Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 42
Hefur viimutíma- tilskipun ESB áhrif á viimutíma hjukrunarfræðinga? /jamíar sl. var skrifað undir samning milli Bandalags háskólamanna, ASI, BSRB og KI annars vegar og fjármálaráðherra, Reykjavíkur- borgar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar um að hrinda í framkvœmd tilskipun Evrópusam- bandsins um ákveðna þœtti er varða skipulagningu vinnutíma. Hér verður þessi samningur nefndur vinnutímasamningur til aðgreiningar frá öðrum samningum. Hér á eftir er upptalning á helstu atriðum þessa vinnutímasamnings auk hugleiðinga um hugsanleg áhrif hans á vinnutíma hjúkrunar- frœðinga. Helstu atriði viimutímasamniugsLns: • Daglegur hvíldartíiiii 11 klst. á sólarhring Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum 24. klst., reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Þessi 11 klst. regla er meg- inreglan í vinnutímasamningnuin en þó er tekið fram að heimilt sé með kjarasamningi að stytta þennan hvíldartíma í allt að 8 klst. við vaktaskipti. Þetta Jiýðir að ef veita á frávik frá 11 klst. reglunni þarf það að gerast í kjarasanmingi milh stéttarfél- ags og atvinnurekenda, þ.e. á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og atvinnurekenda hjúkrunar- fræðinga. I hókun ineð vinnutímasamningnum kem- ur síðan fram að stefnt skuli að því að ákvæði um 11 klst. lágmarkshvíld komi til framkvæmda 30.6. 1998 og í þeim tilgangi skuli stefnt að því að liefja endurskoðun vaktavinnukerfa svo fljótt sem kostur er. I þessuin sainningi er þannig gefinn kostur á að halda óbreyttu vinnufyrirkomulagi til 30.6. 1998. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og atvinnurekend- ur hjúkrunarfræðinga þurfa hins vegar fyrir 30.6. 1998 að ná samkomulagi um hugsanleg áhrif vinnu- tímasamningsins á vinnutíma hjúkrunarfræðinga. • Vikulegur hvildartími að lágmarki eiim dagur á sjö daga tímabili A hverju sjö daga tímabili skal starfsmaður fá a.m.k. einn frídag sem tengist beint hvíldartíma skv. 3. gr. Að svo miklu leyti sem því verður við komið skal vikulegur frídagur vera á sunnudegi. Heimilt verður að ákveða með samkomulagi á vinnustað að fresta vikulegum frídegi þeirra sem starfa m.a. á heilbrigðisstofnunum þar sem sérstak- ar aðstæður gera slíkt nauðsynlegt. Ef vikulegum hvíldartíma er frestað skal starfsmaður fá samsvar- andi hvfld í staðinn. Ef sérstök þörf er á að skipu- leggja vinnu þannig að vikulegum frídegi sé frestað skal Jiað gert í kjarasamningi milli stéttarfélags og atvinnurekenda. • Vikulegur hámarksvinnutími 48 klst. aö með- talinni yfirviiimi Meðalvinnutími á viku, að yfirvinnu meðtahnni, skal ekki vera umfram 48 klst. Hér er verið að tala um virkan vinnutíma, Ji.e. að frádregnum matar- og kaffitímum og að teknu tilliti til orlofa. Virkur vinnutími hjá hjúkrunarfræðingum í dagvinnu í 100% starfi er nú um 37 klst. á viku (þ.e. 40 klst. að frádregnum 35 mín. á dag vegna launaðra kaffi- tíma). Hámarksfjöldi yfirvinnutíma hjá hjúkrunar- fræðingum í 100% starfi skv. þessum samningi er Jiví um 11 klst. á viku af virkum vinnutíma að meðaltali, Ji.e. að teknu tilliti til neyslutíma á yfir- vinnutímabih. Hjúkrunarfræðingar í hlutastarfi geta unnið mun fleiri yfirvinnutíma eða Jiar til dag- vinnu- og yfirvinnutímar ná samtals 48 klst. af virkum vinnutíma á viku. Viðmiðunartímahil við útreikning á meðalvinnutíma á viku skal vera sex mánuðir, janúar til júní og júlí til desember. Heimilt er í undantekningartilfehum að lengja við- iniðunartímabil vegna hámarks vikulegs vinnutíma í allt að 12 mánuði með kjarasainningi. • Lengd og skipulag næturvtnnutíma Venjulegur vinnutími næturvinnustarfsmanns skal að jafnaði ekki vera lengri en 8 klst. á hverju 24 klst. bih. Heimilt er þó að lengja venjulegan vinnu- tíma næturvinnustarfsmanns (t.d. úr 8 klst. vökt- um í 12 klst. vaktir) en Jiá skal skipuleggja vinn- una þannig að vinnutíminn verði sem reglulegastur. 106 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.