Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Side 7
INGIBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTIR Ingihjörg Þórliallsdóttir lauk Krnnaranámi frá Kl 1973, II.S. prófi frá námsbraut í hjádirunarfræói rið III 1930. M.S. próji í heil- brigðisfrwðslu J'rá háskóilauuin í lowa í Bunduríkjununi 1933 og stunduði nám í spítulastjóirnun við suntu slíóilu 1939. Ingibjörg stundar ná náun í ..hrultli serrices rrseurch" í Sríþjóð, cr lektor rið bcilbrigðisdcild II l og hjákrunarfruinkræmdastjóri á Slllx. Forvamir og viðbrögð við ofbeldi á heilbrigðis- og meðferðarstofnimum Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar leitar í vaxandi mœli til sinna stéttarfélaga vegna ofbeldis sem það verður fyrir í vinnunni af hálfu skjólstœðinga sinna. Hér er œtlunin að gera grein fyrir niðurstöðum athugunar sem var gerð fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfrœðinga, Starfsmannafélagið Sókn og Starfs- mannafélag ríkisstofnana, á forvörnum og viðbrögðum við ofbeldi gagnvart starfsfólki heilbrigðis- og meðferðarstofnana. Rœtt var við rúmlega þrjátíu starfsmenn og stjórnendur, ýmist einn eða fleiri í hóp. Viðtölin voru tekin upp á segulband til að auðvelda úrvinnslu. Spurt var um stefnu, öryggisreglur, for- varnir, viðbrögð, skráningarreglur og viðbrögð gagnvart ofbeldi á sjúkrahúsunum í Reykjavík, í heilsu- gœslu, á hjúkrunarheimilum, meðferðarstofnun fyrir fatlaða og í fangelsum. Einnig var upplýsinga aflað hjá Vinnueftirliti ríkisins. Deildir og stofnanir voru valdar í samráði við stéttarfélögin. Þœr voru valdar þannig að œtla mœtti að þœr gœtu verið fulltrúar fyrir hliðstœðar deildir á landinu öllu. Ofbeldi á heilbrigðis- og meðferðarstofnuiuun Ofbeldi gagnvart starf'sl’ólki heilbrigðis- og meðferðarstofn- ana á Islandi er síður en svo óþekkt en hefur fram að þessu verið álitið hluti af starfínu og htt verið til umræðu. Croker og Cummings (1995) telja að tilhneiging til að gera lítið úr eða afneita ofbeldi á heilbrigðisstofn- unum sé sambærileg við það þegar tilveru heimilisof- beldis var afneitað, sá vettvangur ofbeldis, þ.e. lieim- ilisofbeldi, og ofbeldi götunnar hefur hins vegar verið til umfjöllunar hér á landi í vaxandi mæli. Þolendur og gerendur ofljeldis verða oft skjól- stæðingar heilbrigðis- og meðferðarstofnana og færist vettvangur ofljeldisins þá stundum inn fyrir veggi þeirra. Starfsfólk þessara stofnana er jtjálfað í að meðhöndla bráð- og/eða langveika sjúklinga en hef’ur oft fá úrræði til að bregðast við tímafrekum og krefj- andi aðstæðum vegna hótana og árásargirni. I könnunum á tíðni ofbeldis á stofnunum er ýmist skoðuð skráning ofbeldis eða tíðni þess með Jtví að spyrja starfsfólk hversu oft |>aö hefur orðið fyrir ofl)eldi af hálfu skjólstæðinga sinna. Samanburður á niðurstöðum kannana af Jiessum toga gefur til kynna að skráningu á tíðni ofbeldis sé ábótavant (Rosen- thal, Edwards og Ackerman, 1992) og er talið að ein- ungis u.þ.b. 20% tilfella séu skráð (Hansen, 1994; Druminond, Sparr og Gordon, 1989). Astæður fyrir J>essu eru m.a. taldar að starfsfólk heilbrigðis- og meðferðarstofnana telji oflieldið vera hluta af starf- inu og að reglur skorti um hvernig skráningu skuli háttað (Fiesta, 1996). Fjöldi skráðra tilfella hefur J>ó aukist, t.d. á slysadeildum, og eru hjúkrunarfræð- ingar og læknar í mestri liættu að verða fyrir ofbeldi l>ar (Cembrowicz og Sheperd, 1992). Líkur á að verða fyrir oíbeldi í starfi á heil- brigðisstofnunum eru breytilegar eftir starfsemi. Helst er að vamta ofbeldis gagnvart starfsfólki á slysadeildum J>ar sem u.J>.b. helmingur ofbeldis innan veggja sjúkrahúsa á sé stað (Fiesta, 1996). Whitley, Jacobson og Gawrys (1996) greina frá niðurstöðum könnunar International Association for Hospital Safety and Security sem benda til Jtess að 49% af árásum á starfsfólk heilbrigðisstofnana hafi átt sér stað á slysadeildum/bráðamóttöku, 23% á geðdeildum og 28% á öðrum deildum. Ef borin er saman starfstengd áhætta vegna slysa og ofbeldis í nokkrum starfsgreinum í Bandaríkjun- um kemur í ljós, að áverkar vegna ofbeldis á starfs- fólki við hjúkrun eru hlutfallslega fleiri en hlutfall vinnuslysa í áhættusömum starfsgreinum í iðnaði, s.s. skógarhöggi, verksmiðjuvinnu og byggingavinnu (Love og Hunter, 1996). í Svíjtjóð voru 31% starfs- tengdra ofl>eldisáverka árin 1990-1991 tilkynnt af starfsfólki í heilbrigðisþjónustu en þar starfa 14% heildarmannafla í sænsku atvinnulífi (Toomingas og Nordin, 1995). I könnun, sem var gerð á slysadeild við sjúkrahús í Hvidpvre 1988, kom fram að helmingur starfsfólks, sem hafði orðið fyrir ofbeldi í vinnunni, fann fyrir hræðslu í starfi annað slagið, en liins vegar er ákaf- lega sjaldgæft að starfsfólk lögsæki sjúklinga vegna árása og áverka (Hansen, 1994). Lanza (1988) og Bonnesen (1995) telja upp margs konar tilfinningaleg viðbrögð og breytta hegðun í kjölfar árásar, s.s. reiði, undrun, hræðslu, J>unglyndi, missi trausts og afneitun, og afleiðingar á vinnu starfsmanns birtast meðal annars í auknum fjarvistum. TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 71

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.