Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Síða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Síða 58
Ekki úrvalsklúbbur fræðimanna -Marga Thome segir frá fræðadeild FIH Frumkvæði að stofnun deildarinnar kom frá fyrrverandi félögum kennaradeildar innan HFÍ. Engin deild hefur verið til innan stéttarfélags hjúkrunarfræðinga sem hefur eflingu fræða- og vísindastarfa á starfsvettvangi hjúkrunar að megin- viðfangsefni. Stofnfélögum fannst mikilvægt að starfsemi fagdeildar sem sinnti fræðamálum samræmdist nýrri stöðu og hlutverkum kennara en hlutverk háskólakennara og hjúkrunarkennara eru að því leyti ólík að hinn fyrrnefndi er hvoru tveggja í senn fræðari og vísindamaður. Háskólakennarar, sem eru jafnframt hjúkrunarfræðingar, eiga að okkar mati hlutverki að gegna í faglegri þróun hjúkrunar. Það markmið sem leggja ber áherslu á í upphafi er að tengja fræðastörf við hjúkrunarstörf. Fræðastörf, í víðum skilningi, eru nauðsynleg til faglegrar þróunar í hjúkrun. Nú þegar eru nefndir og sérdeildir innan félagsins sem vinna að hluta til að þróun fræða og er fræðadeildinni m.a. ætlað að vera tengiliður og stuðningsaðili við fræðastörf fagdeilda og nefnda. Einnig eru einstaklingar og einstakar heilbrigðisstofnanir nú þegar virkar í að þróa fræða- og vísindastörf á sínum starfsvettvangi og vonum við að þessir aðilar gerist félagar í deildinni. Við stefnum að því að deildin verði ekki „úrvalsklúbbur fræðimanna“ heldur grasrótarhreyfing allra hjúkrunarfræðinga sem vilja beita sér fyrir fræðilegum vinnubrögðum hver á sínum vettvangi. Virk þátttaka á Hjúkrun '96 Að lokum vil ég nefna að dr. Karin Kirchhoff, sem verður aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Hjúkrun '96, mun halda námskeið um efni sem styður hug- myndir og stefnu fræðadeildar. Dr. Karin hefur unnið ötullega í sínu heimalandi að tengingu fræða og vfsinda við hjúkrunarstörf og að fá hana hingað til lands er því óvæntur og ómetanlegur liðsstyrkur við þau markmið sem fræðadeildin vill vinna að. Fræðadeildin stefnir að því að vera með bás á Hjúkmn '96 þar sem starfandi hjúkrunarfræðingar hafa aðgang að fræðimönnum í hjúkrun og geta þá rætt við þá m.a. um skipulagningu á fræða- og rannsóknarstörfum eða fengið ráðgjöf varðandi ritun og frágang greina. Ætlar þú að tryggja maka þínum makalífeyri? Réttur til makalífeyris samkvæmt lögunum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna Hjúkrunarfræðingar þurfa að sækja sérstaklega um að tryggja maka sínum lífeyri úr Lífeyrissjóði hjúkmnarkvenna. Samkvæmt lögunum um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna öðlast makar hjúkrunarfræðinga sem greiða í sjóðinn ekki sjálfkrafa rétt til makalífeyris. Hjúkrunarfræðingar þurfa að sækja sérstaklega um það að tryggja maka sínum rétt til b'feyris úr sjóðnum ef þeir falla frá. Ef hjúkrunarfræðingar sækja um að tryggja maka sínum makalífeyri úr sjóðnum þá geta þeir ekki farið á b'feyri 60 ára heldur verða að fresta töku lífeyris lil 65 ára aldurs. Það má því segja að hjúkrunarfræðingar verði að „kaupa“ sér makalífeyris- tryggingu í sjóðnum og „verðið“ sé það að fresta lífeyristöku um 5 ár. Hjúkmnarfræðingar þurfa að sækja um makalífeyristryggingu fyrir 55 ára aldur. Ef hjúkmnar- fræðingar em ákveðnir í því að tryggja maka sínum lífeyri úr sjóðnum þá er ráðlegt að sækja um makalífeyris-tryggingu sem fyrst, ekki að bíða með það til 54 ára aldurs, því enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Samkvæmt lögunum um Lífeyris- sjóð hjúkrunarkvenna þá er það skilyrði fyrir veitingu makalífeyristryggingar að sjóðfélaginn (hjúkmnar- fræðingurinn) sé heilsuhraustur þegar hann sækir um makali'feyristryggingu. Á árinu 1995 fengu 233 hjúkrunarfræðingur greiddan ellilífeyri úr sjóðnum, 37 hjúkrunarfræðingar fengu greiddan örorkub'feyri en aðeins tveir einstaklingar fengu greiddan makalífeyri úr sjóðnum. Á árinu 1995 greiddu 2389 hjúkrunarfræðingar iðgjöld til Lífeyrissjóðs hjúkrunarkvenna og af þeim hafa aðeins 56 hjúkmnarfræðingar sótt um makalífeyristryggingu í sjóðnum. Upphæð makalífeyris úr Lífeyrissjóðnum Upphæð makalífeyris er helmingur af áunnum ellilífeyrisrétti hins látna sjóðfélaga. Þar við bætast 20% af launum þeim er hann miðast við ef hinn látni sjóðfélagi hefur uppfyllt eitt af eftirgreindum skilyrðum: a) Verið í starfi er veitti honum aðild að sjóðnum við andlátið, b) hóf töku lífeyris fyrir andlátið eða c) hafði greitt iðgjöld til sjóðsins sem nemur iðgjalda- greiðslum af fullu starfi í 15 ár eða meira, enda hafi hann ekki greitt iðgjöld til annars h'feyrissjóðs eftir að greiðslum til þess sjóðs lauk. Dæmi: Hjúkmnarfræðingur, sem sótt hefur um makalífeyri úr sjóðnum. fellur frá eftir að hafa greitt f sjóðinn í 15 ár. Helmingur af áunnum ellilífeyrisrétti þessa hjúkmnarfræðings er 15% af lokalaunum (fullur ellilífeyrisréttur er 30% af lokalaunum). Við þetta bætist síðan 20% þannig að uppliæð makalífeyris er 35% af þeim launum sem hjúkmnar- fræðingurinn hafði fyrir andlátið. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.