Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 19
3. Óvissuna sem fylgdi geðsjúkdómnum fannst aðstandendum hvað erfiðast að lifa við. „Maður getur alltaf átt von á því að hann veikist. Maður vonar bara að einkenni sjúkdómsins haldist niðri sem lengst. Annars veit maður aldrei hverju maður getur átt von á.“ 4. Aðstandendur töldu að fordómar gagnvart geðveikum færu minnkandi í þjóðfélaginu en flestir höfðu einhverja sögu að segja eða nefndu atvik þar sem þeir voru ekki sáttir við hvernig tekið var á málefnum sjúklings og töldu það vera vegna andlegra veikinda hans. Þeir töldu að enn væri langt í land að geðsjúkir væru litnir sömu augum og líkamlega veikir þó alltaf væri þetta að færast í rétta átt. Viðurkenning sjúkdómsins 5. Viðurkenning á sjúkdómi fjölskyldumeðlims virtist vera nauðsynlegur undanfari þess að aðstandendur gætu einbeitt sér að sínum eigin hugðar- og viðfangsefnum. „Það eru svo margir sem hafa það verra en við höfum það. Það verður einhvern veginn auðveldara að lifa með því að hann hafi gefist upp enn einu sinni í þessari eilífu baráttu við sjúkdóminn. Maður reynir bara að sinna sínu.“ 6. Aðstandendur lýstu ýmsum aðlögunarleiðum eða aðferðum sem þeir höfðu tamið sér til að auðvelda sér að takast á við og viðurkenna geðsjúkdóm fjölskyldumeðlims. „Maður les allt sem maður kemst í um þessi mál. Maður er alltaf að reyna að skilja. Eftir að maður gerði sér grein fyrir að þetta er sjúkdómur, fólki er bara ekki sjálfrátt, þá hefur maður getað útilokað sig frá þessu um tíma og bara stundað sína vinnu.“ 7. Vonin skipti aðstandendur miklu máli, vonin um sómasamlegt líf fyrir hinn veika til lengri tíma. Vonin virtist vera snar þáttur í lífsviðhorfi aðstandenda og hjálpaði þeim að takast á við og viðurkenna að um langvarandi geðsjúkdóm væri að ræða. Þegar fram liðu stundir virtust flestir aðstandendur atta sig á takmörkunum hins sjúka og gera sér síðan raunhæfar vonir og væntingar til hans. Þeir aðstandendur voru í minni- hluta sem höfðu of miklar væntingar til sjúklingsins og þeir lýstu oftar vonbrigðum. Stuðningsþarfir 8. Þörfin fyrir tilfinningalegan stuðning, þ.e. að eiga einhvern að til að hlusta á sig með opnu og hlýju viðmóti, kom greinilega fram hjá aðstandendum, sérstaklega þegar erfið- leikar steðjuðu að í sambandi við hinn sjúka. Aðstandendur sóttust eftir og fengu tilfinningalegan stuðning fyrst og fremst Kjá nánum ættingjum. Þeir töluðu um að geðheilbrigðiskerfið kæmi ekki nægjanlega til móts við þessa þörf aðstandenda. 9. Allir aðstandendur sögðu mikla þörf fyrir stuðning, f>æði fræðslu og neyðaraðstoð. Þeim fannst að þessi stuðningur ætti að vera hluti af þjónustu geðdeilda. Aðstandendur töluðu Uln að sennilega væri hægt að fá þennan stuðning ef þeir legðu S1g fram um að fá hann, en hann væri ekki formlega í boði á deildunum. Mjög greinilega kom fram sú ósk aðstandenda að starfsfólk geðheilbrigðisstofnana hefði meiri samvinnu og samskipti við þá og miðlaði betur upplýsingum og fróðleik til þeirra. Umfjöllun Þær skoðanir sem komu fram f viðtölum við aðstandendur vekja upp margar spurningar sem vert er að skoða nánar í sambandi við geðhjúkrun. Stunda geðhjúkrunarfræðingar fjölskylduhjúkrun í klínísku starfi? Meta þeir tilfinningalega álagið sem aðstandendur lýsa í þessari rannsókn? Og ef þeir telja að aðstandendur séu undir miklu álagi samfara veikindum sjúklings, hvaða hjúkrunarþjónustu bjóða þeir? Tilfinningaálagið, sem aðstandendur töluðu um, hefur löngum verið nefnt huglægt álag meðal þeirra er aðhyllast raunhyggju (Thompson og Doll, 1982; Crotty og Kulys, 1986). Samkvæmt henni er álaginu skipt í hlutlægan (objective) og huglægan (subjective) þátt, allt eftir þvf hvort álagið hefur áþreifanleg áhrif á fjölskyldulífið eða hvort eingöngu er um mat eða upplifun viðkoinandi að um álag sé að ræða (Hoenig og Hamilton, 1966). Höfundur þessarar rannsóknar er ekki sammála þessari skiptingu enda skoðun margra að álag ráðist alltaf á endanum af mati hvers og eins á aðstæðum (Lazarus og Folkman, 1984; Stommel, Given og Given, 1990; Gubman og Tessler, 1987). Aðstandendur lögðu allir áherslu á tilfinninga- lega álagið og töldu það hafa áhrif á vellíðan sína. Þeir töldu það ekki valda álagi að standa í útréttingum og sinna ýmsum verkum til að hjálpa sjúklingi en lögðu áherslu á óvissuna í tengslum við hvað sjúkdómur er óútreiknanlegur, hræðsluna vegna hættunnar á að sjúklingur skaði sjálfan sig, ósanngirni og fordóma gagnvart sjúklingnum, þetta væru allt álagsþættir sem erfitt væri að takast á við. Til að geðhjúkrunarfræðingar geti veitt aðstandendum geðsjúkra markvissa áfallahjálp og stuðning er nauðsynlegt að þeir haldi áfram að fá nánari lýsingu á því álagi sem aðstandendur eru undir. Aðstandendur höfðu ekki eingöngu neikvæða reynslu í sambandi við hinn geðsjúka eins og ætla mætti að framan- sögðu. Þar voru líka bjartar hliðar og jákvæðar eins og ávallt er í mannlegum samskiptum. Eftir að aðstandendur viðurkenndu fyrir sjálfum sér að um sjúkdóm væri að ræða áttu þeir auðveldara með að taka sjúklingnum eins og hann var, með öllum sínum vandamálum, og komu þannig auga á björtu hliðarnar líka. Aðstandendur virtust meðvitað og ómeðvitað temja sér hugarfar sem stuðlaði að ákveðinni sátt við þann veika og það hjálpaði þeim að takast á við veikindin á sem jákvæðastan hátt. Aðstandendur bægðu frá sér vandamálum sjúklingsins um lengri og skemmri tíma til að sinna sínum eigin hugðarefnum án þess að það kæmi í veg fyrir úrlausn vandamála í fjölskyldunni. Þvert á móti virtist það hjálpa aðstandendum til að komast í gegnum streitutímabil (Burns, 1989; Folkman og Lazarus, 1988). Geðhjúkrunarfræðingar, sem gera sér grein fyrir helstu viðbrögðum aðstandenda, bæði meðvituðum og ómeðvituðum, lil að geta lifað sem eðlilegustu lífi, ættu að vera betur í stakk búnir til að veita markvissa hjúkrun, stuðning og samkennd fjölskyldunni til handa. I Ijós kom ótvíræð þörf fyrir markvissari stuðning frá geðheilbrigðis- kerfinu en nú er í boði, sérstaklega í formi viðtala og fræðslu, þar sem lögð væri áhersla á samvinnu við fjölskylduna en ekki hamrað á að fjölskyldan ætti sjálf sök á að einstaklingur innan hennar væri geðsjúkur. Þessi skortur á stuðningi við aðstand- endur ætti að vera geðhjúkrunarfræðingum hvatning til að endurskoða þátt hjúkrunar í þjónustu sem aðstandendum býðst. Ljóst er að geðhjúkrunarfræðingar veita fjölskyldum geðsjúkra stuðning að einhverju marki nú en hvemig er þeirri þjónustu eða stuðningi háttað? Hversu markviss og sýnilegur er hann? Er fjölskyldumiðuð hjúkrun veitt þar sem ákveðið TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.