Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Page 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Page 61
Fjarnám til meistaragráðu frá háskólanum í Manchester * íslenskra hjúkrunarfræðinga, námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla íslands og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri hafa, á undanförnum mánuðum, kannað möguleika á fjarnámi til meistaragráðu frá háskólanum í Manchester. Fjarnámið er skipulagt og stjórnað af the Royal College of London í Englandi. Bob Price, kennslustjóri, og Dr. Lis Clark, stjórnandi fjamámsins, komu til íslands þann 25. mars s.l. og dvöldu hér í fjóra daga til að kanna áhuga hjúkrunarfræðinga á náminu. Skipulagði Félag íslenskra hjúkmnar- fræðinga heimsókn þeirra til íslands í samráði við hjúkmnardeildir háskólanna. Þann 27. mars var haldinn kynningarfundur á fjarnáminu í húsa- kynnum námsbrautar í hjúkmnar- fræði, þar sem Bob Price og Dr. Lis Clark sögðu áhugasömum hjúkmnar- fræðingum frá skipulagi námsins og svömðu spumingum. Yfir eitt hundrað hjúkmnarfræðingar mættu á fundinn og virtist vera mikill áhugi á náminu. Fundur var einnig haldinn með kennumm frá báðum háskólunum þar sem námið var kynnt og áhugaverð skoðanaskipti fóru fram. Til umfjöllunar var m.a. sá möguleiki að hafa námsmiðstöð (study center) á íslandi þar sem íslenskir hjúkmnarkennarar tækju að sér að vera leiðbeinendur þeirra hjúkmnarfræðinga sem væru í fjar- náminu. Einnig var rætt um það fyrirkomulag að hafa breska leiðbeinendur sem kæmu þá e.t.v. til landsins einu sinni eða tvisvar á önn. Forsvarsmenn Royal College of Nursing hafa enn ekki tekið ákvörðun um endanlegt fyrirkomulag námsins. Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um fjamámið er bent á að hafa samband við Sesselju Guðmundsdóttir hjá Félagi íslenskra hjúkmnarfræðinga mánudaga og þriðjudaga frá kl. 9.00-12.00. Einnig er hægt að nálgast bæklinga um námið og umsóknareyðu- blöð hjá félaginu. Bob Price mun halda fyrirlestur á ráðstefnu heil- brigðisdeildar Háskólans á Akureyri þann 18.-19. júni n.k. og gefst þá hjúkmnar- fræðingum tækifæri til að ræða við hann frekar. S. G. Bros á dag... Tveir Hafnfirðingar vom á hreindýraveiðum á Austurlandi þegar annar skaut hinn óvart. Sá slasaði var fluttur til Reykjavíkur á slysadeild ásamt félaga sínum sem beið frétta á biðstofunni. Eftir langa mæðu kom læknirinn fram og Hafnfirðingurinn spurði um líðan vinar síns. Læknirinn hristi höfuðið og sagði: „Hann hefði lifað þetta af ef þú hefðir ekki gert að honum." Eiginmaðurinn kom óvænt heim um miðjan dag og fann þá konu sína uppi í rúmi með dvergi. Hann brást reiður við og sagði: „Vomm við ekki búin að koma okkur saman um að þú hættir að halda framhjá?!" „Sérðu ekki að ég er að reyna að minnka við mig?" var svarið. IVtaður nokkur hringdi í talsamband við útlönd: „Hv hv hv hv hvað kkkkkostar aaaaað hringja tiiiil Aaaaaaaaaaameríku?" „Ætlar þú að hringja eða einhver annar?" „Ééééééég." „Það er sennilega miklu ódýrara fyrir þig að fljúga." Sérskipulagt BS-nám fyrir hjúkrunarfræðinga í ljósi góðrar aðsóknar hefur verið tekin sú ákvörðun að bjóða áfram næstu þrjú árin sérskipulagða námsleið fyrir hjúkmnarfræðinga sem hafa hug á að ljúka B.S. gráðu í hjúkmnarfræði. Því geta hjúkmnarfræðingar skráð sig f þetta nám alll til haustmissersis 1998. Bent skal á að skráning nýrra nemenda fer fram í nemendaskrá Háskóla íslands á tímabilinu 22. maí til 5. júní og 2. lil 5. janúar ár hvert. í ljósi fenginnar reynslu er afar mikilvægt að þessum dagsetningum sé fylgt. Nánari upplýsingar fást hjá námsbraut í hjúkmnarfræði í síma 525-4961. Fyrir ► þig og þérut SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OC NÁCRENNIS Skólavörðustíg 1 I • Austurströnd 3 • I l.ítúni 2b Állabakka 14 • Kringlunni 3 • Skcilunni I I TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.