Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.1996, Blaðsíða 48
Orlofsuppbót
Hinn 1. júní ár hvert skal greiða hjúkrunarfræðingum sem eru í
starfi 30. apríl næst á undan orlofsuppbót, 8.000 kr., sem
miðast við fullt starf næstliðið oflofsár. Greilt skal hlutfallslega
miðað við starfstíma og starfshlutfall. Ef hjúkrunarfræðingur
hefur látið af störfum og hafið töku eftirlauna á orlofsárinu á
hann að fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn
tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef hjúkrunarfræðingur lætur
af störfum eftir a.m.k. 5 mánaða samfellt starf á orlofsárinu
(4.2.3).
Lenging ó sumarorlofi
Um lengingu á sumarorlofi segir í grein 4.4.3 í kjarasamningi:
„Sé orlof eða hluti orlofs tekið eftir að sumarorlofstímabili
lýkur, skal sá hluti orlofsins lengjast um fjórðung. Sama gildir
um orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil samkvæmt
beiðni slofnunar.“
Að gefnu tilefni vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka
eftirfarandi fram varðandi lengingu á sumarorlofi:
Lenging ó orlof sem tekið er eftir
sumarorlofstímabil
Orlof lengist alltaf ef það er tekið eftir að sumarorlofstímabili
lýkur, þ.e. eftir 30. september, og gildir þá einu hvort
vinnuveitandi hafi beðið viðkomandi starfsmann um að fara í
orlof á þeim tíma eða ekki.
Lenging ó orlof sem tekið er fyrir
sumarorlofstímabil
Orlof sem tekið er fyrir sumarorlofstímabil lengist aðeins ef
vinnuveitandi biður viðkomandi starfsmann um að fara í orlof
áður en sumarorlofstímahil hefst, þ.e. fyrir 15. maí.
V.J.
Réttur til launa í veikindum
Almennur veikindaréttur fastráðins
starfsfólks í opinberri þjónustu
Taflan hér á eftir lýsir veikindarétti fastráðins starfsfólks í
opinberri þjónustu skv. reglugerðinni um veikindaforföll
starfsmanna ríkisins nr. 411/1989:
Laun í veikindum
Til fullra launa teljast, auk faslra mánaðarlauna skv.
kjarasamningum, greiðslur fyrir yfirvinnu, vakta-, gæsluvakta-
og óþægindaálag, greiðslur fyrir eyður í vinnutíma eða annað
vinnuframlag sem ákveðið er með stundaskrá til heils skólaárs
eða skólaannar eða reglubundinni varðskrá. Einnig telst hér til
regluleg yfirvinna sem slaðið hefur í 12 almanaks-
mánuði eða lengur eða er ætlað að standa a.m.k. svo
lengi.
Eftir einnar viku fjarvistir skal auk regluhundinna
launa (sbr. hér að framan), greiða meðaltal óreglulegrar
yfirvinnu síðustu 12 mánuði fyrir upphaf veikindanna.
Þjónustuatdur veikindadagar laun veikindadagar laun
0 - 6 mánuöir 0-30 full 31-60 háir
6 mán -10 ár 0-90 fuU 91 -180 hálf
10-15 ár 0 -120 fuU 121 - 240 hálf
15 - 20 ár 0-180 fuU 181-360 hálf
20 ár og meira 0-360 fuU
Veikindaréttur eykst með hærri þjónustualdri
Veikindaréttur eykst með hærri þjónustualdri, þ.e. þegar
reiknað er út hve mikinn veikindarétt starfsmaður á er miðað
við starfstíma í þjónustu ríkisins eða stofnunum sveitarfélaga
og sjálfseignastofnunum sem kostaðar eru að meirihluta til af
ríkinu. Þjónustualdur er ekki það sama og starfsaldur eða
prófaldur skv. kjarasamningum.
Talning daga í veikindum
Þegar taldir eru fjarvistardagar í veikindum eru allir
almanaksdagar taldir. Við upphaf veikindatímabils eru taldir
veikindadagar á síðustu 12 mánuðum og dragast þeir frá þeim
rétti sem viðkomandi annars hefur. Þannig að ef starfsmáður
veikist nú þá er fyrst alhugað í hversu langan tíma hann helur
rétt á að vera á launum f veikindum shr. töfluna hér að ofan.
Frá því er síðan dreginn sá tími sem hann hefur verið frá vegna
veikinda á sl. 12 mánuðum. Það sem eftir stendur er sá tími
sem hann á rétt á launum í veikindum í dag.
Dæmi: Starfsmaður hefur slarfað í þjónustu ríkisins í 11 ár.
Hann á því á hverjum 12 mánuðum rétt á fullum launum í
veikindum í 120 daga og þar til viðbótar liálfum launum í 120
daga. Þessi starfsmaður hefur verið frá vegna veikinda í 30
daga á síðustu 12 mánuðum. Ef þessi starfsmaður veikist nú á
hann því rétt til launa í veikindum í 90 daga á fullum launum
og 120 daga á hálfum launum.
TÍMARIT HJÚKRUNARKRÆÐINGA 2. tbl. 72. árg. 1996
Veikindi í barnsburðarleyfi:
Móðir í barnsburðarleyfi á ekki rétt til launa skv. reglugerðinni
um veikindafoiföll starfsmanna ríkisins þann tíma.
Veikindi barna yngri en 13 óra:
Foreldri hefur heimild til að vera frá vinnu í samtals 7 vinuu-
daga árlega vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri.
í þessum fjarvistum greiðast föst laun og vaktaálag skv.
vaktaskrá. . .
Unnið skert starf vegna veikinda
1 10. mgr. 2. gr. reglugerðar um veikindaforföll starfsmanna
ríkisins er gert ráð fyrir að starfsmanni sé heimilt að vinna skerl
starf vegna veikinda ef læknir ráðleggur svo. Þá skal miða
greiðslu veikindalauna við það starfshlutfall sem vantar á að
hann sinni fullu starli.
Dæmi: Ef læknir ráðleggur og vottar að staifsmaður, sem ráðinn
er f 100% starf, megi aðeins vinna 50% starf vegna veikinda þá
á þessi starfsmaður rétt á því að vinna 50% starf en fá greidd
laun skv. reglugerðinni um veikindaforföll starfsmanna ríkisins
fyrir hin 50%. Þessi staifsmaður fengi þá greidd 100% laun
þann tíma sem hann á rétt á fullum launum í veikindaforföllum.