Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 59
Ráðstefna um lífeyrissjóðsmál xS immtudaginn 22. febrúar sl. stóð Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir ráðstefnu um lífeyrismál hjúkrunarfræðinga. Ráðstefnan var öllum opin og var þátttakan mjög góð. Tilgangur ráðstefnunar var að móta hugmyndir hjúkrunarfræðinga um hugsanlegar breytingar á lögum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Á ráð- stefnunni útskýrði Haukur Hafsteinsson lífeyrisréttindi í Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna (LH) og Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins (LSR). Birgir Björn Sigurjónsson hélt erindi um samanburð á lífeyrisréttind- um í LH, LSR, Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda og lífeyris- sjóðum á almennum markaði. Indriði H. Þorláksson fór yfir hugmyndir fjármálaráðu- neytisins um breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna og Ásta Möller og Birgir Björn Sigurjónsson Dæmi um umsókn um makalífeyristryggingu Hér á eftir er dæmi um livernig hægt er að orða bréf til Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna þar sem sótt er um makah'feyristryggingu úr sjóðnum: Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna Laugavegi 114 150 Reykjavík xx. xx. 1996 Með þessu bréfi sœki ég um að tryggja maka mínum lífeyri úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna skv. 10 gr. laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Með kveðju Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ráðleggur þeim hjúkrunarfræðingum sem sækja um makalífeyristryggingu úr sjóðnum að taka afrit af bréfinu og fara fram á það að lífeyris- sjóðurinn kvitti fyrir móttöku bréfsins á afritið þannig að viðkomandi hjúkrunarfræðingar eigi staðfestingu á því að sjóðurinn liafí móttekið umsóknina. V.J. fjölluðu um hugmyndir að breytingum á lögum LSR og LH frá sjónarmiði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalagi háskólamanna. Eftir þessi erindi var þátttakendum ráðstefnunnar skipt upp í umræðuhópa og hver hópur velti fyrir sér svörum við nokkrum spurningum. Að lokum voru almennar umræður þar sem hver hópur gerði grein fyrir sinni niðurstöðu. Hjúkrunarfræðingar, líkt og aðrir, hafa að sjálfsögðu skiptar skoðanir um hvernig lífeyrismálum þeirra á að vera háttað í framtíðinni. Allir þátttakendur ráðstefnunnar voru þó sammála um það að hugsanleg endurskoðun á lögunum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna megi ekki leiða til skerðingar á lífeyrisréttindum hjúkrunarfræðinga, hvort sem um er að ræða heildarverðmæti réttinda eða réttindi hvers og eins hjúkrunarfræðings sem greitt hefur í sjóðinn. Fleiri sjónarmið komu einnig fram á þessari ráðstefnu og eru hér tekin nokkur dæmi: • I tengslum við endurskoðun á lögum LH verði haft raunverulegt samráð við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þannig að sátt skapist um breytingar. • Lffeyrissjóður hjúkrunarfræðinga verði ekki sameinaður öðrum lífeyrissjóðum. • Verði lögunum um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga breytt, þá hafi þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa áunnið sér lífeyrisrétt samkvæmt núgildandi lögum val um að taka lífeyri samkvæmt þeim eða nýrri lögum. • Skiptar skoðanir voru um mikilvægi þess að tryggja mökum rétt á lífeyrisgreiðslum úr sjóðnum. Margir töldu það mikilvægara að hafa möguleika á að fara 60 ára á lífeyri en að tryggja mökum lífeyri úr sjóðnum. Hugsanlegur annar kostur er lækkun á vinnuskyldu hjúkrunarfræðinga seinni hluta starfsævinnar. • Ororkulífeyrir verði framreiknaður. • Geymdur réttur verði verðtryggður, lífeyrisréttur miði við 10 bestu ár og meðal starfshlutfall. Þessi ráðstefna var, að mati forsvarsmanna Félags fslenskra hjúkrunarfræðinga, vel heppnuð og mikilvægt innlegg í þá umræðu sem nú á sér stað um lífeyrismál hjúkrunarfræðinga. V.J. Vigdís og Birgir Björn TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.