Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 35
k i Árún Sigurðardóttir „Halló, halló ég er hérna" Um meðvitund sjúklinga í svæfingu eir sem fara f aðgerð og eru svæfðir eiga von á að vita ekkert af sér frá því að svæfíng hefst og þangað til þeir eru vaktir aftur að aðgerð lokinni. Sem betur fer er það lang oftast svo. Flestir hafa samt eflaust heyrt sögur af því að sjúklingar hafa legið vakandi í aðgerð og jafnvel upplifað miklar kvalir. Þessir sjúklingar hafa þá verið með meðvitund f svæfingunni, eða það sem á ensku nefnist „awareness“. Meðvitund í svæfingu er þegar sjúklingur heyrir og skynjar hvað fram fer umhverfis hann en verkir fylgja alls ekki meðvitundinni í ölluin tilfellum. Þá er sjúklingurinn oftast ófær um að láta aðra vita af ástandi sínu vegna áhrifa svæfingalyfja. Talað er um tvær gerðir af meðvitund í svæfíngu: meðvitaða lífsreynslu (explicit memory) þegar sjúklingurinn man vel eftir því sem gerðist; og ómeð- vitaða lífsreynslu (implicit memory), þá er sjúklingurinn ófær um að kalla fram það sem hann upplifði en það birtist í breyttri hegðun eða kemur fram við dáleiðslu (Jones, 1994; Kole, 1993). Hjúkrunarfræðingur þarf að bregðast rétt við ef sjúkl- ingur nefnir slíka lífsreynslu og hvetja hann til að tala um hana, því það er ekki alltaf auðvelt. Með því móti getur hjúkrunarfræðingurinn dregið úr langtíma afleiðingum meðvitundar í svæfingu. Svæfingafræðin er ung fræðigrein en upphafið er rakið til etersvæfingar sem framkvæmd var árið 1846 í Boston. Frá fyrstu tíð svæfinga hefur verið talað um meðvitund í svæfingu og fljótlega var svæfingin greind í stig sem gáfu til kynna hversu „djúp“ hún var. Þó svo að önnur og nákvæmari skipting hafi komið fram sfðar þá var og er stigskiptingin mikilvæg. I árdaga svæfinga var meiri hætta á því að svæfa sjúklinginn of djúpt með tilheyrandi vandamálum, svo sem öndunarstoppi, blóðþrýstingsfalli og jafnvel dauða. Mismunandi lyf eru gefin við svæfinguna en sameiginlegt markmið þeirra ílestra er að ná fram og viðhalda hinni klassísku þrenningu svæfingar; amnesiu (minnisleysi), analgesiu (verkjaleysi) og muscle relaxation (vöðvaslökun). Með tilkomu vöðvaslakandi lyfja á fimmta áratug þessarar aldar var ekki lengur nauðsynlegt að svæfa sjúklinginn eins djúpt til að hægt væri að skera hann upp án þess að hann hreyfði sig. Samfara því var aukin hætta á að sjúklingurinn væri ekki nógu djúpt svæfður og væri með meðvitund í svæfingunni (Newberg, 1988; Payne, 1994). Orsök meðvitundar í svæfingu er ónóg svæfing, sjúkl- ingurinn fær af einhverjum ástæðum ekki næg svæfingalyf. Einkenni ónógrar svæfingar er oft erfitt að meta eða greina þau rétt en þau eru hækkaður blóðþrýstingur og púls, sviti, tár og aukin öndunartíðni. Sjúklingur sem er fær um að hreyfa sig gerir það h'klega. Ymis lyf hafa hemjandi áhrif á þessi einkenni eins og betablokkerar, vöðvaslakandi lyf svo og svæfingalyfin sjálf. Ofangreind atriði koma þó yfirleitt fram vegna einhvers annars en meðvitundar f svæfingu, sem torveldar að sjálfsögðu enn frekar rétta greiningu. Erfitt er að áætla nákvæmlega þarfir einstakra sjúklinga fyrir svæfingalyf og svæfingardýptin breytist einnig stöðugt f allri aðgerðinni. Mikilvægt er að sjúklingarnir fái nægilega stóra lyfjaskammta við innleiðslu svæfingar. Práyne (1994) nefnir 5 dæmi um meðvitund í svæfingu vegna of lítilla innleiðsluskammta, en þessir sjúklingar voru aðeins með rænu í byrjun aðgerðarinnar. Enn aðrir sjúklingar hafa „vaknað“ í miðri aðgerð. Aune TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.