Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 8
Peppers og Knapp (1980), sem rannsökuðu sorgarviðbrögð mæðra, lýstu ástandi sem þeir kölluðu skuggasorg (shadow grief). Skuggasorg lýsir sér með skyndilegri hryggð, grát- köstum, hræðslu og annarri vanlíðan og töldu Peppers og Knapp að hún gæti komið fram hjá mæðrum, þeim oft algerlega að óvörum árum eða jafnvel áratugum eftir fósturlát, andvana fæðingu eða andlál ungbams. Skuggasorgin virtist sérstaklega koma fram í tengslum við fæðingar- og dánardaga barnanna en gat þó komið fram af öðru tilefni. DeFrain, Emst, Jakub og Taylor (1991) komust að því að „tíminn læknar ekki öll sár -sum sár gróa aldrei“. Þau sýndu fram á með rannsóknum sínum að foreldrar virtust syrgja látið barn alla tíð. Ymsir atburðir virtust minna foreldrana á barnið, svo sem fyrsti skóladagurinn, útskriftir úr skólum eða giftingar. Sb'kri atburðir gátu leitt til ævilangra vangaveltna um hvernig bamið þeirra hefði orðið. Teel (1991) áréttaði þess vegna mikilvægi þess að fagfólk áttaði sig á fyrirbrigðinu skuggasorg. Hún lagði áherslu á að veita þyrfti syrgjendum langtíma stuðning í stað þess að ætlast til þess að sorgin væri einungis tiltölulega stutt tímabundið ástand. Ahrif sorgar á fjölskylduna Innan geðheilbrigðisfræðinnar hefur aðallega verið litið á viðbrögð við missi sem tilfinningaátökum hjá einstaklingnum. Litið er á sorgina fyrst og fremst sem einstaklingsbundið fyrirbrigði, en áhrif hennar á fjölskylduna sem heild hafa lítt verið könnuð. Til dæmis er ekki vitað nægilega vel hvorl áhrif sorgarinnar em mismunandi eftir þroskastigi ijölskyldunnar. Þá er átt við hvort fjölskylda með smábörn bregst við dauðsfalli á annan liátt en fjölskylda með unglinga eða miðaldra fjölskylda, svo dæmi sé tekið. Ahrif sorgarinnar á stórfjölskylduna hafa heldur ekki verið könnuð nægilega vel (Walsh og McGoldrick, 1991). Meðal þeirra fáu sem skoðað hafa áhrif sorgarinnar á fjölskylduna í heild em Bowen (1976) og Paul og Grosser (1965). Bowen (1976) lýsti langtíma áhrifum missis sem tilfinningalegu losti er gæti gert vart við sig mánuðum eða jafnvel ámm eftir andlát náins ættingja eða vinar. Hann taldi auk þess að sum dauðsföll væru þýðingarmeiri en önnur og þess vegna hefðu þau meiri áhrif á fjölskylduna. Þessi áhrif áleit Bowen að gætu komið fram sem livers kyns vandamál, svo sem líkamlegir sjúkdómar, tilfinningalegir og/eða félagsleg vandamál. McGoldrick og Walsh (1991) studdu kenningu Bowens, en þær sögðu að ýmiss konar geðrænar og líkamlegar tmílanir hefðu verið tengdar nýlegum missi. Slíkar tmílanir töldu þær að finna mætti í ýmsum einkennum sem koma fram í fjölskyld- unni eða hjá einstaklingum innan hennar. Slík einkenni geta til dæmis verið hegðunarvandamál bams eða erfiðleikar í hjónabandi. Samt sem áður eru þessi tengsl milli dauðsfallsins og annarra erfiðleika eða vandamála oft ekki augljós við fyrstu sýn. Baptiste (1983) vann til dæmis með nokkmm fjölskyldum sem höfðu leitað til hans vegna erfiðleika í hjónabandi. Það var þó ekki fyrr en liðið var á meðferðina að í ljós kom að í þessum fjölskyldum hafði ungbarn dáið skömmu áður en erfiðleikamir í hjónabandinu hófust. Svipaða reynslu liöfðu fjölskyldufræðingamir Wright og Nagy (1993). Til þeirra leitaði fjölskylda að því er virtist vegna hugsanlegrar kynferðislegrar misnotkunar á elsta syninum. En síðar í meðferðinni kom í ljós að fjölskyldan leið vegna sorgar vegna yfirvofandi dauðsfalls móðurinnar, sem þjáðist af ólæknandi krabbameini. Onnur viðhorf Sá stuðningur, sem einstaklingnum er veittur með hliðsjón af hefðbundnum sorgarhugmyndum, reynist ekki alltaf gagnlegur þeim sem þjást vegna látins ættingja. White (1988) fékk til meðferðar marga þá einstaklinga sem höfðu verið greindir með sjúklega sorg. Þessir einstaklingar voru sér vel meðvitaðir um lokamarkmið sorgarúrvinnslunnar sem var að sætta sig endanlega við missinn og halda áfram að lila lífinu. White tók eftir að meðferð, sem fylgdi hefðbundnum hugmynd- um um sorg, virtist koma í veg fyrir að þessir einstaklingar næðu að njóta sín þrátt fyrir missinn. Hann lagði þvf til að endurnýja þyrfti sambandið við hinn látna ættingja eða vin. Við þessa endurnýjun notaði hann kveðjumyndhvörfin „komdu sæl(l)“ f stað þess að segja endanlegt „vertu sæl(l)“ við hinn látna ættingja. Hann taldi óheppilegt að krefjast þess að aðlögun að missi fæli í sér að kveðja endanlega þann látna. Slík krafa um endanlega kveðju gæti leitt til þess að syrgj- andinn yrði enn u|)pteknari af hinum látna en ella. Til þess að endurnýja sambandið við hinn látna ættinga, notfærði White sér ákveðnar spurningar eða spurningatækni sem hvöttu til jákvæðra tengsla við lúnn látna. Sem dæmi um spurningar sem White spurði skjólstæðinga sína má nefna: „Ef þú sæir sjálfa þig núna með augum Jóns, eftir hverju tækirðu, sem þú myndir virða og meta við sjálfa þig?“ og „Hvernig myndi það breyta líðan þinni, myndir þú virða og meta þetta við þig einmitt núna?“ White taldi einnig að kveðjumyndhvörfin væru sérlega gagnleg foreldrum sem hefðu misst fóstur eða ungbarn. Barnsmissir verður oft lil þess að foreldrum finnst sem þeim hafi mistekist f foreldrahlutverkinu og gætu því myndhvörfin auðveldað þeim að sjá sjálfa sig á jákvæðan hátt í hlutverki foreldris. Einnig gætu þau leyft foreldrunum að sjá sig með augum bamsins og þannig gætu þeir ímyndað sér hvemig barninu hefði líkað við þá sem foreldra. Maturana og Varela (1987) hafa sett fram athyglisverða kenningu um skilningarvit. Litið er á einstaklinginn sem lokað taugakerfi óháð ytra umhverfi sínu. Sem lífvera hefur einstaklingurinn þróast bæði sem einstaklingur og sem tegund. Þessi þróun hefur orðið til þess að sérhver einstaklingur er einstakur að allri gerð og ólíkur öllum öðmm einstaklingum. Tveir einstaklingar em því í raun tvö ólík keríi og hvor um sig bregst því við missi á sinn einstaka hátt. Hjúkmnarfræðingar, eins og allar aðrar mannlegar verar, eru athugendur sem skoða heiminn út frá eigin kerfi (Maturana og Varela, 1987). Við hjúkranarfræðingar metum því hegðun syrgjenda út frá þvf sem við sjáum og heyram, en við sjáum og heyram einungis það sem bygging okkar og þróun leyfir. Þess vegna getur mat okkar aldrei flokkast sem rétt mat eða rangt heldur endurvarpar það einungis þekkingu okkar og reynslu sem einstaklinga. Þar sem einstaklingurinn er lokað kerfi sem bregst við ytri áreitum í samræmi við eigin byggingu og þróun er ekki hægt að segja fyrir um hvernig hann muni bregðast við dauðsfalli. Lokuð kerfi gera aldrei mistök og þau hegða sér í samræmi við eigin byggingu en ekki samkvæmt einhverjum fyrirfram ákveðnum tilgangi (Dell, 1985; Maturana, 1978). Þar af leiðandi er ólíklegt að syrgjendur fylgi ákveðnu sorgarferli sem TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.