Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 14
beint. Þessari þörf var alls ekki fullnægt hjá viðmælandanum í síðara tilfellinu. Hún var því algjörlega óviðbúin þegar læknir kom og tilkynnli lát eiginmanns hennar þremur tímum eftir komu þeirra á sjúkrahúsið. Sýnt hefur verið fram á að ef fjölskyldur eru upplýstar um alvarlegt ástand sjúklings strax eru þær betur búnar undir fréttir af andláti ef lífgunartilraunir bera ekki árangur (Wells, 1993). I báðum tilvikum fengu eiginkonur og fjölskyldur þeirra ekki tækifæri til að vera hjá hinum sjúka fyrr en hann var látinn. I niðurstöðum Hampe (1975) kemur fram að fjölskyldur vilja vera hjá hinum dauðvona og hafa hjá sér einhvern sér til stuðnings. Þessi þörf kom mjög skýrt fram hjá viðmælend- unum. Samkvæmt niðurstöðum Miles (1993) skal hvetja fjölskyldur til að verja eins miklum tíma og þær vilja hjá látnum ástvinum. Þessari þörf var vel mætt hjá báðum við- mælendum og fram kom hve mikilvæg stundin á sjúkrahúsinu með hinum látnu var fjölskyldunum. 1 fræðilegu efni kemur ekkert beinlínis fram um þörf aðstandenda látinna sjúklinga fyrir aðstöðu. Þó kom fram í rannsókn Leske (1992) á þörfum 905 aðstandenda alvarlega veikra sjúklinga að þægileg aðstaða er eitt af þeim fimm atriðum sem þeir telja mikilvægust. Á deildinni var aðstaða annarrar fjölskyldunnar góð en hin fjölskyldan hafði enga aðstöðu fyrir utan herbergið sem hinn látni var í, að vísu sagðist konan halda að ekkert betra hefði verið að vera annars staðar. Aðstandendur dauðvona sjúklinga vilja að hjúkrunar- fræðingar komi heiðarlega fram, veiti þeim stuðning, hlusti á þá og sýni nærgætni í samskiptum. Einnig vilja fjölskyldur að hjúkrunarfræðingar sýni þeim áframhaldandi umhyggju eftir andlát ástvinar (Hampe, 1975; Waltman og Zimmerman, 1992). 1 hvorugu tilvikinu höfðu hjúkrunarfræðingar sest hjá fjöl- skyldunum eftir andlát mannanna eða boðist til að vera hjá þeim og þannig sýnt fjölskyldunum umhyggju eða gefið þeim tækifæri til að tala um tilfinningar sínar. Konurnar eiga báðar nokkuð stórar fjölskyldur sem voru með þeim á sjúkrahúsinu og var það mikill stuðningur fyrir þær og gerðu þær ekki kröfur um neinn frekari stuðning. Onnur konan sagði að sér hefði lengi verið þungt fyrir brjósti og verið eins og dofin eftir fráfall mannsins. Hin konan sagði að eiginmaðurinn væri alltaf í huga sér. Anderson, Bateman, Ingallinera og Woolf (1991) sem eru hjúkrunar- fræðingar á gjörgæsludeild í Richmond í Bandaríkjunum lýsa skipulagðri aðstoð sem hefur verið á deildinni í þrjú ár, eða frá 1989, við fjölskyldur í allt að eitt ár eftir lát ástvinar. Aðstandendum eru send kort fljótlega eftir andlát ástvinar og það er hringt í þá einum, þremur, sex og tólf mánuðum seinna lil að fylgjast með líðan þeirra og aðstoða þá eftir þörfum. Ánægja er með þetta fyrirkomulag bæði hjá aðstandendum og hjúkrunarfræðingum. Viðmælendur töldu aðspurðir að það hefði verið notalegt og hugulsamt ef starfsmaður sem þær hittu á deildinni, hefði haft samband við þær nokkm síðar. Ef heilbrigðisstarfsfólk heíur ekki skilning á reynslu fjölskyldna af alvarlegum veikindum og hvað þær telja mikilvægt, heldur það áfram að beina athyglinni að atriðum sem það sjálft telur mikilvægt (Leske, 1992). I grein Hickey og Leske (1992) segir að hlutverk fjölskyldna alvarlega veikra sjúklinga sé að breytast og þær krefjist og vænti þess að fá að vera meiri þátttakendur í ákvörðunum varðandi ástvini sína. I rannsókn Johnson og Justin (1988) þar sem kannaðar voru óskir 325 sjúklinga varðandi ákvarðanir um lífslok, kom fram að um 92% þeirra treysta fjölskyldu sinni best til að taka ákvarðanir sem þá varða. Heilbrigðisstarfsfólk hlýtur að telja þetta athyglisverða niðurstöðu og samkvæmt henni ætti að gera ráð fyrir frekari þátttöku aðstandenda í meðferð og umönnun sjúklinga en víða tíðkast. Alyktanir Af niðurstöðum rannsóknarinnar og fræðilegum heimildum dreg ég eftirfarandi ályktanir. Á bráðamóttöku þarf að vera áætlun um mótttöku og þjónustu við aðstandendur alvarlega veikra, slasaðra og/eða dauðvona sjúklinga. Þessi áætlun þarf að vera öllum kunn og allt starfsfólk deildarinnar þarf að geta farið eftir henni hvenáer sem er, því enginn tími er lil skipulagningar eftir að aðstandendur og áðurnefndir sjúklingar koma á bráðamóttöku. Fjölskyldur þurfa að hafa góða aðstöðu eins nálægt aðstandanda sínum og hægt er, svo sem þægileg sæti, síma, snyrtingu og að geta fengið að borða. Hjúkmnarfræðingur, sem tekur á móti fjölskyldu alvarlega veiks sjúklings, þarf að vera með henni allan tímann á bráðamóttöku, eins og fram kemur m. a. hjá Wells (1993). Gera þarf ráð fyrir nærveru aðstandanda við endurlífgun sjúklings ef fjölskyldur óska þess. Að sögn Hanson og Strawser (1992) er þetta víða viðurkennt og framkvæmt. Upplýsingar til fjölskyldu þurfa að vera skýrar og ekkert dregið undan um ástand sjúklings (Wells, 1993). Hjúkrunar- fræðingar þurfa að hafa gott vald á sálrænni skyndihjálp og samskiptatækni, um það skrifa m. a. Sund (1987) og Eastham (1990). Gott getur verið að hafa til staðar skriflegar upplýsingar um t. d. jarðarfararþjónustu, stuðningsaðila, sorg og eðlileg sorgarviðbrögð (Wells, 1993). Skipuleggja þarf áframhaldandi stuðning við fjölskyldur eftir að heim er konúð sem miðast að þörfum hennar. I öllum tilfellum ætti viðkomandi hjúkmnarfræðingur að hafa samband við fjölskyldu nokkm eftir andlát ástvinar. Einnig þurfa hjúkrunarfræðingar að geta leitað til einhvers sér til stuðnings, það eru forsendur þess að geta stutt aðra (Miles, 1993). Þurfi fjölskyldur á meiri stuðningi að halda en hjúkrunarfræðingur getur veitt þarf að vera hægt að veita slíkan stuðning. Gera þarf ákveðnar kröfur til hjúkmnarfræðinga um samskipti við aðstandendur dauðvona og látinna sjúklinga. En samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, og samkvæmt niðurstöðum ýmissa rannsókna og skrifum sérfræðinga á þessu sviði, hafa hjúkrunarfræðingar ekki haft það fmmkvæði í samskiptum sínum við aðstandendur sem þörf er á. Wiseman (1992) efast um að hjúkrunarfræðingar séu þjálfaðir til að sinna öðru en líkamlegum þörfum fólks. Fjölskyldur vilja ekki lengur sitja aðgerðalausar inni á biðstofum sjúkradeilda heldurfá tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum sem varða ástvini þeirra. Hjúkmnarfræðingar geta verið leiðandi í stefnumótun fjölskyldumiðaðrar þjónustu, til hagsbóla fyrir þjóðfélagið í heild (Hiekey og Leske, 1992). Frekari rannsókna er þörf á reynslu fólks af margs konar áföllum við ólíkar aðstæður. Einstaklingar upplifa áföll með ólíkum hætti. Aldur, fyni reynsla og mismunandi aðlögunar- eiginleikar fólks við streituvaldandi aðstæður em þættir sem eru líklegir til að hafa áhrif á viðbrögð við áföllum. Frekari TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.