem þið vinnið við, emð með hugmyndir eða sérstök vandamál sem þið viljið leita svara við, þá er einnig hægt að senda inn skriflega lýsingu til fræðadeildar félagsins fyrir ráðstefnuna svo sérfræðingar geti undirbúið svörin sem best. Gert er ráð fyrir að einn eða fleiri sérfræðingar verði við í básnum í matar -og kaffihléum seinni dag ráðstefnunnar. Ágætu starfsfélagar, notum þetta einstæða tækifæri til að þróa starfsgrein okkar og okkur sjálf með því að mæta sem flest á þessa ráðstefnu. Munið að síðasti skráningardagur er 3. maí '96. Frœðslu- og menntamálanefnd. Láttu þrífa og bóna bílinn hjá Emmu og Kristjáni ÞRIF • BÓNUN • HREINSUN • DJÚPHREINSUN • BLETTUN • Sækjum og skilum bílnum þér að kostnaðarlausu! • Við tvíbónum bílinn til að ná sem bestum árangri! • Allir bílar eru tryggðir hjá okkur! • Gerum tilboð ef þess er óskað Vandvirkni og góð þjónusta Kársnesbraut 112 að neðanverðu, Kópavogi S 554 5100 • GSM sími 896 5900 • Símboði 845 8029 OPNUNARTÍMI: virka daga: 09.00-24.45 laugardaga: 09.00-24.45 sunnudaga: 10.00-24.45 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.