Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 11
Elín M. Hallgrímsdóttir Þegar ástvinur deyr skyndilega Upplifun aðstandenda á bráðamóttöku Tímaritsgrein þessi var unnin upp úr lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfrœði við Háskólann á Akureyri vorið 1995. Rannsóknin var gerð íþeim tilgangi að lýsa reynslufólks af því að ástvinur þess deyr skyndilega á bráðamótttöku. Aðferðafrœði rannsóknarinnar byggist á fyrirbœrafrœði. Þátttakendur ( rannsókninni voru tvœr konur sem höfðu orðið fyrir þeirri reynslu að eiginmenn þeirra létust skyndilega á bráðamóttöku. Viðtöl, sem tekin voru upp á segulband, voru notuð sem gögn. Urvinnsla gagna byggir á þemagreiningu. Reyrtsla þátttakenda endurspeglaðist í eftirfarandi atriðum: 1) aðdragandi að áfalli, 2) áfallið, 3) kveðjustundin, 4) aðstaða, upplýsingar og stuðningur á bráðamóttöku, 5) það sem ámœlisvert var íframkomu heilbrigðisstarfsfólks, 6) söknuður og einmanaleiki, 7) lífið nú. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að heilbrigðisþjónustan sé ekki nœgilega vel í stakk búin til þess að mœta mikilvœgustu þörfum aðstandenda alvarlega veikra og dauðvona sjúklinga á bráðamóttöku. Má þar sérstaklega nefna þörf þeirra fyrir fullvissu um meðferð sjúklings °g sjúkdómshorfur, að fá að vera í návist dauðvona sjúklings og að njóta umhyggju eftir andlát ástvina. Elín M. Hallgrímsdóttir lauk prófi frá Hjúkrunar-skóla íslands 1975 og prófi í gjörgæsluhjúkrun 1979 frá Nýja hjúkrunar-skólanum og B.Sc. prófi frá Háskólanum á Akureyri 1995. Hún hefur m. a. starfað sem deildarstjóri gjörgæsludeildar Fjórðungs- sjúkrahúsins á Akureyri (FSA) og á gjörgæsludeild t Stavangri í Noregi en starfar nú á slysadeild FSA. ótt ég hafi starfað við bráðahjúkrun í um það bil 20 ár álít ég mig ennþá vanbúna til að styðja aðstandendur sem misst hafa ástvin sinn skyndilega. Ég tel að starfsfólk slysa- og bráða- deilda sé almennt ekki nægilega vel undirbúið til að takast á við óvæntan dauða og skorti m. a. þekkingu á málefnum tengdum dauðanum. Einnig Finnst mér vera tilhneiging í þá átt meðal hjúkrunarfræðinga að telja ýmsar aðrar starfsstéttir betur bl þess fallnar að veita einstaklingum andlegan stuðning og hjálp. þar nefna sálfræðinga, geðlækna og presta. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna reynslu þeirra sem misst hafa ástvin sinn skyndilega á bráðamóttöku til þess að auka þekkingu og skilning starfsfólks heilbrigðisþjónust- unnar á þörfum og óskum aðstandenda. Mér vitanlega hefur engin slík rannsókn verið gerð við íslenskar aðstæður. Ég tel að gera þurfi áætlun um aðstoð við fjölskyldur svo starfsfólk viti hvernig það á að fara að til að mæta þörfum aðstandenda sem best. Leske (1992) heldur því fram að árið 2000 muni sjúkra- hús, þar sem ekki er fjölskylduþjónusta, njóta jafn lítillar virðingar og þau sjúkrahús sem nú hafa ekki góðar lækninga- skýrslur. Hjúkrunarfræðingar eru í góðri aðstöðu til þess að leggja sút af mörkum til þess að fjölskylduhjúkrun verði tekin inn í heildarstefnu sjúkrastofnana. Einnig þarf að auka samvinnu milli allra þeirra sem veita sjúklingum og fjölskyldum þeiiTa þjónustu svo hægt sé að fá heildaryfirlit yfir þjónustuna og gæði hennar. Fjölskylduhjúkrun alvarlega veikra °9 dauðvona sjúklinga Þrátt fyrir að alvarlega veikir sjúklingar þjáist af ®argvíslegum sjúkdómum og sjúkdómshorfur séu mismunandi eiTt viðbrögð fjölskyldna þeirra lfk (McClowry, 1992). Rannsóknir hafa leitt í ljós að það sem aðstandendur alvarlega veikra og dauðvona sjúklinga hafa einna mesta þörf fyrir er að: I) spurningum þeirra sé heiðarlega svarað, fá nákvæma vitneskju um það sem er að sjúklingnum og hverjar sjúkdóms- liorfur hans eru; 2) vera fullvissaðir um að sjúklingurinn njóti bestu fáanlegrar meðferðar; 3) fá að hafa náin samskipti við sjúklinginn; 4) hafa góða og þægilega aðstöðu nálægt sjúkl- ingnum; 5) vera sýnd nærgætni; 6) eiga náin samskipti við og fá stuðning frá fjölskyldu og heilbrigðisstarfsfólki; 7) geta látið tilfinningar sínar í ljós. (Hampe, 1975; Hickey, 1990; Leske, 1992; Price, Fonester, Murphy og Monaghan, 1991). Sorgarúi-vinnslu er gjarnan lýst sem ferli og felur það í sér útrás tilfinningalegrar vanlíðanar sem hvorki er hægt að komast hjá né flýta. Mismunandi er hve langan tíma það tekur. Það getur gengið hratt fyrir sig, tekið eitt til tvö ár eða því lýkur aldrei alveg (Anderson, Bateman, Ingallinera og Woolf, 1991). Einn þeirra fræðimanna sem mikið hefur skrifað um sorg og sorgarferli er Kubler-Ross (1978) og lýsir hún fimm stigum sem syrgjendur fara í gegnum til að sætta sig við fréttir sem eru ógeðfelldar og óvæntar. Stigin eru: afneitun, reiði, samningastig, þunglyndi og að vera sáttur. Kubler-Ross bendir á að ekki sé við því að búast að öll stigin sjáist hjá öllum syrgjendum. Andlát í fjölskyldu veldur ávallt stóráfalli hjá þeim sem eftir lifa. Þessu hefur verið of lítill gaumur gefinn. Vanalega stendur áfallahjálp aðeins til boða þegar fjöldaslys verða (Ellison, 1992). Áfallahjálp felur í fyrsta lagi í sér sálræna skyndihjálp sem byggist á sálrænni og líkamlegri aðhlynningu þeirra sem orðið liafa fyrir alvarlegum áföllum. í öðru lagi er tilfinningaleg úrvinnsla (debriefing) sem ætluð er hjálparfólki og öðrum þeim er tengjast áföllum. Reynslan hefur sýnt að hjálparfólk geta fengið sömu streituviðbrögð og þeir sem fyrir TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2 . tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.