Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 29
<%& eéta
cOk&ccvpmi
„Það er bara einn sjúklingur sem liefur sagt
við rnig að honum finnist ekki við hœfi að
eg sé að syngja ú böllum. Flestum fmnst
gaman að heyra hverjir voru mœttir og
hvernig var á ballinu. Reyndar hjálpar
þetta mér við að mynda nánari tengsl við
fólkið því ég er Reykvíkingur og ekki mjög
kunnug hérna.“
Jóhanna og Idjómsveit í sjónvarpsþœttinum Þeytingi
Þetta segir Jóhanna Harðardóttir stoðhjúkrunarfræðingur
á Sjúkrahúsi Austur-Húnvetninga á Blönduósi þegar hún var
spurð að því hvernig sjúklingar hennar tækju því að hún væri
líka söngkona í hljómsveit. Þeir sem horfðu á sjónvarpsþáttinn
^eyting sem tekinn var upp á Blönduósi muna kannski eftir
'Ujúmsveitinni sem þar kom fram og flutti fallegt, frumsamið
og þá einkum og sér í lagi dökkliærðu söngkonunni.
Söngkonan er einmitt Jóhanna. Timaril hjúkrunarfrœðinga
mtlar aó leitast við að sýna „hina hliðina" á
hjúkrunarfræðingum', þ.e.a.s. frá hinum margbrotnu
hæfdeikum sem leynast innan hjúkrunarstéttarinnar og
úlændingar eru vel þegnar -en snúum okkur að Jóhönnu:
Byrjaði á Þorrablóti ó Hvammstanga
»Ég er fædd í París og alin upp í Bandaríkjunum. Ég kom
ekki U| fslands fyrr en ég er orðinn unglingur og kunni þá ekki
íslensku. Það tók mig þvf langan tíma að læra málið og bara að
komast inn f lffið hérna. Kannski er það þess vegna sem ég
kyrjaði svona seint að elta nn'na drauma,“ bætir hún við eftir
smá þögn.
„Það byrjaði á því að ég var dregin upp Þorrablóts-
skemmtun á Hvammstanga. Þetta leiddi til þess að ég fór að
syngja með sveitaballahljómsveit þorpsins, Lexi'u, og söng með
kmini í tvö ár. Hljómsveitin leystist svo upp og við tvö sem eftir
Vorurn sfofnuðum síðan hljómsveit á Blönduósi sem heitir
^únst. Reyndar er hann núna maðurinn minn og lieitir Jón
Sverrisson.
Jón hefur verið í tónlistinni sfðan hann var unglingur og
e oi’ samið heilmörg lög. Ég er aftur á móti algjör áhuga-
Ulanneskja en hann fór svo að kenna mér þessi lög og ég hef
samið texta við nokkur þeirra. Það gefur okkur mjög mikið að
Vlnna svona saman. Við stofnuðum svo dúettinn Jón og
0 anna og einnig sveitaballahljómsveitina Þrusk og liöfum
rei|ð að koma fram á skemmtunum hér í bænum og víðar.
Lagið sem við fluttum f Þeytingi er eftir Jón og heitir „Er það
ég?“ Þar erum við að segja að fólk eigi að líta í eigin barm áður
en það dæmir aðra. Yfirleitt reynum við að semja um eitthvað
sem er að gerast í kringum okkur og erum nýbúin að taka upp
lag sem heitir „Biðsalur dauðans“. Þar er vísað til myndarinnar
um börnin í Kína en um leið erum við að fjalla um að það sé
líka mannvonska hér í okkar vestræna heimi. Undirtónninn er
að við eigum að elska lífið.“
Var svo mikið ömmubarn
Jóhanna og Jón stefna að því að flytja til Reykjavíkur á
árinu þvf þau langar til að komast áfram í tónlistarheiminum en
tækifærin eru af skornum skammti úti á landi.
„Starfið gefur mér jafn mikið og að syngja,“ segir Jóhanna.
„En það er mikils virði að hafa eitthvað fyrir utan vinnuna; að
geta gleymt aðeins hinu daglega amstri og verið skapandi um
leið. Mig langar að taka það fram að ég hef notið mikils
skilnings hjá samstarfskonum mínum því jrað að syngja með
hljómsveit þýðir auðvitað næturvinnu um helgar, jafnvel til
klukkan 4 eða 5, og ég á að vinna aðra hverja helgi. Þær hafa
verið mjög liðlegar að skipta við mig enda höfum við allar
okkar áhugamál og reynum að styðja liver aðra svo við getum
ræktað þau. Hvað vinnuna varðar að öðru leyti þá hef ég
sérstakan áhuga á öldrunarhjúkrun. Ég held það sé vegna þess
að ég var svo mikið ömmubarn og þótti svo gott að vera hjá
ömmu og afa. Mér hefur alltaf fundist gamalt fólk svo fallegt og
gott og finnst það okkar ábyrgð að vel sé hugsað um það í
ellinni."
Jóhanna sagði að þau langi til að fá að koma fram á
skemmtistöðum í borginni og vonandi eiga hjúkrunarfræðingar,
og aðrir, sem ætla að bregða undir sig betri fætinum eftir að fá
tækifæri til að kynnast betur „hinni hliðinni“ á Jóhönnu.
B.K.
TÍMAIilT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996