Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 42
Hefur viimutíma- tilskipun ESB áhrif á viimutíma hjukrunarfræðinga? /jamíar sl. var skrifað undir samning milli Bandalags háskólamanna, ASI, BSRB og KI annars vegar og fjármálaráðherra, Reykjavíkur- borgar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar um að hrinda í framkvœmd tilskipun Evrópusam- bandsins um ákveðna þœtti er varða skipulagningu vinnutíma. Hér verður þessi samningur nefndur vinnutímasamningur til aðgreiningar frá öðrum samningum. Hér á eftir er upptalning á helstu atriðum þessa vinnutímasamnings auk hugleiðinga um hugsanleg áhrif hans á vinnutíma hjúkrunar- frœðinga. Helstu atriði viimutímasamniugsLns: • Daglegur hvíldartíiiii 11 klst. á sólarhring Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum 24. klst., reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Þessi 11 klst. regla er meg- inreglan í vinnutímasamningnuin en þó er tekið fram að heimilt sé með kjarasamningi að stytta þennan hvíldartíma í allt að 8 klst. við vaktaskipti. Þetta Jiýðir að ef veita á frávik frá 11 klst. reglunni þarf það að gerast í kjarasanmingi milh stéttarfél- ags og atvinnurekenda, þ.e. á milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og atvinnurekenda hjúkrunar- fræðinga. I hókun ineð vinnutímasamningnum kem- ur síðan fram að stefnt skuli að því að ákvæði um 11 klst. lágmarkshvíld komi til framkvæmda 30.6. 1998 og í þeim tilgangi skuli stefnt að því að liefja endurskoðun vaktavinnukerfa svo fljótt sem kostur er. I þessuin sainningi er þannig gefinn kostur á að halda óbreyttu vinnufyrirkomulagi til 30.6. 1998. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og atvinnurekend- ur hjúkrunarfræðinga þurfa hins vegar fyrir 30.6. 1998 að ná samkomulagi um hugsanleg áhrif vinnu- tímasamningsins á vinnutíma hjúkrunarfræðinga. • Vikulegur hvildartími að lágmarki eiim dagur á sjö daga tímabili A hverju sjö daga tímabili skal starfsmaður fá a.m.k. einn frídag sem tengist beint hvíldartíma skv. 3. gr. Að svo miklu leyti sem því verður við komið skal vikulegur frídagur vera á sunnudegi. Heimilt verður að ákveða með samkomulagi á vinnustað að fresta vikulegum frídegi þeirra sem starfa m.a. á heilbrigðisstofnunum þar sem sérstak- ar aðstæður gera slíkt nauðsynlegt. Ef vikulegum hvíldartíma er frestað skal starfsmaður fá samsvar- andi hvfld í staðinn. Ef sérstök þörf er á að skipu- leggja vinnu þannig að vikulegum frídegi sé frestað skal Jiað gert í kjarasamningi milli stéttarfélags og atvinnurekenda. • Vikulegur hámarksvinnutími 48 klst. aö með- talinni yfirviiimi Meðalvinnutími á viku, að yfirvinnu meðtahnni, skal ekki vera umfram 48 klst. Hér er verið að tala um virkan vinnutíma, Ji.e. að frádregnum matar- og kaffitímum og að teknu tilliti til orlofa. Virkur vinnutími hjá hjúkrunarfræðingum í dagvinnu í 100% starfi er nú um 37 klst. á viku (þ.e. 40 klst. að frádregnum 35 mín. á dag vegna launaðra kaffi- tíma). Hámarksfjöldi yfirvinnutíma hjá hjúkrunar- fræðingum í 100% starfi skv. þessum samningi er Jiví um 11 klst. á viku af virkum vinnutíma að meðaltali, Ji.e. að teknu tilliti til neyslutíma á yfir- vinnutímabih. Hjúkrunarfræðingar í hlutastarfi geta unnið mun fleiri yfirvinnutíma eða Jiar til dag- vinnu- og yfirvinnutímar ná samtals 48 klst. af virkum vinnutíma á viku. Viðmiðunartímahil við útreikning á meðalvinnutíma á viku skal vera sex mánuðir, janúar til júní og júlí til desember. Heimilt er í undantekningartilfehum að lengja við- iniðunartímabil vegna hámarks vikulegs vinnutíma í allt að 12 mánuði með kjarasainningi. • Lengd og skipulag næturvtnnutíma Venjulegur vinnutími næturvinnustarfsmanns skal að jafnaði ekki vera lengri en 8 klst. á hverju 24 klst. bih. Heimilt er þó að lengja venjulegan vinnu- tíma næturvinnustarfsmanns (t.d. úr 8 klst. vökt- um í 12 klst. vaktir) en Jiá skal skipuleggja vinn- una þannig að vinnutíminn verði sem reglulegastur. 106 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.