Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 4
Formannspistill Nútímalegar stjórnunaraðferðir og frumvarpið Asta Möller rjú i'rumvörp sem stjómvöld áformuðu að leggja fram á vorþingi og varða réttindi og réttarstöðu opinberra starfsmanna hafa fari hátt í umræðunni á sfðustu vikum. Þetta eru frumvörp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um samskipti á vinnumarkaði og um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Öll frumvörpin hafa mætt andstöðu opinberra starfsmanna og voru tvö frumvarpanna samin án nokkurs samráðs við þá, en það þriðja sem varðar samskipti á vinnumarkaði var vitað að myndi mæta verulegri andstöðu allra stéttarfélaga. Frumvarpið um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna hefur verið dregið til baka en hin frumvörpin tvö liggja fyrir Alþingi. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir athugasemdir við ýmsa þætti framangreindra frumvarpa. Til að mynda skilaði stjórn félagsins nýlega tæplega 20 síðna umsögn við frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. í þessum pistli verður í nokkrum orðum fjallað um þá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að nýtt frumvarp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins stuðli að því að færa ríkisreksturinn í nútímalegra horf sbr. yfírskrift upplýsingabréfs fjármálaráðherra frá mars 1996. Til að ná þessu markmiði skuli m.a. stefnt að aukinni valddreifingu, samfara aukinni ábyrgð stjómenda. Þetta yrði m.a. gert með því að færa stjómendum stofnana aukið vald í hendur gagnvart starfsmönnum sínum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er sammála því að færa stofnunum aukið vald og stjórnendum meiri sjálfstæði og ábyrgð á rekstri stofnananna. Hins vegar er það skoðun félagsins að slíkt verði ekki gert á kostnað réttarstöðu starfsmanna, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Nú ríkir ákveðið jafnræði milli vinnuveitanda og starfsmanns þar sem þeir semja í ráðningarsamningi m.a. um launakjör, í mörgum tilvikum launakjör umfram lágmarksákvæði kjarasamninga, og um vinnutíma starfsmanns. Slíkum samningi verður einungis breytt með samkomulagi milli aðila eða að öðrum kosti sagt upp í heild sinni. Með nýju frumvarpi er stjórnanda hins vegar fært það vald að taka ákvörðun um hvort starfsmaðurinn eigi að fá viðbótarlaun vegna sérstakrar hæfni, hvort starfsmaðurinn hafi staðið sig í starfi og hann getur tekið einhliða ákvörðun um að svipta hann umsömdum viðbótarlaunum. Einnig er stjórnanda fært það vald að taka ákvörðun um verksvið og breytingu á vinnutíma án samráðs við starfsmann. Þó má nefna að forstöðumaður getur lengt uppsagnarfrest starfsmanna í sex mánuði ef svo margir segja upp að starfsemi stofnunarinnar er í hættu. Nú nær sú heimild til starfsmanna innan sömu starfsgreinar og slík ákvörðun er eingöngu á valdi ráðherra. Nokkur ákvæði frumvarpsins varða réttarstöðu ríkistarfsmanna verði þeim á í starfi, eða hafa ekki náð tilhlýði- legum árangri, sem er nýmæli. Stjórnsýslulög voru samþykkt á árinu 1993 og eru þau sett til að tryggja einstaklingum lágmarksréttindi í samskiptum sínum við stjórnvöld. Ýmis ákvæði frumvarps um réttindi og skyldur brjóta í bága við þessi lög og er óskiljanlegur sá ásetningur sem kemur þar fram að réttarstaða opinberra starfsmanna verði skörinni lægri en annarra þegna þjóðfélagsins í samskiptum sínum við stjórnvöld. Sem dæmi má nefna að þá er í frumvarpinu ekki gert ráð fyrir að forstöðumanni beri skylda til að áminna starfsmann, gefa honum kost á að bæta ráð sitt eða tala máli sínu áður en lionum er sagt upp. Það er forstöðumanni hins vegar skylt að gera skv. bæði núgildandi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og skv. stjórnsýslulögum. Niðurstaðan er því sú að með frumvarpinu er vald forstöðumanna aukið á kostnað starfsmanna og skapað er óviðunandi ójafnvægi í samskiptum þessara aðila. Hjúkrunarfræðingar eru sammála því markmiði ríkisstjórnarinnar að færa ríkisreksturinn í nútímalegra horf og hafa lengi lýst sig reiðuliúna til samstarfs við stjórnvöld við slíkt verk. Framangreind atriði í frumvarpi um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins teljast liins vegar seint til nútímalegra stjórnunarhátta, þar sem starfsmaðurinn er settur undir ægivald yfirmanns síns. Nýjustu stjórnunar-kenningar kveða á um að leiðin til árangurs við rekstur fyrirtækja felist m.a. í að skapa aðstæður þar sem framlag hvers og eins til reksturs fyrirtækisins er metið og samskipti yfirmanna og undirmanna taki fremur mið af að setja sameiginleg markmið, en að starfsmaðurinn sé undir hælnum á yfirmanninum. í nýju tölublaði Frjdlsrar verslunar er kynnt ný bók eftir metsöluhöfundinn Mark H. McCormack, einn þekktasta höfund síðari ára um nútímastjórnunaraðferðir. í bókinni eru dregin fram 10 helstu atriði sem stjórnandi þarf að tileinka sér til að hann teljst nútímastjórnandi, en eitt þeirra er: „Komið á opnum samskiptum milli stjórnenda og starfsmanna“. Þá er í greininni dregið fram megininntak bókarinnar sem felst í eftirfarandi tilvitnun höfundar í Biblíuna „Komið fram við aðra eins og þið viljið að aðrir komi fram við ykkur“. Varla er hægt að segja að hin nýja starfsmannastefna stjórnvalda -sem birtist í nýju frumvarpi að réttindum og skyldum starfsmanna ríkisins og á að endurspegla nútímastjórnunarhætti- taki mið af þessum ráðleggingum. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.